Fréttablaðið - 18.05.2004, Blaðsíða 21

Fréttablaðið - 18.05.2004, Blaðsíða 21
Smáauglýsingar byrja í dag á bls. 4 Flokkar & fjöldi Bílar & farartæki 70 stk. Keypt & selt 16 stk. Þjónusta 40 stk. Heilsa 7 stk. Heimilið 10 stk. Tómstundir & ferðir 8 stk. Húsnæði 19 stk. Atvinna 25 stk. Tilkynningar 2 stk. Góðan dag! Í dag er þriðjudagurinn 18. maí, 139. dagur ársins 2004. Reykjavík 4.02 13.24 22.49 Reykjavík 3.26 13.09 22.55 Heimild: Almanak Háskólans Sólarupprás Hádegi Sólarlag Þú færð líka allt sem þig vantar á Þótt árferðið á Íslandi bjóði nú upp á hjólreiðar allan ársins hring er sumarið tíminn þegar flestir landsmanna draga fram hjólin sín. Alda Jónsdótt- ir, fyrrverandi formaður Íslenska fjallahjóla- klúbbsins til fimm ára, er viskubrunnur þegar kemur að hjólreiðum. Hún segir fjallahjól vera yfir níutíu prósent hjóla sem nú eru seld á mark- aðnum og að fjallahjól séu bæði til nota innan borgarlandslagsins sem og úti í náttúrunni. Hún segir mikilvægt að láta yfirfara hjól á verkstæði hafi það staðið óhreyft lengi og eins beri að yfir- fara bremsur og gíra, og smyrja reglulega. Og hún segir alla geta hjólað. „Það er best að byrja í rólegheitunum og bæta smám saman við sig. Þannig er hægt að hjóla í vinnuna og taka strætó heim, en leyfilegt er að taka hjól inn í vagnana. Þá eykst þolið ótrúlega fljótt og fólk kemst fljótt að raun um að brekkur og vindur eru miklu minna mál en það hafði haldið.“ Alda segir algeng mistök að kaupa of stór hjól og mikilvægt að fá góðar leiðbeiningar þegar nýtt hjól sé keypt. „Ég ráðlegg öllum að skoða vel úr- valið áður en þeir festa kaup á hjóli og gera sér sömuleiðis grein fyrir því hvernig ætlunin er að nota hjólið.“ Að sögn Öldu eru hjólreiðar góð líkamsrækt og fyrirtaks staðgengill líkamsræktar yfir sumartím- ann. „Þá getur fólk hjólað í rólegheitum til vinnu að morgni en tekið vel á því á heimleiðinni. Varast ber að vera í bómul sem næst líkamanum því hún heldur inni svita og getur slegið að fólki. Best er að vera í útivistarbolum sem þorna fljótt, klæða sig í margar þunnar flíkur frekar en að klæðast þykku og vera í vind- og vatnsheldum jakka.“ Alda bendir á að með tilkomu útivistarstíga sé orðið mjög skemmtilegt að hjóla í borginni en þó mætti bæta aðstæður hjólreiðamanna mikið. „Þá þarf að fara mjög gætilega í umferðinni og fara eftir umferðarreglum, auk þess að taka tillit til gangandi vegfarenda, því hjólreiðarfólk eru gest- ir á gangstéttum. Ég vildi gjarnan sjá hjólabrautir liggja meðfram stofnæðum borgarinnar í allar höfuðáttirnar og tengjast útivistarstígunum. Vinnustaðir mættu líka útbúa betri aðstæður fyrir hjólreiðafólk að geyma hjólin á öruggum stað. Grindur köllum við gjarðabana vegna þess að þau skemma gjarðirnar og komi slinkur á hjólið er allt ónýtt.“ Auk reiðhjóla fyrir fullfríska einstaklinga má fá sethjól sem henta vel bakveikum og þeim sem stríða við meiðsl í hálsi, og þá er hægt að fá tví- menningshjól sem henta vel blindum og sjónskert- um til að upplifa með öðrum. Þess má geta að dagana 17. til 28. maí stendur ÍSÍ fyrir átakinu „Hjólað í vinnuna“, en megin- markmið þess er að vekja athygli á hjólreiðum sem heilsusamlegum, umhverfisvænum og hag- kvæmum samgöngumáta. Keppni verður milli fyrirtækja þar sem starfsfólk er hvatt til að hvíla bílinn en hjóla þess í stað til og frá vinnu. Nánari upplýsingar á isisport.is. Þá er Íslenski fjalla- hjólaklúbburinn með hjólatúra á þriðjudagskvöld- um klukkan 20 og er lagt af stað frá húsi Strætó í Mjódd. Upplýsingar um starf klúbbsins á this.is/hjol ■ Hjólreiðar: Margir á of stórum hjólum heimili@frettabladid.is Vaxa heildverslun tekið við Weleda-umboðinu. Weleda-húðvörurnar eru lífrænt ræktaðar, án allra aukaefna. Í Weleda-vöru- merkinu eru vörulínur sem henta börnum og verðandi mæðrum en þar eru einnig andlitsvör- ur, baðvörur, tannvörur og fleira. Weleda-vörur hafa fengist hér á landi í 40 ár. Þær eru í hugum margra fyrst og fremst tengdar meðgöngu og fæðingu enda voru vör- urnar fluttar inn af versl- uninni Þumalínu sem Hulda Jensdóttir ljós- móðir rekur. Weleda-vörurn- ar fást í apótekum, heilsu- búðum og barnaverslunum um allt land. Vaxa er einnig umboðsaðili fyrir Allison A/S, danskar jurtasnyrtivörur sem hafa verið í sölu í Danmörku í 30 ár. Allison-snyrtivörurnar fást í apótekum og heilsu- búðum um allt land. Áfengi veldur heyrnar- skemmdum er niður- staða nýrra rannsókna. Sumar rannsóknir hafa bent á það að á með- an hófleg drykkja minnkar hættu á hjartasjúkdómum þá skemmir of mikil áfengisneysla lifur og heila og eykur áhættu á krabbameini. Nýjar rannsóknir leiða nú í ljós að hófleg drykkja í langan tíma getur haft áhrif á heyrn og valdið skemmdum á henni. Ekki er vitað hvernig heyrnarskemmdirnar lýsa sér en líklegt er að fólk sem er þjakað af þeim gæti átt í erfiðleik- um með að skilja fólk sem talar mjög hratt eða greina á milli radda og hljóða í umhverfi þar sem mikið er um að vera, eins og í veislu eða á íþróttaviðburði. Landspítali - háskóla- sjúkrahús hefur mjög já- kvæða ímynd. Þetta er niðurstaða rannsóknar sem Gallup framkvæmdi fyrir stofnunina. Úrtakið var 1.350 manns og var svar- hlutfall 62%. Þátttakendur voru spurðir að því hvort þeir væru jákvæðir eða nei- kvæðir gagnvart Landspítal- anum - háskólasjúkrahúsi. Tæp 40% voru mjög já- kvæð og 45% frekar já- kvæð, alls 85%. 10% voru hvorki jákvæð né neikvæð en um 5% voru neikvæð eða frekar neikvæð í garð spítalans. Einnig var spurt hvort þátttak- endum þætti spítalinn vera traust eða ótraust stofnun. Tæp 90% höfðu frekar mikið eða mikið traust í garð spítalans. Alda Jónsdóttir segir mikilvægt að láta reglulega yfirfara gíra og bremsur á reiðhjólum, sem og að smyrja þau. Smáauglýsingar á 750 kr. visir.is SMÁAUGLÝSINGASÍMINN ER 550 5000 Liggur í loftinu FYRIR HEILSUNA TILBOÐ Ford EXPL sport ‘01 4L Ekinn 35 þ. m. Cruise. Áhv. 2,1 millj. Afb. 38 þ. á mán. Verð 2.990 þ. Tilboð 2.550 þ. Einnig Audi TT ‘99 ekinn 66 þ. 18”. Verð 2290 þ. Tilboð 1.990 þ. Dekurbíll. S. 820 4513. Benz árg. ‘86 með Westfalia-innrétting- um. Uppl. í síma 892 4593. Lotus Elan blæjubíll. Árg. 2000 ek. að- eins 5 þ. km. 5 gíra, ABS, álfelgur, CD, leður, líknarbelgir, loftkæling o.fl. Verð 2.290.000. Ath skipti. FASTEIGNIR HEIMILI HEILSA HÚS NÁM FERÐIR MATUR VIÐBURÐIR BÍLAR ATVINNA FJÁRMÁL TÍSKA NEYTENDUR o.fl. Óbeinar reykingar hættulegar BLS. 3

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.