Fréttablaðið - 03.04.2004, Blaðsíða 24

Fréttablaðið - 03.04.2004, Blaðsíða 24
24 3. apríl 2004 LAUGARDAGUR JÓN ATLI HELGASON 23 ára Klippari og bassaleikari Áhrifavaldar í tískunni? Ég verð að segja Hrafnhildur og Bára Hólmgeirsdætur. Þær eru með puttana á púlsinum og eru framúrskarandi sniðugar. Mest notaða flíkin þessa dagana? Ætli nýi hatturinn minn sé ekki í uppáhaldi. Það er virðulegur gjaldkerakúrekahattur sem ég fékk í Spútnik. Mestu mistökin í fatakaupum? Það eru Buffaloskór sem ég keypti árið 1996. Ég fór aldrei í þá og seldi þá viku seinna fyrir tvo landabrúsa. Hvar verslar þú á Íslandi og af hverju? Í Spútnik því second hand föt finnst mér vera endalaust skemmtileg. Einnig í Nonnabúð, Smash og Levisbúðinni. Hvar verslar þú í útlöndum og af hverju? Ég reyni að fara í hjálpræðisheri og second hand búðir og minni designbúðir með ungum sniðug- um hönnuðum. Hve mörg prósent af mánaðar- laununum fara í fatakaup? Bara eins mikið og þarf til að halda sér við. Ég nota samt enn- þá það sem ég keypti þegar ég var fimmtán ára. Fyrir vikið er fataskápurinn að springa og kærastan mín er að verða brjál- uð út af því. KRUMMI Söngvari í Mínus 23 ára Áhrifavaldar í tískunni? Ég reyni yfirleitt að blanda sam- an gamla seventies lookinu við Guns and Roses lookið. Ég hef alltaf verið mikið fyrir það. Ann- ars reyni ég bara að vera ég sjálfur og kaupi þau föt sem mér finnst töff og flott. Mest notaða flíkin þessa dagana? Ætli það sé ekki svört kúreka- skyrta með rauðum rósum á, leð- urjakkinn og kúrekahatturinn. Mestu mistökin í fatakaupum? Það eru síðermahettubolir sem ég keypti þegar ég var yngri. Hvar verslar þú á Íslandi og af hverju? Ég versla í leðurbúðinni Kós. Þar er hægt að finna leðurjakka, leð- urbuxur, sylgjur og önnur töffaraföt. Dogma er líka ágæt en þar fást fínir bolir. Svo fæ ég mikið úr Nonnabúð en ég og Nonni erum fínir félagar. Hvar verslar þú í útlöndum og af hverju? Camden markaðinum í Englandi. Það er hægt að finna allt þar. Hve mörg prósent af mánaðar- laununum fara í fatakaup? Ekki mikið. Kannski 20-30% fer eftir því hvað ég fæ mikið í laun. BÁRA HÓLMGEIRSDÓTTIR Hönnuður 33 ára. Áhrifavaldar í tískunni? Í dag eru það Vivienne West- wood, Mark Jacobs, geðveikt japanskt merki sem heitir Und- ercover og Guð almáttugur skapari himins og jarðar. Mest notaða flíkin þessa dag- ana? Hinn fullkomnni hettupeysu- kjóll fra merkinu minu Aftur. Mestu mistökin í fatakaupum? Hef ekki gert mistök. Fatasmekkur minn er óskeikull. Hvar verslar þú á Íslandi og af hverju? Í Nonnabúð af því að það er búð sem selur einstaka hönnun og sniðuga gjafavöru. Svo Spútnik og Kolaportinu því ég fíla notuð föt. Hvar verslar þú í útlöndum og af hverju? Á flóamörkuðum, af því ég fíla notuð föt, og í litlum sérversl- unum sem selja unga og upp- rennandi fatahönnuði því mér finnst mest spennandi að kaupa mér sérstakar flíkur. Hve mörg prósent af mánaðar- laununum fara í fatakaup? Lítil prósenta þar sem ég vinn í fatabúð og er fatahönnuður. Það er annað mál ef ég kemst til út- landa. HRAFNHILDUR HÓLMGEIRSDÓTTIR Fatahönnuður 27 ára Áhrifavaldar í tískunni? Veit ekki hverjir áhrifavaldarnir eru en mér finnst hönnuðurnir Asfour, Marjan Pejoski, Malko Malka, Undercover, Alexander McQueen, Capucci og Bernhard Wilhelm skemmtilegir. Mest notaða flíkin þessa dagana? Hinn fullkomnni hettupeysukjóll fra merkinu minu Aftur. Mestu mistökin í fatakaupum? Engin mistök en fullt af skrýtn- um tilraunum sem skiluðu ekki endilega árangri. Hvar verslar þú á Íslandi og af hverju? Nonnabúð, Spútnik og notuð föt í Kolaportinu. Hvar verslar þú í útlöndum og af hverju? Kokon to Zai í London, Seven í New York og Factory í Tókýó því þar eru ungir og framúrskarandi hönnuðir. Einnig á öllum flóa- mörkuðum sem ég finn. Hve mörg prósent af mánaðar- laununum fara í fatakaup? Ég veit ekki hvað ég er með í mánaðarlaun, hvað þá hvað ég eyði miklu í föt. En eiginlega eyði ég engu. URÐUR HÁKONARDÓTTIR Söngkona í Gus Gus 24 ára Áhrifavaldar í tískunni? Ég veit eiginlega ekki hverjir áhrifavaldarnir eru. Mest notaða flíkin þessa dagana? Það er toppbolur eftir Báru Hólmgeirsdóttur úr Spútnik. Mestu mistökin í fatakaupum? Ég keypti mér einhvern tímann þykkbotna teknóskó í Mótor þeg- ar ég var á gelgjuskeiðinu. Ég gekk ekki oft í þeim. Hvar verslar þú á Íslandi og af hverju? Ég versla mest í Spútnik af því að mér finnst fötin þar flott og í Nonnabúð. Það hefur kannski einhver áhrif að ég vinn í Spútnik en mér finnst fötin þar samt flottust. Hvar verslar þú í útlöndum og af hverju? Á engum sérstökum stöðum en ég leita uppi second hand föt. Hve mörg prósent af mánaðar- laununum fara í fatakaup? Á meðan ég vinn í fatabúð eru það um 25% en þegar ég er ekki að vinna þar er það miklu minna. Tískan fer í hringi og það sem var eitt sinn í tísku kemur alltaf aftur. En hverjir móta tískuna og hafa áhrif á hvaða föt við hin veljum? Fréttablaðið leitaði ráða. Það er misjafnt hvert fólk sæk-ir innblástur þegar tískan er annars vegar; sumir fylgja straumnum á meðan aðrir reyna að vera frumlegir í fatavali. Tískufrömuðir, sem stundum eru kallaðir trendsetters upp á ensku, koma og fara eins og tískan sjálf. Þeir vekja athygli í sam- félaginu, eru áberandi vegna klæðnaðar og hárgreiðslu, enda þora þeir að taka af skarið og bregða út af viðteknum venjum. Hinir fylgja svo í kjölfarið, klæða sig og greiða eins og þeir sem leggja línurnar. Einkenni góðra tískufrömuða er að nýta sér það sem áður hefur verið gert og blanda saman ólíkum stílum frá mismunandi tímabilum – það kostar nefnilega tíma og orku að reyna að finna upp hjólið á ný. Inni í gær, úti á morgun Íslenskir tískufrömuðir koma og fara, rétt eins og tískan sjálf. Með aldrinum byrja sumir að klæðast á hefðbundnari hátt en svo fer fyrir þessari stétt eins og öðrum; þeir sem voru inni í gær geta orðið úti á morgun. Það er ekki endilega ætlun allra tískufrömuðanna að skapa trend eða láta fjöldann fylgja sér. Stundum gerist það ósjálfrátt. Birgitta Haukdal hafði t.d. ekki í hyggju að vel flestar ungmeyjar landsins fylgdu í hennar fótspor hvað klæðnað og aukahluti varðar en það gerðist nú samt. Öfugt við hana eru svo Rottweilerhundarnir sem skynj- uðu vinsældir sínar vel og létu í framhaldinu hanna sérstaka fata- línu sem nefnd var eftir sveitinni. Hljómsveitin Mínus hefur skapað sér sterka og mikla rokk- araímynd og má fullyrða að hún sé í sérstæðri stöðu þegar kemur að straumum og stefnum. Um leið og liðsmenn Mínuss horfa til sér eldri, reyndari og frægari rokk- ara á borð við Keith Richards og Axl Rose lítur margur táningur- inn til þeirra þegar kemur að fata- vali, flúri og hársídd. Þá er vert að rifja upp að marg- ir litu upp til Bjögga Halldórs í den og brutu í sér framtennurnar til að líkjast honum sem mest. Svo segir sagan í það minnsta. Snjóbretti og dauðinn Fréttablaðið fýsti að vita hverj- ir leiða tískuna í samfélaginu þessi dægrin og ræddi í því augnamiði við fjölmarga einstak- linga sem lifa og hrærast í heimi unga og fallega fólksins. Nokkrir voru nefndir oftar en aðrir og í þeim hópi var Aðalheið- ur Birgisdóttir, eða Heiða í Nikita eins og hún er oftast kölluð. Heiða hefur slegið í gegn með fatalínu sinni sem tengist snjóbretta- lífsstílnum. Nikita-vörurnar eru seldar úti um allan heim og hon- um klæðast margar af frægustu snjóbrettakonum veraldar auk þess að koma fram í auglýsingum fyrir fyrirtækið. Fatalínan nýtur mikilla vinsælda hér á landi og einskorðast ekki bara við stúlkur á snjóbrettum heldur höfða þau til allra aldurshópa úr öllum geirum samfélagsins. Jón Sæmundur Auðarson, Nonni í Nonnabúð, hefur síðustu mánuði vakið mikla athygli fyrir vörumerkið sitt Dead en í verslun hans eru t.d. seldir bolir, peysur, húfur og póstkort sem tengjast dauðanum á einn eða annan hátt. Einn ráðgjafa Fréttablaðsins sagði Nonna nálgast dauðann á talsvert óvenjulegan hátt og að hauskúpan hafi öðlast nýtt gildi í meðförum hans. Dauðavörurnar hjá Nonna hafa runnið út eins og heitar lummur og virðast þær jafn vinsælar hjá Íslendingum og erlendum ferðamönnum. Gel og spútnik Jón Atli Helgason, í hár- greiðslustofunni Gel, var einnig nefndur sem einn af tískufröm- uðum Íslands. Jón Atli, sem bæði er klippari og bassaleikari í rokk- hljómsveitum (Fidel, Quarashi), hefur notið mikilla vinsælda hjá stórum hópi fólks sem vill leita nýrra leiða í hárgreiðslu. Skiptir þar ekki máli hvort um sé að ræða miðaldra konur eða stráka í rokkhug. Ráðgjafar Fréttablaðsins segja Jón Atla vera ófeiminn og fljótan að kynna sér það sem er að gerast úti í heimi og að hann hafi húmor fyrir sjálfum sér, sem er mikil- vægur kostur. Jón Atli veitir al- hliða klippingu en þegar honum er gefinn laus taumurinn vill hann gera eitthvað óhefðbundið og búa til nýjar línur. Eins og áður kom fram er tón- listarfólk áberandi í tískuheim- um og fólk lítur gjarnan til þess þegar fara á nýjar leiðir. Urður, söngkona í Gus Gus, þykir leið- andi í fatavali, hún vill bæði og þorir að vera öðruvísi en aðrir og þegar hún hefur klæðst flík þykir öðrum óhætt og flott að gera það sama. Bára og Hrafnhildur Hólm- geirsdætur voru þeir tískufröm- uðir sem ráðgjafarnir nefndu oft- ast. Systurnar hafa stýrt hinni svokölluðu spútniktísku síðasta áratug en þær hafa starfað sem verslunar- og innkaupastjórar í búðinni. Sú tíska sem kennd er við Spútnik er kannski sú tíska sem sker sig hvað mest frá meg- instraumnum þar sem fólk er óhrætt við að reyna eitthvað nýtt. Ráðgjafar Fréttablaðsins nefndu einnig Andreu og Birtu sem reka hönnunarstofuna Uni- form. Stúlkurnar hafa verið að hanna sína eigin fatalínu upp á síðkastið og gera margt framúr- skarandi. Ungur temur – gamall nemur Ráðgjafar Fréttablaðsins nefn- du mun fleiri nöfn sem hugsan- lega tískufrömuði, t.d. menn á Tískufrömuðir Ísla
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.