Fréttablaðið - 03.04.2004, Blaðsíða 2

Fréttablaðið - 03.04.2004, Blaðsíða 2
2 3. apríl 2004 LAUGARDAGUR “Það má færa góð rök fyrir því. Þar fer eyðslan fram.“ Sigurður Kári Kristjánsson, þingmaður Sjálfstæðis- flokksins, er meðflutningsmaður að þingsályktun- artillögu þar sem lagt er til að ríkisstofnunum verði fækkað um þrjátíu. Markmiðið er að spara. Spurningdagsins Sigurður Kári, væri ekki hægt að spara langmest með að leggja niður Alþingi? ■ Lögreglufréttir ■ Lögreglufréttir HEILBRIGÐISMÁL „Garðurinn og heim- reiðin hjá mér eru löðrandi í kattaskít og nú stend ég uppi ráðþrota,“ sagði Fríður Ólafsdóttir, íbúi á Baldursgötu 21 í Þingholtunum í Reykjavík. Fríður sagði vera stanslausan straum af köttum inn í garðana við Baldursgötuna, þar sem þeir gerðu þarfir sínar. Hún kvaðst hafa gripið til allra hugsanlegra ráða. Umhverfis garðinn væri mannhæðarhá girðing. Fríður sagðist hafa skvett vatni á kett- ina, dreift pipar og hvítlauk um garð- inn sinn og skilið eftir vatn í flöskum sem kettirnir ættu að vera hræddir við. En allt hefði komið fyrir ekki. „Svo nú þegar snjórinn fór tók steininn úr,“ sagði hún. „Laukarnir voru að koma upp í garðinum mínum, sem ég hef haldið í góðri rækt og nostrað við, enda er hann unaðslegur, svo gróður- og veðursæll. En nú er hann bókstaflega ein skítabeðja. Heimkeyrslan hjá mér var lögð sandi, og þar skitu kettirnir líka. Ég greip til þess ráðs að leggja jarðvegs- dúk á hana. Þá skitu kettirnir látlaust á dúkinn. Þeir klóra ekki einu sinni yfir skítinn úr sér.“ Fríður sagði að þetta ætti einnig við um fleiri garða á Baldursgötunni. Íbúarnir væru í öngum sínum yfir kattafárinu og sóðaskapnum sem fylgdi köttunum, án þess að hægt væri að koma vörnum við. Margoft hefði verið reynt að tala við heilbrigðisyfir- völd, en án árangurs. „Og þetta er að gerast í 101 Reykja- vík,“ bætti hún við, „þar sem lóða- og sorphirðugjöldin eru með því hæsta sem gerist. Hver vill hafa svona skít- hús í garðinum sínum og þurfa að ösla kattaskítinn upp að dyrum hjá sér? Ég get ekki liðið þetta lengur.“ „Þetta er ekki einsdæmi, heldur mjög algengt um allan bæ,“ sagði Guð- mundur Björnsson, meindýraeyðir hjá Reykjavíkurborg. „Þetta er gríðarlegt vandamál. Meðan lausaganga katta er leyfð verður þetta til vandræða. Eina lausnin er að setja reglur þannig að kettir séu ekki í lausagöngu. Það er ekki á dagskrá hjá borgaryfirvöldum að efna til frekari kattaveiða, eins og farið var út í hér um árið.“ jss@frettabladid.is LYFJAMÁL „Þetta eru tölur sem koma mér verulega á óvart, að notkunin skuli skyndilega vera orðin svona mikil,“ sagði Pétur Lúðvíksson, barnalæknir á Land- spítala, um ört vaxandi notkun rítalíns hér á landi. Heilbrigðis- ráðuneytið hefur nú gripið til hamlandi aðgerða vegna þessa. Pétur sagði, að fáein ár væru síðan notkunin hér á landi hefði verið athuguð. Þá hefðu Íslend- ingar verið talsvert á eftir nokk- uð mörgum þjóðum, til dæmis Bandaríkjamönnum. „Mér finnst ég ekki verða var við það í mínu starfi að verið sé að nota þetta meira heldur en áður, né af neinum öðru vísi ástæðum heldur en áður. Ég hef litið svo á að læknar hér á landi væru til- tölulega íhaldssamir í þessum efnum miðað við önnur lönd.“ Pétur sagði enn fremur, að ofvirkni væri vissulega raun- verulegt vandamál fyrir barnið sem væri haldið henni, fjöl- skyldu þess, nám þess og umhverfið allt. Ríta- lín væri raunveruleg lausn á þeim vanda, þar sem það ætti við. Spurður um tíðni sjúk- dómsins sagði hann að kannanir hefðu sýnt að um það bil tvö prósent barna á skólaaldri væru haldin ofvirkni í einhverj- um mæli. Nú orðið væri fólk betur á verði gagn- vart henni heldur en áður og því kæmu ef til vill fleiri börn til skoðunar heldur en áður. En það væri ekkert sem benti til þess að rauntíðnin hefði breyst. Hann kynni því enga skýringu á vaxandi notkun rítalíns. ■ RICE AÐ BAKI BUSH Framtíð George W. Bush í embætti forseta gæti oltið á vitnisburði Condoleezza Rice. Þjóðaröryggisráðgjafi for- setans: Ber vitni 8.apríl WASHINGTON, AP Þann 8.apríl næst- komandi mun Condoleezza Rice, þjóðaröryggisráðgjafi Banda- ríkjaforseta, bera vitni eiðsvarin fyrir þingnefnd sem rannsakar hryðjuverkaárásirnar 11.septem- ber. Rice verður yfirheyrð fyrir opnum tjöldum í tvær og hálfa klukkustund. Nefndarmenn vilja komast að því hvað embættismenn úr stjórn- artíð Bill Clintons sögðu Rice þeg- ar hún tók við embætti þjóðarör- yggisráðgjafa og hvernig unnið var úr þeim upplýsingum. Rice þarf að verjast ásökunum um að Bandaríkjastjórn hafi ekki tekið alvarlega þá ógn sem stafaði af hryðjuverkasamtökunum al- Kaída og er talið að frammistaða hennar geti haft mikla þýðingu fyrir framtíð George W. Bush í embætti forseta. ■ Maður ákærður: Beit löggu í lærið DÓMSMÁL Maður á þrítugsaldri hefur verið ákærður af ríkissak- sóknara fyrir að bíta lögreglu- mann í innanvert hægra læri í nóvember í fyrra. Maðurinn beit lögreglumann- inn eftir að hann hafði verið handtekinn. Þeir voru staddir í lögreglubíl þar sem lögreglu- maðurinn var að setja öryggis- belti á manninn. Lögreglumað- urinn hlaut bæði mar og bólgu eftir bitið. ■ Verð á grænmeti: Ekki ástæða til aðgerða NEYTENDAMÁL Samkeppnisstofn- un hefur komist að þeirri niður- stöðu að ekki sé ástæða til að- gerða í kjölfar verðkönnunar sem sýndi töluverða hækkun á grænmetisverði milli áranna 2003 og 2004. Í fréttatilkynningu frá Sam- keppnisstofnun er farið yfir hækkanirnar og segir þar að engin einhlít skýring sé fyrir óhagstæðri verðþróun þótt álagning sé í mörgum tilfellum hærri en fyrir ári síðan. Verð- hækkanir erlendis eru að hluta til orsök verðhækkana. Samkeppnisstofnun segir að vísbendingar séu um að verð- skyn neytenda hafi batnað og fagnar hún þeirri þróun. ■ NEYTENDUR „Ég harma það að opinber stofnun gangi með þessum hætti fram fyrir skjöldu á viðkvæmum tíma kjarasamninga,“ segir Jóhannes Gunnarsson, formaður Neytendasam- takanna, um fyrirhugaða sjö prósent hækkun á afnotagjöldum Ríkisút- varpsins. „Kjarasamningarnir ganga út frá að stöðugleiki ríki í þjóðfélag- inu og hækkun á borð við þessa er ekki til þess fallin að viðhalda jafn- vægi á viðkvæmum tímum.“ Ríkisstjórn Íslands hefur sam- þykkt enn eina hækkunina á afnota- gjöldum Ríkisútvarpsins en gjöldin hækkuðu síðast í janúar síðastliðnum. Mun hækkunin færa stofnuninni aukalega um 160 milljónir króna en Markús Örn Antonsson útvarpsstjóri segir að með þessu sé fjárhagsvandi Ríkisútvarpsins þó ekki úr sögunni. Enn standi til að skera niður og óhjá- kvæmilegt sé að endurskoða ýmsa dagskrárliði. Afnotagjaldið verður frá 1. maí 2.705 krónur en er í dag 2.528. Hjá Alþýðusambandi Íslands feng- ust þær upplýsingar að ekki væri búið að reikna út áhrifin af þessari hækk- un afnotagjaldanna og því óvíst hvort vísitalan breytist vegna þessa. ■ Afnotagjöld Ríkisútvarpsins hækka: Önnur hækkun á árinu RÍKISSTJÓRNIN Heimilaði enn frekari hækkun á afnotagjaldi Ríkisútvarpsins. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /T EI TU R JÓ N AS SO N Íbúarnir kvarta undan kattaskít Garðar í íbúðahverfum víða í Reykjavík eru löðrandi í kattaskít. Íbúarnir hafa reynt öll ráð til að halda köttunum frá lóðunum, en allt kemur fyrir ekki. KATTASKÍTUR Í GÖRÐUM Fríður Ólafsdóttir íbúi á Baldursgötunni hefur reynt öll ráð til að fæla ketti burt úr garðinum sínum og heimkeyrsl- unni. Hvoru tveggja er útbíað í kattaskít. Fríður er, eins og fleiri garðeig- endur, að gefast upp á þeim. Barnalæknir á Landspítalanum: Hissa á vaxandi rítalínnotkun BÍLVELTA Í ÖXNADAL Ökumaður missti stjórn á bíl sínum, lenti út af og fór nokkrar veltur á móts við Steinsstaði í Öxnadal í gærdag. Tvennt var í bílnum og sluppu þau bæði við minniháttar meiðsl. Bíll- inn er gjörónýtur. STÁLU REYKTRI ÝSU Brotist var inn í hraðfrystihúsið Gunnvöru í Hnífsdal og þaðan stolið um 20 kílóum af reyktri ýsu. Málið er í rannsókn lögreglu. ÓK Á RÖNGUM VEGARHELMINGI Árekstur tveggja bíla varð á Seljalandsvegi á Ísafirði í gær- dag. Bílarnir komu úr gagnstæðri átt en öðrum bílnum var ekið á röngum vegarhelmingi. Ökumenn bílanna sluppu án meiðsla. Bíl- arnir eru báðir óökufærir. Notkun Rítalíns
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.