Fréttablaðið - 18.05.2004, Blaðsíða 2
■ LÖGREGLUFRÉTTIR
2 18. maí 2004 ÞRIÐJUDAGUR
„Nei. LÍN er svín.“
Jarþrúður Ásmundsdóttir er formaður Stúdenta-
ráðs Háskóla Íslands. Hún segir að námslán komi
til með að hækka allt of lítið næsta haust.
SPURNING DAGSINS
Jarþrúður, er LÍN ekkert grín?
Hótaði fólki með
hnífinn á lofti
Vopnaður ræningi ruddist inn í bankaútibú SPRON í Mjóddinni um
klukkan tvö í gær og komst á brott með fjármuni. Klukkutíma eftir
ránið var maður fæddur árið 1987 handtekinn.
RÁN Maður réðst vopnaður hnífi
í bankaútibú SPRON í Mjódd-
inni rétt fyrir klukkan tvö í gær.
„Ungur karlmaður var handtek-
inn í Seljahverfi tæpum klukku-
tíma eftir ránið,“ segir Karl
Steinar Valsson hjá lögreglunni
í Reykjavík. Lögregluvakt var
við allar helstu umferðaræðar
frá Mjóddinni eftir ránið.
Karl Steinar segir að ekki
hafi verið útilokað að fleiri en
einn hafi staðið að ráninu. „Það
kom einn maður inn í bankann.
Hann ógnaði fólki og hafði uppi
hótanir með hníf á lofti.“ Hnífur
fannst rétt hjá vettvangi um
klukkan þrjú og telur lögreglan
nokkuð víst að sami hnífur hafi
verið notaður við ránið. Maður-
inn sem var handtekinn er
fæddur árið 1987. Hann hafði
ekki játað ránið þegar blaðið fór
í prentun í gærkvöldi.
„Þetta er verulega óhugnan-
legt og við höfum áhyggjur af
vinkonum okkar hérna hinum
megin við vegginn,“ sagði
Rebekka Björgvinsdóttir,
starfsmaður ÁTVR í Mjóddinni,
skömmu eftir ránið í gær. Hún
segist fyllast óhug þegar hún
hugsar til þess að ræninginn
gæti hafa verið inni í áfengis-
versluninni til að kanna aðstæð-
ur. Aldrei sé að vita hvaða banki
eða verslun verði næst fyrir
barðinu á ræningjum.
Kristján Bjarnar Þórarinsson
segist hafa séð ungan strákling
á hlaupum þegar hann var að
leggja bílnum sínum fyrir utan
verslunarmiðstöðina. Hann hafi
verið með gráa hettu fyrir and-
litinu með götum fyrir augun,
þá hafi hann líka verið með
rauða húfu á höfðinu. „Ég hélt
að þetta væri eitthvert grín þeg-
ar ég sá hann hlaupa svona
klæddan. Það var fullt af fólki
sem sá hann,“ segir Kristján
Bjarnar.
hrs@frettabladid.is
Hafbjörg ST 77 sökk í Bjarnarfirði:
Mágur minn kom okkur til bjargar
MANNBJÖRG „Ég var sofandi
í koju og vaknaði þegar
báturinn fór upp á sker.
Það síðasta sem ég sá af
bátnum var þegar allt
nema stefnið var komið á
kaf,“ segir Magnús Gúst-
afsson, skipstjóri og eig-
andi Hafbjargar ST 77 sem
sökk í Bjarnarfirði á
Ströndum í fyrrinótt.
Magnúsi og svila hans var
bjargað um borð í Guð-
mund Jónsson ST 17 af
mági Magnúsar og áhöfn
bátsins.
Magnús segir fyrstu viðbrögð
sín hafa verið að athuga botn báts-
ins og sá hann þar hvar vélarrúm-
ið var að fyllast af sjó.
Skipverjar sendu út neyð-
arkall og gerðu björgun-
arbátinn kláran. Skömmu
síðar var báturinn farinn
að halla og ekkert annað
að gera en að koma sér frá
borði. Á björgunarbátnum
rak þá félaga meðfram
skeri innar í firðinum.
Þeir fóru upp á skerið og
biðu hjálpar. „Þegar við
sáum bátinn koma fórum
við aftur um borð í björg-
unarbátinn og rerum á
honum í bátinn sem kom okkur til
hjálpar. Það var enginn tími til að
vera hræddur. Við komumst við
góðan leik í hinn bátinn og blotnuð-
um ekki einu sinni.“
Magnús hefur átt bátinn síðan
árið 2001 og voru þeir félagar á grá-
sleppuveiðum. ■
Meiðyrðamál gegn for-
sætisráðherra:
Verða ekki
viðstaddir
DÓMSMÁL Meiðyrðamál Jóns Ólafs-
sonar kaupsýslumanns gegn Dav-
íð Oddssyni forsætisráðherra var
tekið fyrir í Héraðsdómi Reykja-
víkur í gær. Jón höfðaði málið
vegna ummæla sem Davíð lét
falla í fjölmiðlum um sölu Jóns á
eigum sínum á Íslandi.
Sigríður Rut Júlíusdóttir, lög-
maður Jóns, lagði fram sókn í
málinu í gær en lögmaður Dav-
íðs hafði áður skilað greinar-
gerð vegna málsins. Lögmaður
Davíðs tilkynnti að hvorki hann
né Davíð yrðu viðstaddir máls-
meðferðina. ■
DAVÍÐ ODDSSON
Vonast til að tillögur um skattalækkanir
verði lagðar fram á vorþingi.
Skattalækkanir:
Tillögur fyr-
ir þingflokka
SKATTAR Að loknum fundi þeirra
Davíðs Oddssonar forsætisráð-
herra og Halldórs Ásgrímssonar
utanríkisráðherra í Stjórnar-
ráðinu í gær sagðist Davíð vona
að hægt yrði að leggja tillögur um
skattalagabreytingar fyrir þing-
flokka stjórnarflokkanna nú í vor
og í framhaldinu fyrir þingið.
Hann átti hins vegar ekki von á
því að skattabreytingar yrðu fest-
ar í lög á vorþinginu.
Í stefnuyfirlýsingu ríkisstjórn-
arinnar segir að skattalækkanir
verði ákveðnar í tengslum við
kjarasamninga. ■
Framtíðin
kostar 1,5
milljarða
KEFLAVÍK Líklega þarf að fram-
kvæma fyrir 1,5 milljarða króna
til að mæta brýnustu þörf Íþrótta-
félags Keflavíkur. Þetta segir í
skýrslu um framtíðarsýn félags-
ins. Þar vegi bygging 50 metra
innisundlaugar þyngst. Þá þykir
nauðsynlegt að fimleikadeild fé-
lagsins fái eigin sal til afnota.
Þarfir flestra deildanna leysist
við innra starf félagsins. ■
FRÁ SETNINGU ALÞINGIS
Áhugamenn um lýðræði boða til mót-
mæla á Austurvelli á miðvikudaginn. Hóp-
urinn hvetur alla til að mæta á völlinn og
sýna ráðamönnum rauða spjaldið. Vonast
er eftir stuttum en kröftugum mótmælum.
Fjöldafundur Áhugahóps
um lýðræði:
Ráðamenn
fá rauða
spjaldið
MÓTMÆLI „Lýðræðið byggist á um-
ræðu, gagnsæi, ábyrgð, virðingu
og trausti. Íslensk stjórnvöld snið-
ganga lýðræðislega umræðu í
hverju málinu á fætur öðru og
beita handafli til að koma fram
málum. Írak, útlendingalög, um-
hverfismál, öryrkjar, réttindi
launafólks, Hæstiréttur, Umboðs-
maður Alþingis, kærunefnd jarn-
réttismála, og nú síðast fjölmiðlar.
Nú er mælirinn meira en fullur.
Leikreglur lýðræðisins eru ekki
virtar,“ segir í bréfi áhugahóps
um lýðræði til fjölmiðla. Hópur-
inn boðar til mótmæla á Austur-
velli á hádegi í dag. ■
Mænusótt:
Stöðva má
útbreiðslu
GENF, AP Alþjóðaheilbrigðisstofn-
unin (WHO) telur að hægt sé að
stöðva útbreiðslu mænusóttar
fyrir lok ársins. Skilyrði þess sé
þó að farið verði í bólusetningar-
herferðir í Nígeríu og Níger.
Í fjórum af þeim sex löndum
þar sem mænusótt er landlæg,
Egyptalandi, Pakistan, Afganistan
og Indlandi, er áætlað að ráða nið-
urlögum sjúkdómsins fyrir lok
ársins. Í Nígeríu og Níger þarf að
ráðast í frekari aðgerðir.
„Það getur alveg brugðið til
beggja vona. Það er hugsanlegt að
eftir að árið er liðið muni aldrei
aftur barn smitast af mænusótt.
Við gætum þó líka séð hræðilegan
faraldur, sem myndi skilja þús-
undir barna eftir lamaðar,“ segir
Bruce Aylward, yfirmaður mænu-
sóttardeildar WHO. ■
ÁREKSTUR Á AKUREYRI Fólksbíl
var ekið í veg fyrir annan við
Glerártorg á Akureyri klukkan
rúmlega fimm í gær. Ökumaður
annars bílsins og farþegi hins
kvörtuðu undan eymslum. Lög-
reglan á Akureyri taldi árekstur-
inn ekki hafa verið harðan og eru
bílarnir ekki taldir ónýtir. ■
MANNRÁN Starfsmanni ræstinga-
fyrirtækisins ISS var rænt af
tveimur innbrotsþjófum sem
komu að honum við störf á
Reykjavíkurflugvelli milli fimm
og sex í gærmorgun.
Starfsmaðurinn var læstur
inni á skrifstofu meðan þjófarn-
ir stálu tveimur flötum tölvu-
skjám og einum flötum sjón-
varpsskjá. Næst fluttu þeir
manninn nauðugan með sér upp
í Seljahvefi, þar sem hann var
skilinn eftir. Maðurinn hlaut
engin meiðsl af meðferðinni.
Guðmundur Guðmundsson,
framkvæmdastjóri ISS, segir
starfsmanninn hafa farið að
öryggistilmælum ISS og sleppt
öllum hetjuleik. „Næsti yfir-
maður og starfsmannastjóri
fyrirtækisins hittu hann.
Honum var mjög brugðið og
var boðin áfallahjálp,“ segir
Guðmundur.
Öryggismyndavél náði atvik-
inu á mynd og fer lögreglan í
Reykjavík með rannsókn máls-
ins. Hún þekkir ekki til mann-
anna. ■
BJARNARNES
Hafbjörg ST 77 sökk eftir að hafa lent á
skeri í innsiglingunni að Hólmavík.
MAGNÚS
GÚSTAFSSON
Magnús segir engan
tíma hafa verið fyrir
hræðslu.
M
YN
D
IR
/J
B
A
LÖGREGLUMENN SKOÐA RÁNSVETTVANG
Hnífur fannst skammt frá vettvangi og telur lögregla að sami hnífur hafi verið
notaður í ráninu.
REBEKKA BJÖRGVINSDÓTTIR
OG BIRGIR AXELSSON
Birgi og Rebekku var brugðið og höfðu
áhyggjur af vinkonum sínum hjá SPRON.
Öryggismyndavél náði innbrotsþjófunum á mynd:
Mannrán á
Reykjavíkurflugvelli
FR
ÉT
TA
B
LA
Ð
IÐ
/R
Ó
B
ER
T
FR
ÉT
TA
B
LA
Ð
IÐ
/E
IN
AR
Ó
LA