Fréttablaðið


Fréttablaðið - 20.03.2004, Qupperneq 64

Fréttablaðið - 20.03.2004, Qupperneq 64
SÍMANÚMER FRÉTTABLAÐSINS: 515 75 00, fax: 515 75 16 Ritstjórn: 515 75 05, fax: 515 75 06, ritstjorn@frettabladid.is Auglýsinga- og markaðsdeild: 515 75 15 - fax 515 75 16, auglysingar@frettabladid.is Dreifing: 515 75 00, dreifing@frettabladid.is VI Ð S EG J U M F R É T T I R SM Á A U G L Ý S I N G AS Í M I N N E R 515 7500 Bakþankar STEINUNNAR STEFÁNSDÓTTUR Efni í bókara Laugardaga kl. 10:00 - 18:00 | Sunnudaga kl. 12:00 - 18:00 | Mánudaga - föstudaga kl. 10:00 - 18:30 | www.ikea.is ÍS LE NS KA A UG LÝ SI NG AS TO FA N EH F/ SI A. IS IK E 23 55 6 03 .2 00 4 © In te r IK EA S ys te m s B. V. 2 00 4 SAXÅN handklæði 50x100 sm 95,- 290,- 550,- 1.290,- NÄCKTEN handklæði 50x70 sm SAXÅN baðmotta 60sm ANJA RAND sturtuhengi 180x200 sm 450,- SANNI handklæði 50x100 sm Efni í allt dagana 4/3 - 18/4 Friður með ófriði Flest eigum við okkur draumum friðsælan og fallegan heim, og ekki bara friðsælan og fallegan, heldur heim þar sem all- ir eiga í sig og á og réttlæti og sanngirni ríkir. Samt vitum við að víða um heim ríkir ófriður, enn víðar á fólk ekki í sig og á og þetta með réttlætið rekum við okkur á frá degi til dags að mis- brestur er á hér heima hjá okkur. Þrátt fyrir það unum við nokkuð glöð við okkar, og erum auðvitað þakklát fyrir það sem við höfum. Og annað er auðvitað ekki hægt, ef við berum okkur saman við margar aðrar þjóðir, utan hins vestræna heims. EINHVERN VEGINN er ekki annað hægt en að leiða að þessu hugann í dag þegar einmitt er lið- ið slétt ár frá því að þeir Bush og Blair réðust til atlögu við írösku þjóðina. 20. mars 2003 var dagur- inn sem þeir félagar fóru í stríðið sem svo fáir vildu fara í, stríðið sem ráðamenn margra Evrópu- ríkja ákváðu að styðja í andstöðu við þjóðir sínar, stríðinu sem meira að segja meirihluti Banda- ríkjamanna lagðist gegn. Og nú 366 dögum síðar erum við engu nær, höfum náð einu gamalmenni upp úr holu og svo ekki söguna meir – eða því sem næst. Enn verjast Blair og Bush, og Halldór líka, þrátt fyrir að meira og minna öll rök hnigi að því að árásin hafi verið algerlega tilgangslaus og hafi engu skilað. HVERNIG Á LÍKA STRÍÐ að geta fært okkur frið? Það hef ég í það minnsta aldrei skilið. Hvernig getur friður verið röksemd fyrir því að stofnað sé til ófriðar. Í því felst alger þversögn. Stríð er of- beldi, valdabarátta sem yfirleitt er tekin út á saklausu fólki, fólki sem í stórum dráttum óskar sér einskis annars en að fá að lifa í friði með sínu fólki. Þegnum sem eru kannski ekki einu sinni fylgj- andi valdhöfum í landi sínu, þeim sem stríðinu er beint gegn eða heyja stríðið. Þvert á móti leiðir ófriður alltaf af sér meiri ófrið en stundum líka meiri völd. Og þar liggur hundurinn grafinn. Í DAG – þegar ár er liðið frá inn- rásinni í Írak – er dagurinn sem við minnum á að við erum frið- elskandi þjóð, á hvaða lista sem ráðamenn þessa lands kunna að vilja setja okkur. Við getum held- ur ekki annað en hugsað til fólks- ins suður á Spáni, fólksins sem ekki, frekar en við hér á Íslandi, vildi vera á listanum en fékk yfir sig skelfileg hryðjuverk. Og þrátt fyrir að eftir morgundaginn sé kominn sá tími árs þegar birtan tekur völdin, gróandinn lifnar við og mannlífið vaknar úr vetrar- dvalanum, þá getum við ekki ann- að en leitt að því hugann hvar ófriðinn ber niður næst.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.