Fréttablaðið - 18.05.2004, Blaðsíða 23
3ÞRIÐJUDAGUR 18. maí 2004
Óbeinar reykingar í vinnunni draga hund-
ruð Breta til dauða ár hvert - og er fólki í
þjónustustörfum sérleg hætta búin.
Þúsundir deyja af völdum óbeinna reyk-
inga á heimilinu. Þetta er niðurstaða
nýrrar rannsóknar vísindamanna Imperial
College í London sem greint er frá á
fréttavef BBC. Niðurstöðurnar voru birtar
áður en umsvifamikil ráðstefna um reyk-
ingar var haldin í London.
Læknar sem sækja ráðstefnuna leggja
áherslu á þörfina á því að banna reyking-
ar á vinnustöðum en hagsmunahópar
berjast gegn því af fullum þunga.
Konrad Jamrozik prófessor skoðaði fólk
sem lést af völdum lungnakrabbameins,
hjartasjúkdóma og hjartaáfalls á Englandi
og í Wales árið 2002. Hann reiknaði út
hversu margir þeirra höfðu dáið af völd-
um óbeinna reykinga. Hans niðurstaða
var að um 700 manns hefðu látist af
lungnakrabbameini, heilablóðfalli eða
hjartasjúkdómum vegna óbeinna reyk-
inga í vinnunni. 3.600 létust vegna
óbeinna reykinga heima við.
Carol Black prófessor hvatti ríkisstjórn
Bretlands til þess að banna reykingar á
börum, veitingastöðum og öðrum opin-
berum stöðum. Slíkt bann myndi bæði
vernda heilsu þeirra er vinna á slíkum
stöðum og hjálpa reykingamönnum til
þess að hætta að reykja.
Forest, félag reykingarmanna, er alger-
lega andsnúið slíku banni. Simon Clark,
stjórnandi félagsins, segir engar sannanir
liggja fyrir um skaðsemi óbeinna reyk-
inga, niðurstöður vísindamannana byggi
allar á líkum.
„Hvað er að því að hafa bara reyklaus
svæði eða bæta loftræstinguna þannig
að reykingamenn geti reykt án þess að
trufla þá sem reykja ekki?“
Breska ríkisstjórnin hefur hingað til
veigrað sér við að banna reykingar á
vinnustöðum. Ráðherrar stjórnarinnar
segjast fremur vilja að frumkvæðið
komi frá vinnustöðunum sjálfum en
með valdboði að ofan eins og til dæm-
is á Írlandi. ■
[ BRESK RANNSÓKN ]
Óbeinar reykingar
lífshættulegar
Maítilboð fyrir
Íbúa Heilsuhússins* er að
þessu sinni óvenju veglegt!
Blandaður hollustupakki
ásamt vönduðu hnífasetti
á aðeins kr. 3.463,-
Hollustupakkinn inniheldur
mánaðarskammt af Múltí Vít fjölvítamíni
með steinefnum, sólþurrkaða tómata
frá Montanini, sólberjasafa frá Biotta,
Herbamare kryddsalt, Ginger/Lemon
Yogi te, hunangsvöfflur,
Tartex jurtakæfu, Minestrone súpu frá
Natur Compagnie og demanta hafsins,
Maldon sjávarsalt. Þessar vörur koma
svo til allar úr lífrænni ræktun.
Hnífaparasettið inniheldur
afar vandaða stálhnífa ásamt
steikarhnífapörum fyrir
sex manns í handhægri tösku.
Tilboðin má nálgast
í Heilsuhúsinu út mánuðinn
á meðan birgðir endast.
Veglegt maítilboð!
*ÍBÚAR HEILSUHÚSSINS er fræðslu- og tilboðsklúbbur
Heilsuhússins, öllum opinn gjaldfrítt.
„Við verðum að gæta þess að
kulna ekki í starfi heldur hugsa
um okkur sjálf á svipaðan hátt og
GSM-símana sem við stingum í
samband til að hlaða batteríin.
Það getum við gert með því að
fara á námskeið, í sund, nudd,
leikhús, leikfimi eða hvað annað
sem brýtur upp hið daglega amst-
ur,“ segir Þóra Magnea Magnús-
dóttir, sérfræðingur í fræðslu-
deild Vinnueftirlits ríkisins. Hún
segir kulnun í starfi einkennast af
uppgjöf og í framhaldinu geti
komið bæði líkamleg og andleg
vanlíðan. Mikilvægt sé að greina
vandann áður en í óefni sé komið.
Það gildi bæði um einstaklingana
sjálfa og stjórnendur þeirra.
Þóra segir ákveðnum einstak-
lingum hættara við kulnun en öðr-
um. „Eldhugarnir sem ætla að
frelsa heiminn eru í hættu. Líka
þeir sem starfa einir og þeir sem
vinna stöðugt með annað fólk og
bera ábyrgð á heilsu þess og vellíð-
an,“ segir hún. Gjá á milli mark-
miða og árangurs í starfi telur hún
algenga orsök kulnunar og líka
ójafnvægi á milli þess sem fólk
gefur af sér og þess sem það fær
til baka. „Þess vegna skiptir hrós
miklu máli en það getur hreinlega
aukið afköst í starfi,“ segir Þóra.
Sjálf kveðst hún á móti eftirvinnu
og telur hana verða öllum til tjóns
á endanum. „Álagið og þreytan
hefur áhrif á andlega líðan og kem-
ur meðal annars niður á framleiðni
vinnustaðarins,“ segir hún.
Þóra telur skýrar starfslýsing-
ar og gott upplýsingaflæði á vinnu-
stað vera mikilvæga þætti og seg-
ir kannanir sýna að þeir sem hafi
eitthvert sjálfstæði í starfi séu
ánægðari en hinir. „Flestir setja
góð samskipti við stjórnendur og
samstarfsfólk í fyrsta sæti þegar
þeir eru spurðir um hvað skapi
vellíðan þeirra á vinnustað. Þeir
virðast taka það fram yfir fyrsta
flokks vinnuaðstöðu,“ segir hún. ■
Kulnun í starfi:
Eldhugarnir eru í hættu
Þóra Magnea segir góð samskipti og hrós
vera mikilvæga þætti á vinnustöðum.
Ég er tiltölulega nýbyrjaður að
stunda jóga. Í janúar verða einung-
is átta ár síðan að ég fór fyrst á
byrjendanámskeið. Ég hef verið að
velta því fyrir mér upp á síðkastið
hvers vegna ég hafi verið jafn
ákafur ástundandi og raun ber
vitni. Stutt útgáfa af því svari er
einföld. Mér líður betur andlega og
líkamlega. Vellíðan og lausn undan
vanlíðan eru öflugir hvatar. Í jóga
hef ég fundið einfalda sjálfsrækt-
arleið. Regluleg ástundun skilar
öruggum árangri. Fimm þúsund
ára saga jógaástundunar segir mér
það. Jóga má stunda hvar sem er
og hvenær sem er. Til þess þarf
engin tæki eða tól. Jógaheimspeki
hefur opnað fyrir mér nýjar víddir
í samskiptum við sjálfan mig og
aðra. Mestu máli skiptir að jóga er
heildræn leið sem tekur jafnt á
málefnum sem snerta líkama,
huga og sál. Ekki eru margar leið-
ir í boði sem bjóða jafn fjöl-
breyttan ávinning sem hvetur jafn
eindregið til athafna. Í jóga hef ég
lært að aga mig. Ég hef fundið
snert af þolinmæði, þrautseigju og
þeirri einföldu ánægju sem fylgir
því að lifa í núinu. Það má vel vera
að jóga sé ekki fyrir alla en ég hef
að minnsta kosti fundið það sem ég
er að leita að. Að öðrum kosti væri
ég væntanlega að gera eitthvað
annað. ■
Líkami og sál
GUÐJÓN BERGMANN, JÓGAKENNARI
OG RITHÖFUNDUR, SKRIFAR UM
HEILSU LÍKAMA OG SÁLAR.
Hvers vegna stunda ég jóga?
gbergmann@gbergmann.is.
YGGDRASILL, KÁRASTÍG 1, 101 RVK., S: 5624082
Lífrænt ræktaðar vörur