Fréttablaðið - 18.05.2004, Blaðsíða 17

Fréttablaðið - 18.05.2004, Blaðsíða 17
17ÞRIÐJUDAGUR 18. maí 2004 HVALVEIÐAR Rúmum 106 milljónum króna var veitt til kynningar á mál- stað Íslands í hvalveiðimálum á ár- unum 1998-2003. Þetta kom fram í svari Árna Mathiesen sjávarútvegs- ráðherra við fyrirspurn Kolbrúnar Halldórsdóttur, þingmanns Vinstri grænna. Rúmar 69 milljónir fóru í al- mannatengsl og ráðgjöf, tæpar 20 milljónir í ferðakostnað, rúmlega ein milljón í risnu, 16 milljónir í laun og önnur útgjöld námu samtals 205 þúsundum króna. Enn fremur kom fram í svari sjávarútvegsráðherra að mál- staður Íslands í hvalveiðimálum hafi verið kynntur bæði gagnvart stjórnvöldum og fjölmiðlum víða um heim. Þá hafi málið verið tekið upp í viðræðum við stjórnvöld er- lendra ríkja við ýmis tækifæri, auk þess að málstaður Íslendinga hafi verið kynntur forráðamönnum ým- issa fyrirtækja sem stunda verslun við Ísland. ■ GEGN SAMKYNHNEIGÐUM Sífellt skýrari línur eru í Bandaríkjunum milli þeirra sem eru fylgjandi hjónabönd- um samkynhneigðra og hinna sem telja ekkert nema neikvætt við þau. Mótmæla- göngur eru afar algengar í stærstu borgum landsins þessa dagana. Taívan: Forsetanum hótað PEKING, AP Nýendurkjörinn for- seti Taívans, Chen Shui-bian, fékk kaldar kveðjur frá kín- verskum stjórnvöldum í gær. Þar var sagt að forsetinn boðaði „vond örlög“ auk þess sem því var hótað að allar tilraunir Taí- vana til þess að auka sjálfstæði sitt yrðu bældar niður. „Taívönsk yfirvöld geta valið um tvær leiðir sem eru fram und- an. Önnur er að snúa strax við á hættulegri brautinni í átt til sjálf- stæðis,“ sagði í tilkynningu frá stjórnvöldum. „Hin er að leika sér að eldinum með því að halda áfram aðskilnaðarstefnu gagn- vart afganginum af Kína og mæta í framhaldinu af því eyði- leggingu þjóðarinnar.“ ■ HEILBRIGÐISMÁL Fjórir þingmenn Sjálfstæðisflokks hafa lagt fram tillögu til þingsályktunar um könnun á aðdraganda og ávinningi af sameiningu sjúkrahúsanna í Reykjavík. Samkvæmt henni verður fjár- málaráðherra falið að skipa nefnd er kanni hvernig hagnað- ur af sameiningu sjúkrahús- anna í Reykjavík í lok níunda og á tíunda áratugnum var áætlaður. Sérstaklega verði kannað hvernig áætlaður var hagnaður af sameiningu Landa- kotsspítala og Borgarspítala og síðan af sameiningu Sjúkrahúss Reykjavíkur og Landspítala í núverandi Landspítala - há- skólasjúkrahús. Einnig kanni nefndin hvers vegna ekki var gengist í upp- setningu kostnaðargreiningar- kerfa, eins og DRG-kerfisins, fyrir sameininguna og hvers vegna ekki var þegið boð um faglega og fjárhagslega aðstoð við að þróa og byggja upp DRG- kerfið, sem nú er að verða full- þróað innan Landspítala - há- skólasjúkrahúss, einkum þegar kerfið hafði á þeim tíma, það er fyrir tuttugu árum, verið notað víða. ■ Tyrkland: Sprengingar í tveim borgum TYRKLAND, AP Fjórar sprengjur sprungu við tvær breskar banka- stofnanir í Ankara og Istanbúl í Tyrklandi snemma í gærmorgun. Sprengjurnar sprungu skömmu áður en von var á Tony Blair, for- sætisráðherra Bretlands, til landsins. Enginn slasaðist í sprengingunum en skemmst er að minnast sprengjutilræðis í Istanbul sem varð sextíu manns að bana. Tony Blair hyggst ásamt öðrum leiðtogum sækja fund í Tyrklandi þar sem meðal annars verður fjallað um varnir gegn hryðjuverkum. ■ Fulltrúaþing SÍ: Samþykkt um eftirlaun mótmælt STJÓRNMÁL Fulltrúaþing Sjúkra- liðafélags Íslands mótmælir harðlega siðleysi Alþingis sem birtist í samþykkt meirihluta þess um eftirlaun forsætiráð- herra, ráðherra og þingmanna. Með samþykkt sinni staðfesti þingið með ótrúlegum hætti við- horf sitt til þjóðarinnar og stað- festir aðskilnað almennings, þings og þjóðar. Fulltrúaþing félagsins harmar þá augljósu staðreynd að sann- færing formanna stjórnarand- stöðuflokkanna skuli föl fyrir au- virðilega Júdasarpeninga, að því er segir í ályktun fulltrúaþingsins frá 14. og 15. maí síðastliðnum. ■ HVALVEIÐIBÁTUR 106 milljónum króna var veitt til kynningar á málstað Íslands í hvalveiðimálum á árunum 1998-2002. Málstaður Íslands í hvalveiðimálum kynntur: Kostnaður 106 milljónir SAMEINING KÖNNUÐ Fjórir þingmenn Sjálfstæðisflokksins; Lára Margrét Ragnarsdóttir, Einar Oddur Krist- jánsson, Drífa Hjartardóttir og Guðlaugur Þór Þórðarson, vilja að fram fari könnun á aðdraganda og ávinningi af sameiningu sjúkrahúsanna í Reykjavík. Fjórir þingmenn Sjálfstæðisflokks: Sameining sjúkra- húsa verði könnuð FR ÉT TA B LA Ð IÐ /G VA

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.