Fréttablaðið - 03.04.2004, Blaðsíða 53

Fréttablaðið - 03.04.2004, Blaðsíða 53
LAUGARDAGUR 3. apríl 2004 41 Hugarástandið stjórnar heiminum MYNDLIST „Hugarástand stjórnar heiminum, því fólk stjórnar heim- inum og hvernig það gerist fer eftir því hugarástandi sem fólk er í,“ segir Mireya Samper myndlist- arkona. Hún opnar í dag sýningu á verkum sínum í Ingólfsnaustum, gamla Geysishúsinu við Aðal- stræti þar sem ýmis fyrirtæki hafa nú aðstöðu. „Sýningin ber yfirskriftina Hugarástand – Manasthihi,“ segir Mireya, og bætir því við að Manasthihi þýði „hugarástand“ á tungumálinu hindi, sem talað er meðal hindúa á Indlandi og víðar. „Þetta er sýning sem ég gerði að hluta til á Indlandi og sýndi þar fyrir ári, nánar tiltekið í Bombay. Þetta eru bæði myndverk og inn- setning.“ Mireya hefur mikið dvalist á Indlandi og sýnt þar nokkrum sinnum. Einnig hefur hún sýnt í Japan, Chile, Litháen, Berlín og víðar, en fimm ár eru liðin frá því hún sýndi síðast hér á landi. „Þegar mér er boðið að sýna á einhverjum stað þá fer ég og vinn verkin þar í landinu. Þá nota ég bæði andleg sem efnisleg áhrif sem hvert land býður upp á, svona eftir því sem ég get.“ Öll verkin á sýningunni eru unnin á þunnan pappír. Þau eru tvö og tvö saman í ramma þannig að segja má að myndirnar tvær renni saman í eina. Þegar horft er á aðra myndina sést alltaf eitt- hvað af hinni myndinni í gegn, og svo er hægt að horfa hinumegin frá og þá snýst þetta við: Fyrri myndin sést að hluta til í gegnum hina. ■ ing Erlu Þórarinsdóttur opnuð undir yfirskriftinni Corpus lucis sensitivus. Báðar sýningarnar standa til 9. maí.  16.00 Arna Fríða Ingvarsdóttir opnar sína þriðju málverkasýningu á Kaffi Solon.  17.00 Jón Óskar opnar sýningu sína í Kling og Bang gallerí. ■ ■ SKEMMTANIR  22.00 Hljómsveitirnar Indega og Lokbrá spila á Bar 11, frítt inn. Á mið- nætti tekur Dj LuPen við.  23.00 Paparnir verða með stuðball á NASA við Austurvöll.  23.00 Axel Einarsson og Guð- mundur Eiríksson spila á Fjörukránni.  Thor 54 a.k.a. Thorhallur Skúlason spilar á de Palace.  Sagaklass spilar á Players, Kópavogi  Undirtónar sjö ára á Kapital með Bigga Veiru vs. Alfons X; Margeir vs. Magga Jóns og President Bongo vs. Buckmaster.  Kung Fú spilar á Útlaganum á Flúð- um.  Súperhljómsveitin Sssól heldur uppi fjöri í Klúbbnum við Gullinbrú.  Hljómsveitin Sent er með ball á Jóni Forseta og heldur uppi stuðinu langt fram á nótt.  Addi Ása trúbador syngur og spilar á Rauðu ljóninu.  Eyjólfur Kristjánsson og Íslands eina von skemmta á Kringlukránni.  Í svörtum fötum skemmtir á Gauknum  Rúnar Júlíusson og hljómsveit halda uppi stemningunni í Sjallanum, Akur- eyri.  Spilafíklarnir skemmta á Celtic Cross á neðri hæðinni. Á efri hæðinni spilar trúbadorinn Ómar Hlynsson.  Vorgleði verður haldin á Hlíðarenda með Stuðmönnum, Jóni „góða“ Ólafs- syni, Stebba Hilmars, Audda og þrí- réttaðri veislumáltið.  Glæsilegt magadanskvöld verður haldið á skemmtistaðnum Nasa undir heitinu 1001 nótt á Nasa. Kynnir kvölds- ins verður Hlín Agnarsdóttir. ■ ■ FYRIRLESTRAR  09.00 Alþjóðleg ráðstefna, Sam- eindalíffræði í nútíð og framtíð er haldin til heiðurs Guðmundi Eggerts- syni, fyrrverandi prófessor í erfðafræði við líffræðiskor raunvísindadeildar Há- skóla Íslands, í Öskju, náttúrufræðihúsi Háskóla Íslands. ■ ■ SAMKOMUR  10.00 Níu leikskólar í Grafarvogi verða með opið hús kl. 10–12. Þá gefst fólki tækifæri til að skoða leikskólana og kynna sér starfsemi og menningu þeirra. Leikskólar sem verða opnir eru Brekku- borg, Fífuborg, Foldaborg, Foldakot, Funaborg, Hamrar, Hulduheimar, Kletta- borg og Lyngheimar. Upplýsingar um viðburði og sýningar sendist á hvar@frettabladid.is ekki síðar en sólarhring fyrir birtingu. J Ó N Ó S K A R 3. apríl - 25. apríl 2004 Verið velkomin á opnun sýningar Jóns Óskars í Kling & Bang gallerí, Laugavegi 23, laugardaginn 3. apríl kl. 17.00. Sýningin er opin frá fimmtudegi til sunnudags frá kl. 14.00 til 18.00 B / R T / N G A H O L T MIREYA SAMPER Opnar sýningu í dag í Ingólfsnaustum, Aðalstræti 2. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /R Ó B ER T
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.