Fréttablaðið - 25.03.2004, Blaðsíða 41

Fréttablaðið - 25.03.2004, Blaðsíða 41
FIMMTUDAGUR 25. mars 2004 41 Opnunartími virka daga 14.00-18.00 - Laugardaga/Sunnudaga 10.30-18.00 - Upplýsingasími 511 2226 BANJO Confetti Regatta adidasSALOMON RucanorCintamani Backstage Dare 2 beoCatmando FIREFLY Verðdæmi Fullt verð Okkar verð Nike skór 11900 5000 Adidas sundbolir 2990 1000 Selpur Regatta barnaflís 4990 1500 Regatta barnaúlpur 7990 2500 Adidas hlaupaskór 7990 4000 Nike barnaskór 5490 2500 Kuldagallar barna 7900 3500 Sokkabuxur stelpur 990 290 Cintamani flíspeysur 6900 1990 Brjóstahöld ýmsar teg eitt verð 500 Kvennælonsokkabuxur eitt verð 150 Puma vindjakkar 5990 900 Osh Kosh gallabuxur 3995 1500 Opnum í Perlunni í dag, fimmtudag 25. mars kl. 14. Gríðarlegt úrval af sportskóm og götuskóm Okkar markmið: 50–80% lækkun frá fullu verði Gisting, steikar- og eftirréttahlaðborð ásamt STÓRDANSLEIK á aðeins 7.900 kr. á mann PAPAR SJÁ UM FJÖRIÐ HELGARTILBOÐ LAUGARDAGINN 27. MARS Missið ekki af þessari einstöku skemmtun með Pöpunum. Borðapantanir í síma 436-1650 Sinfónían spilar rússneskt TÓNLEIKAR Fyrsti píanókonsert Tsjaíkovskís er vafalaust einn frægasti píanókonsert sögunnar. Frægðina má að hluta þakka sög- unni af því þegar Tsjaíkovskí spil- aði þennan konsert í fyrsta sinn fyr- ir hinn þekkta píanóleikara Arthur Rubinstein, sem brást ókvæða við og sagði þetta gersamlega glatað tónverk sem best væri geymt í ruslafötunni. Síðar meir lét Rubin- stein sig þó hafa það að stjórna þessum konsert á tónleikum, en það var eftir að þetta verk Tsjaíkovskís hafði slegið rækilega í gegn. Í kvöld ætlar Sinfóníuhljómsveit Íslands að flytja þennan píanó- konsert í Háskólabíói. Við píanóið situr ungur rússneskur píanósnill- ingur, Denis Matsuev, sem fæddur er í borginni Irkutsk í Síberíu. Matsuev varð skyndilega einn af eftirsóttustu píanóleikurum heims þegar hann sigraði í elleftu Tsjaíkovskí-keppninni í Moskvu fyrir tveimur árum. Á tónleikunum í kvöld fá áheyr- endur einnig að heyra hátíðar- forleik eftir Sjostakovitsj, og eftir hlé hljómar síðan Petrúska eftir Stravinskí. Hljómsveitarstjóri verður Arvo Volmer. ■ KRISTJANA STEFÁNSDÓTTIR Syngur léttan djass á Kaffi List í kvöld. Ætlum að ná upp góðu stuði TÓNLEIKAR „Þetta verður svona bland í poka, sambland af fallegum amer- ískum standördum og svo gömlum góðum popplögum í djössuðum út- setningum,“ segir Kristjana Stef- ánsdóttir söngkona, sem ætlar að syngja á Kaffi List í kvöld. „Ég verð með Agnar Má píanó- leikara með mér eins og venjulega, og svo Gunnar Hrafnsson bassa- leikara. Við ætlum að ná upp góðu stuði, því það er kominn vorhugur í fólk.“ Þau Agnar ætla að taka upp plötu í sumar ásamt bassaleikaran- um Drew Gress frá New York. Sú plata verður annað hvort tekin upp hér á landi eða í New York. „Hann er æðislegur bassaleikari og er mikið að spila með stórum nöfnum í New York,“ segir Krist- jana um Drew Gress. Hann hefur áður starfað með Kristjönu því hann spilaði inn á plötu hennar og Sunnu Gunnlaugsdóttur píanóleik- ara, sem kom út á síðasta ári. Reglulegir djasstónleikar hafa verið á Kaffi List öll fimmtudags- kvöld í vetur, og frá áramótum hafa laugardagskvöldin bæst við. Þessi tónleikaröð er í umsjón Sigurðar Flosasonar saxófónleikara. Næsta laugardag mætir þangað gítartríóið vinsæla Guitar Islancio. ■ FR ÉT TA B LA Ð IÐ /H IL LI DENIS MATSUEV Þessi vinsæli píanóleikari leikur einleik með Sinfóníuhljómsveit Íslands í kvöld klukkan hálfátta.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.