Fréttablaðið - 18.05.2004, Blaðsíða 16

Fréttablaðið - 18.05.2004, Blaðsíða 16
16 18. maí 2004 ÞRIÐJUDAGUR SKÝRSLA KYNNT Ný skýrsla Matvæla- og landbúnaðarstofn- unar Sameinuðu þjóðanna bendir til að fátt neikvætt sé við erfðabreytt matvæli og mælt er með frekari ræktun. Gríðarleg fjölgun flugvéla í lofthelgi Evrópu: Öryggi flugfarþega minnkar FERÐALÖG Umferð flugvéla lágfar- gjaldaflugfélaga í lofthelgi Evrópu er orðin svo mikil að innan tíu ára verður álagið orðið of mikið fyrir flugumferðarkerfi í flestum lönd- um. Breska blaðið Guardian skýrir frá þessu en ástæðan er að fljótlega verður birt skýrsla um flugslysið sem varð rúmlega 70 manns að bana í Þýskalandi fyrir tveimur árum. Talið er fullvíst að skýrslan stað- festi sök flugumferðarstjórnar á því svæði sem slysið varð. Það er Eurocontrol í Brussel sem hefur yfirumsjón með flug- taki, flugi og lendingum yfir 29 þúsund flugvéla í evrópskri loft- helgi hvern einasta dag og talan fer hækkandi. Forstöðumaður þess hefur látið hafa eftir sér að um- ferðin sé slík að núverandi flug- umferðarkerfi muni innan áratugs ekki valda álaginu og nútíma tækni bjóði ekki upp á fullkomnari lausn en nú er notuð. Lágfargjalda- flugfélög hafa litlar áhyggjur af stöðu mála en flest hafa þau borið víurnar í hin nýju ríkjum Evrópu- sambandsins enda gefst nú ótak- markaður aðgangur að fleiri hund- ruðum borga og bæja sem áður stóðu ekki til boða. Hefur Euro- control vitneskju um að öryggi flugfarþega er ekki tryggt í loft- helgi þriggja af þeim nýju löndum sem skipa sambandið. ■ Samanburður við Breta villandi Samanburður Ríkisendurskoðunar á Landspítala og breskum sjúkra- húsum er í veigamiklum atriðum villandi og óraunhæfur. Þetta er mat starfshóps Landspítala sem rýnt hefur í skýrslu Ríkisendurskoðunar. HEILBRIGÐISMÁL Starfshópur á vegum Landspítala - háskóla- sjúkrahúss, sem hefur skilað skýrslu um skýrslu Ríkisend- urskoðunar um s a m e i n i n g u sjúkrahúsa frá nóvember 2003, telur að saman- burður LSH við bresk sjúkrahús sé í sumum at- riðum villandi eða óraunhæfur. Starfshópurinn telur skýrslu Ríkisendurskoðunar mjög gagn- lega og mörg jákvæð atriði að finna í henni. Hins vegar gerir hópurinn at- hugasemdir við nokkur atriði sem gefi „villandi niðurstöður“. Hann bendir á að ekki sé hægt að bera saman hráar tölur úr rekstri og starfsemi fyrir árið 1999 og 2002 vegna breyt- inga á þessum tíma og nefnir dæmi máli sínu til stuðnings. Þá hafi greiðsla fyrir S-merkt lyf verið flutt frá Tryggingastofnun til LSH á árinu 2001. Hún sé ekki með í rekstrartölum spítal- anna 1999 en sé innifalin 2002. Ríkisendurskoðun noti al- menna launavísitölu og neyslu- verðsvísitölu til að bera saman kostnað milli áranna 1999 og 2002, sem sé ósanngjarnt að mati starfshópsins. Enn fremur gerir starfshóp- urinn sérstakar athugasemdir við samanburð milli LSH og breskra sjúkrahúsa. Ástandinu í Bretlandi sé lýst þannig að það standist ekki samanburð við önnur vestræn lönd hvað snerti dánartíðni og árangur, til dæmis hvað varði krabbamein og hjartasjúkdóma. Starfshópurinn bendir á vill- andi samanburð í afköstum starfsfólks LSH og starfsfólks bresku sjúkrahúsanna. Í þeim samanburði séu ýmist notuð há- skólasjúkrahús í og utan London, svo og bráðasjúkrahús utan London. Starfshópurinn telur að helst sé hægt að nota háskólasjúkrahús utan London við þennan samanburð, þar sem starfsemi sé hvað næst því að vera sambærileg. Sé kafað dýpra í tölur slíkra sjúkrahúsi komi LSH ekki illa út í saman- burði hvað varði hlutfallslega fjölda starfsmanna eftir starfs- stéttum. Loks bendir starfshópurinn á villandi samanburð hvað varði fjölda meðferða á LSH og bresku sjúkrahúsunum. „Sé hin- um mismunandi meðferðum gefið vægi við þennan saman- burð verði niðurstaða hans sú, að afköst starfsmanna LSH séu í góðu lagi, rúmanýting alveg við- unandi og gæði þjónustu meiri í 90% tilvika.“ jss@frettabladid.is Bandaríkjastjórn: Ódýr lyf gegn alnæmi WASHINGTON, AP Bandarísk stjórnvöld hafa heitið því að koma á markað ódýrum lyfjum við alnæmi til milljóna manna í þróunarlöndunum. Þetta er kúvending í afstöðu yfirvalda, sem hafa verið gagnrýnd fyrir að hafa engan áhuga á þessu al- varlega vandamáli. Bandaríkjastjórn mun beita sér fyrir því að örugg og árang- ursrík lyf verði sett á markað til þeirra fjórtán landa í heiminum þar sem ástandið er verst. Tólf þessara landa eru í Afríku og tvö í Karíbahafi. ■ GORDANA DJINDJIC-FILIPOVIC Ráðist var á systur forsætisráðherrans myrta Zoran Djindjic. Ráðist á systur Djindjic: Sprautuð með eitri BELGRAD, AP Ráðist var á systur fyrrverandi forsætisráðherra Serbíu, Zoran Djindjic, sem myrt- ur var á síðasta ári. Tveir óþekkt- ir menn réðust inn á heimili syst- urinnar, Gordönu Djindjic-Fil- ipovic, og sprautuðu hana með róandi lyfjum. Djindjic-Filipovic fannst með- vitundarlaus og var samstundis flutt á sjúkrahús. Í blóðsýni sem tekið var fannst lítið magn þekkts róandi lyfs. Ekki er talið að um morðtilraun hafi verið að ræða. Réttarhöld í morðmáli Zorans Djindjic standa nú yfir. Fjöl- skylda hans hefur mátt sæta hót- unum, jafnvel um dauða, ef ákæra á hendur einum sakborninganna verði ekki dregin til baka. ■ Hækkun atvinnuleysisbóta: Leiðrétting ALÞINGI Í frétt blaðsins í gær um breytingar á fjárhæðum atvinnu- leysisbóta var misfarið með bótafjárhæðir. Hámarksbætur at- vinnuleysistrygginga eru nú 3.681 króna á dag en verða 4.096 krónur á dag frá og með 1. mars 2004 að telja. Hámarksbætur á mánuði verða því eftir hækkun 88.767 krónur á mánuði. Hækkunin nem- ur 11,3%. ■ Net aðstoðarmanna upprætt: Tugir handteknir ALSÍR, AP Tugir manna voru hand- teknir í aðgerðum gegn hugsan- legum andspyrnumönnum í aust- urhluta Alsírs í gær. Bæði lög- regla og hermenn tóku þátt í að- gerðunum, sem miðuðu að því að rífa niður meint stuðningsnet her- skárra múslíma. Í hópi þeirra sem voru hand- teknir voru meðal annars bændur, fjárhirðar og verslunarmenn. Heimildir hersins hermdu að þessir aðilar hefðu gefið föt, mat, lyf og peninga til herskárra mús- lima og veitt þeim upplýsingar um störf hersins. ■ KVIKMYNDAGERÐARMAÐURINN MICHAEL MOORE Hvíta húsið reyndi að stöðva dreifingu á nýjustu mynd kappans. Michael Moore harðorður: Reynt að banna mynd hans KVIKMYNDIR Kvikmyndagerðar- maðurinn Michael Moore segir að háttsettir menn innan Hvíta húss- ins hafi beitt þrýstingi til að koma í veg fyrir að nýjasta mynd hans færi í almennar sýningar í Banda- ríkjunum. Þetta lét hann hafa eft- ir sér á blaðamannafundi í Cannes en mynd hans Fahrenheit 9/11 var frumsýnd þar í gærkvöldi. Í myndinni fer hann háðulegum orðum um forseta Bandaríkjanna sem fyrr en sýnir fram á tengsl milli Bush-fjölskyldunar og hryðjuverkamannsins Osama Bin Laden. ■ NÝ BOEING Í FRAMLEIÐSLU Stærri og hraðskreiðari vélar breyta engu nema til komi ný tækni í flugumferðar- stjórn. SAMANBURÐUR „Sé hinum mismunandi meðferðum gefið vægi við þennan samanburð verði niðurstaða hans sú, að afköst starfsmanna LSH séu í góðu lagi, rúmanýting alveg viðunandi og gæði þjónustu meiri í 90% tilvika,“ segir í skýrslu starfshóps LSH. ■ Starfshópurinn bendir á vill- andi saman- burð í afköstum starfsfólks LSH og starfsfólks bresku sjúkra- húsanna. ■ LÖGREGLUFRÉTTIR ÁREKSTUR Á AKUREYRI Fólksbíl var ekið í veg fyrir annan við Glerártorg á Akureyri klukkan rúmlega fimm í gær. Ökumaður annars bílsins og farþegi hins kvörtuðu undan eymslum. Lög- reglan á Akureyri taldi árekstur- inn ekki hafa verið harðan og eru bílarnir ekki taldir ónýtir.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.