Fréttablaðið


Fréttablaðið - 12.03.2004, Qupperneq 28

Fréttablaðið - 12.03.2004, Qupperneq 28
matur o.fl. Vikulegur blaðauki Fréttablaðsins um mat og drykk Ritstjórn: sími 515 7500 – netfang: matur@frettabladid.is. Auglýsingar: sími 515 7500 – netfang: auglysingar@frettabladid.is Bílar o.fl... LAUGARDAGAR Sólveig Hákonardóttir, móttöku-stjóri á 101 Hótel, er nýkomin heim eftir 10 ára ævintýralega veru víða um heim. Sólveig er mik- il áhugamanneskja um mat og mat- armenningu og sannarlega liðtæk í matargerðinni sjálf því hún er í tveimur matarklúbbum. En fyrst um dvölina á exótískum stöðum í útlöndum: „Í Dóminíkanska lýðveldinu var ég veitingastjóri á skemmtiferða- skipi sem var með daglegar sigl- ingar til Puerto Plata og Bay of Samanah. Í Nassau á Bahama- eyjum sá ég um daglegan rekstur á litlu íbúðahóteli ásamt öðrum á Paradise Island,“ segir Sólveig. „Og í Svíþjóð og Osló vann ég við farseðlasölu. Þetta var 10 ára ógleymanlegt ævintýr. En svo fékk ég líka dýrðlega lendingu hér heima sem móttökustjóri á þessu fallega hóteli í hjarta borgarinn- ar.“ Annan matarklúbinn kallar Sól- veig fiskiklúbbinn og hinn Glúntr- urnar. „Í fiskiklúbbnum erum við 5-6 gamlar vinkonur sem höfum hist í um það bil í 17 ár annan hvern mánuð. Við erum eingöngu með fisk á borðum og höfum þetta einfalt og gott. Ég reyndi alltaf að slá í fiskiklúbb þegar ég var á landinu. Í Glúntraklúbbnum hitt- umst við sex Hringssystur einu sinni í mánuði, í hádeginu á laugar- dögum, og erum að fram að kvöld- mat. Þetta höfum við gert í 16 ár, nema á sumrin. Glúntrurnar fara líka stundum saman í utanlands- ferðir og við höfum til dæmis farið í „julefrokost“ til Kaupmannahafn- ar. Í ár stendur til að fara til Ítalíu í september og til Kaupmanna- hafnar síðast í nóvember. Það verður ekki leiðinlegt,“ segir Sól- veig og er sannarlega ekki rengd um það. Sólveig gefur uppskrift að ljúf- fengum Glúntra-gellum og kal- oríusúkkulaðibombu. ■ GLÚNTRAGELLUR 800 g gellur Ólífuolía, salt, pipar, fiskikrydd og dill blandað saman í skál og gellurnar settar út í (marínerað í 1–2 daga). 1 eggi bætt út í, blandað vel saman, hveiti og haframjöl hrært saman við þangað til deigið verður eins og orly- deig. Gellunum velt upp úr deiginu og „sprö“-steikt í ólífuolíu og ósöltu smjöri. Meðlæti Gott er að bera með bakaða, blandaða lauka á salatbeði og smjörsteikt grænt, til dæmis belgjabaunir, vorlauk og sellerí. Rjómasmjörsósa Rjómi soðinn niður og mjúku sérsöltuðu smjöri bætt út í smám saman svo og steinselju. Hrært vel. Vel þvegnar kartöflur soðnar í léttsöltu vatni, pressaðar með hýðinu á og bættar með smjöri og rjóma. Syndsamlega góð kaloríusúkkulaði- bomba 200 g suðusúkkulaði, brætt í skál yfir vatnsbaði. 250 g ósaltað smjör, hrært smám saman út í brætt súkkulaðið. 5 eggjarauður, 5 egg, 150 g sykur hrært vel saman og bætt út í súkkulaðiskálina. 120 g hveiti, 1 og hálf tsk. chiliduft, hrært varlega út í súkkulaðideigið. Sett í lítil kökuform og bakað í um 10 mínútur við 200 gráður. Á að vera blautt í miðjunni og kantarnir stökkir. Látið standa smá stund, hvolfið á disk. Borið fram heitt. Súkkulaðið á að renna út, gott að bera með hálfþeyttan cointreau- rjóma, en þó ekki nauðsynleg því kakan er svo góð ein sér. Og munið að bera fram kalt hvítvín með gellunum. SÓLVEIG HÁKONARDÓTTIR Hefur farið víða um heim og kynnst mat og matarmenningu. Hún er í tveimur matar- klúbbum og mælir sannarlega með þannig félagsskap. Verðmæt uppskrift Upprunaleg uppskriftDrambuie-líkjörsins er frá 18. öld og var talin verð- mætasta eign Karls Ját- varðs Stúart prins af Skotlandi eftir að landið missti sjálfstæði sitt og hann var á flótta undan Englendingum. Hann færði helstu bandamönn- um sínum uppskriftina að gjöf og var hún vandlega geymd hjá MacKinnon- ættinni. Sú venja að bæta ýmsum jurtum og krydd- um í viskí hófst á þeim tíma þegar viskí var ekki látið eldast. Það sem búið var til í gær var drukkið í dag. Fyrir há- stéttina var blandan bragðbætt sérstak- lega og er það sú leynilega blanda sem kennd er við prinsinn og Drambuie byggir á; blanda af 30 s é r v ö l d u m viskíblöndum með ögn af heiðarhun- angi og leyni- blöndu jurta og krydda. Verð í Vínbúð- um 2.590 kr. Drambuie: Ávextir perutrésins eru not-aðir í eftirrétti, borðaðir ferskir og bruggaðir í vín svo fátt eitt sé talið. Perutré eiga uppruna sinn í Mið-Austur- löndum þar sem þau hafa vax- ið síðan á forsögulegum tím- um. Grikkir þekktu tréð og ávöxturinn var einnig vinsæll hjá Rómverjum sem borðuðu ávöxtinn hráan, eldaðan eða þurrkaðan. Fjölmargar tegundir eru til af perum. Þær eru ræktaðar í Evrópu og raunar um heim allan. 61 kaloría er í 100 grömm- um af perum. Þær eru C- vítamínríkar, en einnig ríkar af B1 og B2 vítamíni og snefil- efnum. Gott er að nota perur í ávaxtasalöt, eftirrétti og sulta þær. Þannig eru þær notaðar sem meðlæti. ■ Perur Eðalmatur Sólveigar: Glúntragellur

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.