Fréttablaðið - 18.05.2004, Blaðsíða 45

Fréttablaðið - 18.05.2004, Blaðsíða 45
ÞRIÐJUDAGUR 18. maí 2004 T ilb o ð in g ild a ti l 1 .6 . 2 00 4 G O T T F Ó LK M cC A N N · 2 6 4 0 2 Mig langar til að gera eitthvað gott fyrir húðina. 25% HAWAIIAN TROPIC Luxury Body Butter kókoskrem heldur húðinni heilbrigðri. A-, B- og E-vítamín. Body Shimmer gefur húðinni fallega gullna glansáferð. Með E- og A-vítamínum ásamt Aloe Vera. Brúnkukrem fylgir Body Butter eða Body Shimmer. ÓLÍFULAUF Styrkjandi fyrir ónæmiskerfið. SÓLHATTUR Styrkir ónæmiskerfið. Góð vörn gegn vírusum. Á meðan birgðir endast. TÓNLIST Andre Benjamin, öðru nafni Andre 3000 úr rappdúettnum Out- kast, ætlar að leika í nýrri kvikmynd frá framleiðandanum Element Films. Tökur hefjast í New Orleans í september. Myndin gerist um miðjan átt- unda áratuginn og fjallar um vel stæðan tónlistarmann að nafni Val- entine (Benjamin) sem er ástfang- inn af fátækri konu að nafni Chevon. Eiga fjölskyldur þeirra beggja erfitt með að sætta sig við sambandið. „Ég hef haft áhuga á þessu verk- efni lengi,“ sagði Benjamin. „Það er núna að verða að veruleika á hár- réttum tíma á kvikmyndaferli mín- um. Það eru allir mjög spenntir yfir myndinni.“ Benjamin er með mörg járn í eldinum um þessar mundir. Hann hefur undanfarið tekið þátt í gerð teiknimynda á sjónvarpsstöðinni Cartoon Network, hann fer með aðalhlutverkið í kvikmynd um líf gítarhetjunnar Jimi Hendrix og leikur í myndinni Be Cool sem er væntanleg á hvíta tjaldið innan skamms. ■ Á FRUMSÝNINGU Leikkonurnar Mandy Moore, lengst til vinstri, og Heather Matarazzo fara með stór hlutverk í Saved. Michael Stipe var einnig á staðnum ásamt barnastjörnunni Maclauay Culkin. Stjörnufans á frumsýningu SJÓNVARP Aðalleikararnir sex úr gamanþáttunum Friends sem ný- verið luku göngu sinni í Banda- ríkjunum eftir tíu ára sigurgöngu munu koma fram í gestahlutverk- um í The Simpsons snemma á næsta ári. Munu leikaranir ljá samkyn- hneigðum persónum raddir sínar sem munu hitta Simpson fjöl- skylduna á ferðalagi hennar. „Handritshöfundarnir hafa unnið baki brotnu við að búa til hið full- komna handrit fyrir þáttinn,“ sagði talsmaður. „Þátturinn er fyndinn en margir gætu orðið hissa á honum.“ ■ ALICIA KEYS Bandaríska söng- konan Alicia Keys veifar til áhorf- enda á góðgerð- artónleikum til styrktar börnum sem búa í stríðs- hrjáðum löndum. Tónleikarnir, sem voru haldnir í Róm, gengu und- ir nafninu „We are the future“, eða „Við erum framtíðin“. Fjöl- margir kunnir tónlistarmenn komu fram á tón- leikunum. Auk Keys stigu meðal annars á stokk gítarleikarinn Carlos Santana og Julian Marley, sonur reggíkóngs- ins sáluga Bob Marley. AP /M YN D ANDRE 3000 Síðasta plata Outkast, Speakerboxxx/The Love Below, sló rækilega í gegn víða um heim. Andre 3000 hefur fylgt vinsældunum eftir með leik í kvikmyndum. Andre með mörg járn í eldinum Samkynhneigðir Vinir í Simpsons FRIENDS Þættirnir luku göngu sinni í Bandaríkjun- um nýverið eftir tíu ára sigurgöngu. KVIKMYNDIR Mikill stjörnufans var á frumsýningu kvikmyndarinnar Saved í Los Angeles á dögunum. Barnastjarnan Macaulay Culkin, sem sló í gegn í Home Alone, fer með hlutverk í myndinni. Er þetta önnur myndin sem hann leikur í á síðustu tíu árum eða síðan hann fór með eitt aðalhlutverkanna í Getting Even With Dad. Þess má geta að Michael Stipe, söngvari hljómsveitarinnar R.E.M., er einn af framleiðendum myndarinnar og var hann vitaskuld viðstaddur frumsýninguna. ■ AP /M YN D

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.