Fréttablaðið - 18.05.2004, Blaðsíða 41

Fréttablaðið - 18.05.2004, Blaðsíða 41
■ ■ KVIKMYNDIR  20.00 Kvikmyndasafn Íslands sýnir sænsku kvikmyndina Ole dole doff eftir Jan Troell. Sýningin verður að vanda í Bæjarbíói, Strandgötu 6, Hafnarfirði. ■ ■ TÓNLEIKAR  20.30 Vortónleikar Kórs Hjalla- kirkju verða í Hjallakirkju, Kópavogi. Ein- söngvarar eru Erla Björg Káradóttir sópran, Kristín R. Sigurðardóttir sópran og Gunnar Jónsson bassi. Undirleikari er Katalin Lörincz og söngstjóri Jón Ólafur Sigurðsson. ■ ■ FUNDIR  20.00 Ung vinstri-græn á Akureyri efna til opins fundar um menntamál undir yfirskriftinni “Mennt er máttur”. Katrín Jakobsdóttir ræðir um sam- ræmd stúdentspróf, styttingu náms til stúdentsprófs, háskólastigið og önnur menntamál á Café Amour við Ráðhús- torg. Á eftir verða umræður og fyrir- spurnir. ■ ■ SAMKOMUR  12.10 Rakel Pétursdóttir verður með leiðsögn í hádeginu í Listasafni Ís- lands um sýninguna Í nærmynd/Close- up, bandarísk samtímalist. Upplýsingar um viðburði og sýningar sendist á hvar@frettabladid.is ekki síð- ar en sólarhring fyrir birtingu. ÞRIÐJUDAGUR 18. maí 2004 HVAÐ? HVENÆR? HVAR? 15 16 17 18 19 20 21 Þriðjudagur MAÍ Vatnslitirnir eru yndislegt ogtært efni,“ segir Björg Þor- steinsdóttir myndlistarmaður, sem um síðustu helgi opnaði sýn- ingu á vatnslitamyndum sínum í sal Íslenskrar grafíkur. „Og svo spilar pappírinn alltaf inn í, til dæmis hvernig liturinn rennur á pappírnum, hvernig pappírinn er á litinn og hvað hann er þykkur.“ Björg kallar sýningu sína Streymi og sýnir þar 27 vatnslita- myndir, allar unnar á síðasta ári. „Ég er mikið að vinna með bárur og sjó og vatn. Sýningin heitir kannski Streymi þess vegna, og svo líka kannski vegna þess að ég hafði góða aðstöðu í Straumi og notaði nokkra mánuði til þess að sökkva mér ofan í vatnlitinn. Svo streymir líka vatnsliturinn úr penslinum með vatninu. Þetta eru líka áhrif frá sjónum. Þegar ég var að keyra í Straum á morgnana var sjórinn svo mismunandi á litinn.“ Björg lauk námi frá Handíða- og myndlistaskóla Íslands árið 1964 og stundaði framhaldsnám við listaháskóla í Stuttgart og París. Á ferli sínum hefur hún málað, teiknað, unnið í grafík og gert collage-verk, haldið yfir 30 einkasýningar og tekið þátt í fjölda alþjóðlegra samsýninga víða um heim. „Þessar myndir eru stærri en ég hef verið með áður. Vatnslit- urinn er gegnsær þannig að eitt lagið skín í gegnum annað og þá myndast margir litatónar eftir því sem maður bætir fleiri litum ofan á.“ Björg segist komast í hálfgert hugleiðsluástand þegar hún er að vinna að myndum sínum. „Þær koma bara til manns sjálfar einhvern veginn. Fólk seg- ir mér líka að það þurfi að staldra svolítið lengi við til þess að upp- lifa þær.“ ■ BJÖRG ÞORSTEINSDÓTTIR Sýnir vatnslitamyndir í sal Íslenskrar grafíkur, norðanmegin í Hafnarhúsinu. ■ LISTSÝNING FR ÉT TA B LA Ð IÐ /S TE FÁ N Kemst í hálfgert hugleiðsluástand Í tilefni þrjátíu ára starfs-afmælis Guðnýjar Guðmunds- dóttur fiðluleikara sem 1. konsertmeistara Sinfóníuhljóm- sveitar Íslands verður þetta kvöld Listahátíðar í Reykjavík helgað henni. Guðný mun, ásamt Gunnari Kvaran eiginmanni sín- um og Nínu Margréti Grímsdótt- ur píanóleikara, frumflytja tvö ný íslensk verk; Sameindir, dúó fyrir fiðlu og selló eftir Karólínu Eiríksdóttur og Sónötu nr. 2 eftir Áskel Másson. Guðný mun einnig flytja Árstíðirnar eftir Vivaldi ásamt nemendum sínum í Lista- háskólanum og í Tónlistarskólan- um í Reykjavík. Sjálf valdi Guð- ný verkin sem verða á dagskrá og segist hún hafa talið það við hæfi að spila með nemendum sín- um, þar sem þessi tímamót marka ekki einvörðungu 30 ára starfsafmæli sem fiðluleikari og konsertmeistari, heldur einnig sem kennari. „Nemendurnir sem spila með mér eru allt núverandi nemend- ur, frá 14 ára upp í rúmlega tví- tugt. Svo kemur einn fyrrver- andi nemandi, Ari Þór Vilhjálms- son, sem útskrifaðist frá mér fyrir þremur árum, sérstaklega heim frá Bandaríkjunum til að vera konsertmeistari. Æfingar hafa gengið rosalega vel og krakkarnir leggja sig ofsalega fram. Það er ekki síðra að spila með þeim en með harð- prófessional fólki,“ segir Guðný. Hún spilaði í fyrsta skipti sem konsertmeistari á Lista- hátíð fyrir þrjátíu árum og seg- ist því hafa orðið mjög glöð þeg- ar henni var boðið að spila á listahátíð í ár. Tónleikarnir verða í Íslensku óperunni og hefjast klukkan 20. ■ Þrjátíu ár á fiðlunni GUÐNÝ GUÐMUNDSDÓTTIR Heldur upp á 30 ára starfsafmæli sem fiðluleikari, konsertmeistari og kennari með tónleikum í Íslensku óperunni í kvöld. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /H AR I ■ LISTAHÁTÍÐ

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.