Fréttablaðið - 18.05.2004, Blaðsíða 47

Fréttablaðið - 18.05.2004, Blaðsíða 47
ÞRIÐJUDAGUR 18. maí 2004 Einn vinsælasti uppistandsgrín-ari heims, Chris Rock, hefur staðfest komu sína til landsins. Hann mun koma hingað á vegum Improv Iceland og kitla hlátur- taugar Íslendinga með beittu gríni sínu. Rock hóf feril sinn sem uppi- standari fyrir 15 árum síðan. Hann fór snemma að koma fram í sjónvarpsþáttum á borð við Comedy Central og Saturday Night Live. Hann sló þó fyrst al- mennilega í gegn í myndunum CB4 og I’m Gonna Git You Sucka. Kvikmyndahlutverkin hafa orðið stærri gegnum tíðina og þekkt- ustu myndir hans eru líklega Dogma, Lethal Weapon 4, Nurse Betty og Down to Earth. Einnig mun David Spade, sem sló í gegn með Chris Farley í Tommy Boy og Black Sheep, vera væntanlegur til landsins. Aðdá- endur þáttanna The Man Show, sem sýndur er á PoppTívi, geta svo glaðst yfir þeim fréttum að umsjónarmaður þeirra Doug Stan- hope er einnig á leiðinni hingað. ■ SPAUG CHRIS ROCK ■ Einn frægasti uppistandari heims og vinsæll kvikmyndaleikari hefur boðað komu sína til Íslands. CHRIS ROCK Er þekktur fyrir að gera stólpagrín að mismunandi hefðum kynþátta. Chris Rock til Íslands Útgáfufélag-ið Bjartur hefur greint frá því að það hafi gert samn- ing við nýjan sakamálahöf- und. Ekki vill forlagið láta uppi að svo stöddu hver höfundurinn er en segir að Arnaldur Ind- riðason hafi fengið verðugan keppinaut fyrir haustið og það eigi eftir að koma mörgum á óvart þegar höfundur- inn stígur fram, því maðurinn sé fullskapaður sakamálahöfundur frá fyrstu bók. Jafnframt segir í tilkynningu: „Höfundurinn er þekktur fyrir allt annað en sakamálasöguskrif en halda mætti af þroskuðum handtökunum að maðurinn hafi ekki gert margt annað um ævina en að hrella lesendur með óvænt- um snúningum og háspennu af besta tagi.“ Tilkynningin hefur vakið miklaathygli, svo ekki sé minna sagt, og ýmsar getgátur eru uppi um hver þetta gæti verið. Það eina sem vitað er með vissu er að þetta er mjög fjölhæf manneskja, búsett í raunheimum, sem þekkt er fyrir margt annað en að skrifa glæpasögur. Þetta ku þó ekki vera Árni Johnsen, sem hef- ur greint frá því að hann hafi nokkrar óútgefnar bæk- ur í handraðanum, þó svo að sumir hafi orðið til að geta sér þess til að hann sé hinn nýi keppinautur Arnalds. Árni er samt ágætis kandí- dat þar sem hann er mjög fjölhæfur á sviði listanna og er þekktari fyrir tilþrif sín á gítarnum og í högglistinni, auk stjórnmálaferils síns, en fyrir skáldsögur sínar. Þeir sem efast um Árna sem saka- málahöfund hafa þó getið þess að hann hafi ákveðna reynslu af ís- lenskum sakamálum sem gæti nýst á ritvellinum. Frekari tíðinda er því að fréttaúr búðum Bjartsmanna þegar líður á sumarið enda eru þeir ekk- ert frekar að einbeita sér að jóla- markaðnum víðfræga, heldur sýna að það er hægt að gefa út bækur hvenær sem er ársins. ■ FRÉTTIR AF FÓLKI

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.