Fréttablaðið - 18.05.2004, Blaðsíða 39
Eru blindir punktar í þínu útsýni?
Áætlanagerð fyrirtækja
hugbúnaðarhús
Skeifunni 8
108 Reykjavík
www.ax.is
ax@ax.is frumkvæði / áreiðanleiki / samvinna
betri yfirsýn, bætt stjórnun og betri vinnuferlar
Hvað þurfa stjórnendur fyrirtækja
að hafa til að geta tekið markvissar
ákvarðanir sem skila árangri í
rekstri? Svarið er einfalt: Yfirsýn.
Cognos hugbúnaðurinn veitir
stjórnendum nútímans skýlausa
yfirsýn. Gríptu tækifærið og kynntu
þér kosti Cognos á ráðstefnunni.
Skráning á www.ax.is
og í síma 545 1000
Ráðstefna Nordica Hótel
27. maí 2004
ÞRIÐJUDAGUR 18. maí 2004
■ FÓLK Í FRÉTTUM
■ KVIKMYNDIR
■ KVIKMYNDIR
Suðræn sveifla í nýja
Engjaþykkninu!
Nýjasta Engjaþykknið er komið
í verslanir. Engjaþykkni með papaja,
límónu og morgunkorni
– gómsæt máltíð
fyrir unga sem aldna.
Grínistinn og klæðskiptingurinnEddie Izzard hefur undanfarin
ár unnið að heimildarmynd um
sjálfan sig. Myndin, sem kallast
Diva 51, er væntanleg á næsta ári.
Það má geta þess að það er enginn
annar en Sigurjón Sighvatsson sem
framleiðir Diva 51.
Myndavélar hafa fylgt Izzard
eftir síðastliðin þrjú ár og myndað
líf hans í bak og fyrir. Fylgst var
með því sem gerðist á bak við tjöld-
in er hann var með uppistand auk
þess sem tekin voru viðtöl við fjöl-
skyldu hans og vini. Rætt var við
leikarana Robin Williams, Tim
Roth og Eric Idle og þeir látnir tjá
sig um kollega sinn. Myndin mun
auk þess fjalla um klæðskipti en
Izzard lýsti sjálfum sér eitt sinn
sem lesbíu fastri í líkama karl-
manns.
Izzard hefur tvívegis unnið til
Emmy-verðlauna fyrir uppistands-
sýningar sínar. Er hann orðinn vel
þekktur grínisti beggja vegna Atl-
antshafsins og hefur meðal annars
skemmt hér á landi. Hann þykir
hafa tvær hliðar og getur annars
vegar verið mjög beittur og pól-
itískur en annars er sýrður húmor
hans sterkasta hlið. Hann geysist
þá um sviðið í allt öðrum heimi og
tengir atriði saman á undraverðan
hátt.
Leikarinn Sean Penn telur aðkvikmyndir eigi að fjalla
meira um líðandi stundu en geng-
ur og gerist. Penn, sem hefur
gagnrýnt stríðið í Írak harðlega,
segir að Bandaríkin, undir stjórn
forsetans George W. Bush, ættu
að vera fyrirtaks innblástur fyrir
kvikmyndagerðarmenn.
„Ég held að það sé ekki til sú
listgrein sem ekki fjallar um líð-
andi stund en mér finnst samt að
það séu ekki nógu margar pólitísk-
ar kvikmyndir hér eða annars
staðar,“ sagði Penn í viðtali á kvik-
myndahátíðinni í Cannes.
„Stjórnmál eru stór hluti af lífi
okkar um þessar mundir og það
listaverk sem ekki vísar til stjórn-
mála er ekkert sérlega merkilegt í
mínum huga.“
Penn er í Cannes til að kynna
nýjustu mynd sína „The Assass-
ination of Richard Nixon“. Hún er
byggð á sönnum atburðum og
fjallar um sölumann sem ætlaði að
myrða forsetann Richard Nixon
árið 1974 með því að ræna flugvél
og fljúga henni á Hvíta húsið. ■
Heimildarmynd um Izzard
EDDIE IZZARD
Heimildarmyndin kemur
út á næsta ári og verður
vafalítið forvitnileg.
Penn vill
meiri pólitík
SEAN PENN
Penn fékk Óskarsverðlaun í fyrra sem besti leikari fyrir hlutverk sitt í myndinni Mystic River.
Michael Moore segist verasannfærður um að
Repúblikanaflokkurinn í Banda-
ríkjunum sé að reyna að koma í
veg fyrir að ný heimildarmynd
hans Fahrenheit 9/11 rati upp á
hvíta tjaldið. Í henni sýnir Moore
fram á tengsl á milli fjölskyldu
Bush og Osama bin Laden. Stutt
er í forsetakosningar og virðast
Repúblikanar óttast myndina eins
og heitan eldinn, af einhverjum
ástæðum. Moore sýndi myndina á
Cannes um helgina og hlaut góð-
ar viðtökur.