Fréttablaðið


Fréttablaðið - 20.03.2004, Qupperneq 36

Fréttablaðið - 20.03.2004, Qupperneq 36
36 20. mars 2004 LAUGARDAGUR Ég hef alltaf sagt að Michaeler meira en bara stjörnuleik- maður, hann leikur fyrir liðið,“ sagði Gerard Houllier, fram- kvæmdastjóri Liverpool, á heimasíðu félagsins eftir sigur á Portsmouth í vikunni. „Hvað gera þessi mörk fyrir Michael?“ spurði Houllier. „Hvað haldið þið að tvö góð mörk eins og þessi muni gera fyrir hann?“ Það er lykilspurningin fyrir Liverpool og enska landsliðið. Michael Owen skoraði tvisvar og lagði upp eitt mark þegar Liverpool vann Portsmouth 3-0 á miðvikudag. Stuðningsmenn Liverpool og enska landsliðsins vænta þess að hann sé að finna sitt rétta form að nýju eftir langa þrautagöngu vegna meiðsla og annarrar ólukku. Háleit markmið „Næsta leiktíð verður sér- staklega mikilvæg,“ skrifaði Owen á heimasíðu Liverpool í fyrrasumar. „Við viljum ná á toppinn og sigra í deildinni. Við fáum ekki óteljandi tækifæri til þess svo okkur verður að takast þetta fljótlega,“ skrifaði Owen. „Ég hef leikið í sex eða sjö ár, er kannski hálfnaður með ferilinn og hef ekki enn orðið deildar- meistari.“ Owen hafði ástæðu til að vera bjartsýnn fyrir þessa leiktíð. Hann lék mjög vel í fyrra og skoraði nítján mörk í deildinni annað árið í röð. „Mér finnst ég vera í betra formi og sterkari á þessu stigi leiktíðarinnar en nokkru sinni fyrr,“ sagði Owen eftir að hann skoraði fjögur mörk gegn WBA í lok apríl í fyrra. „Loksins gengur mér allt í haginn og þetta eru launin fyrir mikla vinnu sem ég hef lagt á mig. Allt er á uppleið. Þetta ger- ist þrátt fyrir lokakeppni HM í fyrra sem stytti sumarfríið mitt verulega. Ég hef ástæðu til að vera bjartsýnn.“ Ian Rush leit framtíð Owen sömu augum og sagði eftir leik- inn gegn WBA að Owen hafi átt frábæran leik en hafi einnig leikið mjög vel næstu vikur á undan. „Fjögur mörk er mjög gott í hvaða leik sem er, en þetta sýndi hversu góður leikmaður Owen er. Ég held að næsta ár verði líka árið hans. Hann er enn ungur og verður bara betri og betri,“ sagði Rush. Brostnar vonir Owen byrjaði tímabilið vel. Hann skoraði sjö mörk í jafn mörgum deildarleikjum og virt- ist ætla að fylgja orðum sínum eftir. Þá dundi ólánið yfir hann og þrálát meiðsli urðu til þess að hann lék aðeins tvo leiki með Liverpool í október, þrjá í nóv- ember en missti af öllum leikj- unum í desember. Hann var orð- inn leikfær að nýju í janúar en náði ekki að finna taktinn. Owen var helst í sviðsljósinu fyrir seinheppni upp við mark mótherjanna og eftir misheppn- aða vítaspyrnu í bikarleik gegn Portsmouth þýddi lítið að þræta fyrir að hann ætti í mótbyr. „Mér hefur aldrei liðið verr en daginn sem við lékum við Portsmouth. Ég óskaði þess að leiktíðinni lyki strax þá,“ sagði Owen. „Ég man að ég hugsaði að ég vildi að einhver gæfi okkur fjórða sætið svo við gætum lokið leiktíðinni þá. Þessi leik- ur var botninn á ferlinum. Framkvæmdastjórinn var und- ir miklum þrýstingi frá utanað- komandi aðilum og þá klúðraði ég víti.“ Framhaldið veltur á sæti í Meistaradeildinni Owen hefur leikið með Liver- pool allan sinn feril en fram- haldið veltur á því hvort félagið nær að tryggja sér sæti í Meist- aradeildinni á næstu leiktíð. Við- ræður Liverpool og Owens um framlengingu á samningi hófust í haust en hefur lítið miðað. Sjálfur hefur Owen slegið úr og í um hvort hann leiki áfram með Liverpool. „Ef við komumst í Meistara- deildina verður hann örugglega áfram hjá okkur,“ sagði Steven Gerrard, fyrirliði Liverpool, við dagblaðið News of the World í vetur. „Ef ekki þarf hann að taka stóra ákvörðun. Hann vill leika í Meistaradeildinni og það er ekki flóknara en það.“ Liverpool á enn möguleika á sæti í Meistaradeildinni á næstu leiktíð. „Það er erfitt að segja til um hvað við þurfum af stigum því önnur félög eiga líka efttir að tapa stigum,“ sagði Þjóðverj- inn Dietmar Hamann um mögu- leika Liverpool. „Við eigum eftir erfiða leiki, þar á meðal á Old Trafford og á Highbury. Enn eru 30 stig í pottinum og við þurfum örugglega meira en 20. Tuttugu stig gætu dugað en við gætum þurft 24.“ Með öðrum orðum metur Hamann stöðuna svo að Liver- pool þurfi að sigra í átta leikjum af tíu sem eftir eru. Liverpool á eftir að leika við Wolves, Black- burn, Charlton, Fulham, Midd- lesbrough og Newcastle á Anfi- eld og Leicester, Arsenal, Manchester United og Birming- ham á útivelli. Leikur best þegar mest á reynir „Þið kunnið ekki að meta Michael Owen, en þið eruð heppin að hann skuli vera enskur,“ sagði Sven-Göran Eriksson landsliðsþjálfari eftir að Owen hafði skorað bæði mörk í Englendinga í 2-1 sigri á Slóvökum í undankeppni EM. „Ég er ánægður fyrir hönd Michaels. Þetta var góð leið til að sýna hvernig á að vera fyrirliði og hvern- ig á að halda upp á 50. landsleikinn. Enn og aftur sýndi hann okkur í mikilvægum leikjum að hann býr yfir miklum hæfileik- um.“ Alan Hansen, fyrrum leikmaður Liverpool, tók í sama streng í grein á vefsíðu BBC. „Sagt er að bestu sóknar- menn láti það ekki á sig fá þó þeir skori ekki úr nokkrum fær- um. Þeir reyna bara aftur,“ skrif- aði Hansen. „Mér fannst Owen leika frábærlega. Hann lá í aftas- ta varnarmanni og hljóp mikið án bolta. Hann hefur bætt þessa þætti í leik sínum mjög mikið síðustu tvö árin.“ Hansen þótti sigur Englendinga á Slóvökum haustið 2002 ósanngjarn en sagði að þá hefði sést að enska liðið ætti leikmenn sem gætu unnið leiki þó að liðið léki illa. „Michael Owen og David Beckham falla undir þessa skil- greiningu og þeir gerðu gæfumuninn í leik þegar betra liðið tapaði.“ Stenst samanburð við þá bestu Michael Owen hefur skorað 24 mörk í 54 landsleikjum og deilir 11. til 12. sætinu með Geoff Hurst á listan- um yfir markahæstu leikmenn Englands. Hann státar af svip- uðum árangri og bestu framherjar Evrópu. Frakkinn David Trezeguet hef- ur skorað 25 mörk í 45 leikjum, sem er að meðaltali fleiri mörk en aðrir helstu fram- herjar Evrópu. Spán- verjinn Raúl González er ekki langt undan með 37 mörk í 67 leikj- um. Thierry Henry, Ruud van Nistelrooy og Andriy Shevchenko skora að meðaltali álíka mörg mörk í landsleikj- um og Owen, og Al- essandro Del Piero stendur þeim ekki langt að baki með 24 mörk í 62 leikjum. MICHAEL OWEN (F. 14. DESEMBER 1979) Leikir og mörk Deildakeppni 207 113 Bikarkeppni 15 8 Deildabikar 14 9 Evrópukeppnir 48 21 Samtals 284 151 Deildarleikir og mörk Anfield Road 103 60 Aðrir vellir 104 53 Deildarleikir og mörk gegn Arsenal 12 2 Aston Villa 13 5 Barnsley 2 0 Birmingham 2 1 Blackburn 8 5 Bolton 6 2 Bradford 3 1 Charlton 8 4 Chelsea 10 5 Coventry 8 5 C Palace 2 1 Derby 10 5 Everton 12 4 Fulham 4 1 Ipswich 3 3 Leeds 9 4 Leicester 7 3 Man City 4 5 Man Utd 10 3 Middlesbro 9 3 Newcastle 8 12 Nottm Forest 2 5 Portsmouth 1 2 Sheff Wed 5 4 Southampton 11 7 Sunderland 7 3 Tottenham 12 4 Watford 1 0 West Brom 2 4 West Ham 9 7 Wimbledon 6 3 Wolves 1 0 Samtals 207 113 MICHAEL OWEN Þakkar fyrir sig og kveður í vor eða heldur áfram hjá Liverpool? Michael Owen skoraði tvisvar gegn Portsmouth á miðvikudag og velta menn fyrir sér hvort hann sé kominn á skrið að nýju. Framtíð hans hjá Liverpool gæti oltið á því hvort félagið vinnur sér sæti í Meistaradeildinni. Owen á tíma- mótum
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.