Fréttablaðið - 03.04.2004, Blaðsíða 53
LAUGARDAGUR 3. apríl 2004 41
Hugarástandið stjórnar heiminum
MYNDLIST „Hugarástand stjórnar
heiminum, því fólk stjórnar heim-
inum og hvernig það gerist fer
eftir því hugarástandi sem fólk er
í,“ segir Mireya Samper myndlist-
arkona. Hún opnar í dag sýningu á
verkum sínum í Ingólfsnaustum,
gamla Geysishúsinu við Aðal-
stræti þar sem ýmis fyrirtæki
hafa nú aðstöðu.
„Sýningin ber yfirskriftina
Hugarástand – Manasthihi,“ segir
Mireya, og bætir því við að
Manasthihi þýði „hugarástand“ á
tungumálinu hindi, sem talað er
meðal hindúa á Indlandi og víðar.
„Þetta er sýning sem ég gerði
að hluta til á Indlandi og sýndi þar
fyrir ári, nánar tiltekið í Bombay.
Þetta eru bæði myndverk og inn-
setning.“
Mireya hefur mikið dvalist á
Indlandi og sýnt þar nokkrum
sinnum. Einnig hefur hún sýnt í
Japan, Chile, Litháen, Berlín og
víðar, en fimm ár eru liðin frá því
hún sýndi síðast hér á landi.
„Þegar mér er boðið að sýna á
einhverjum stað þá fer ég og vinn
verkin þar í landinu. Þá nota ég
bæði andleg sem efnisleg áhrif
sem hvert land býður upp á, svona
eftir því sem ég get.“
Öll verkin á sýningunni eru
unnin á þunnan pappír. Þau eru
tvö og tvö saman í ramma þannig
að segja má að myndirnar tvær
renni saman í eina. Þegar horft er
á aðra myndina sést alltaf eitt-
hvað af hinni myndinni í gegn, og
svo er hægt að horfa hinumegin
frá og þá snýst þetta við: Fyrri
myndin sést að hluta til í gegnum
hina. ■
ing Erlu Þórarinsdóttur opnuð undir
yfirskriftinni Corpus lucis sensitivus.
Báðar sýningarnar standa til 9. maí.
16.00 Arna Fríða Ingvarsdóttir
opnar sína þriðju málverkasýningu á
Kaffi Solon.
17.00 Jón Óskar opnar sýningu
sína í Kling og Bang gallerí.
■ ■ SKEMMTANIR
22.00 Hljómsveitirnar Indega og
Lokbrá spila á Bar 11, frítt inn. Á mið-
nætti tekur Dj LuPen við.
23.00 Paparnir verða með stuðball
á NASA við Austurvöll.
23.00 Axel Einarsson og Guð-
mundur Eiríksson spila á Fjörukránni.
Thor 54 a.k.a. Thorhallur Skúlason
spilar á de Palace.
Sagaklass spilar á Players, Kópavogi
Undirtónar sjö ára á Kapital með
Bigga Veiru vs. Alfons X; Margeir vs.
Magga Jóns og President Bongo vs.
Buckmaster.
Kung Fú spilar á Útlaganum á Flúð-
um.
Súperhljómsveitin Sssól heldur uppi
fjöri í Klúbbnum við Gullinbrú.
Hljómsveitin Sent er með ball á Jóni
Forseta og heldur uppi stuðinu langt
fram á nótt.
Addi Ása trúbador syngur og spilar á
Rauðu ljóninu.
Eyjólfur Kristjánsson og Íslands
eina von skemmta á Kringlukránni.
Í svörtum fötum skemmtir á
Gauknum
Rúnar Júlíusson og hljómsveit halda
uppi stemningunni í Sjallanum, Akur-
eyri.
Spilafíklarnir skemmta á Celtic
Cross á neðri hæðinni. Á efri hæðinni
spilar trúbadorinn Ómar Hlynsson.
Vorgleði verður haldin á Hlíðarenda
með Stuðmönnum, Jóni „góða“ Ólafs-
syni, Stebba Hilmars, Audda og þrí-
réttaðri veislumáltið.
Glæsilegt magadanskvöld verður
haldið á skemmtistaðnum Nasa undir
heitinu 1001 nótt á Nasa. Kynnir kvölds-
ins verður Hlín Agnarsdóttir.
■ ■ FYRIRLESTRAR
09.00 Alþjóðleg ráðstefna, Sam-
eindalíffræði í nútíð og framtíð er
haldin til heiðurs Guðmundi Eggerts-
syni, fyrrverandi prófessor í erfðafræði
við líffræðiskor raunvísindadeildar Há-
skóla Íslands, í Öskju, náttúrufræðihúsi
Háskóla Íslands.
■ ■ SAMKOMUR
10.00 Níu leikskólar í Grafarvogi
verða með opið hús kl. 10–12. Þá gefst
fólki tækifæri til að skoða leikskólana og
kynna sér starfsemi og menningu þeirra.
Leikskólar sem verða opnir eru Brekku-
borg, Fífuborg, Foldaborg, Foldakot,
Funaborg, Hamrar, Hulduheimar, Kletta-
borg og Lyngheimar.
Upplýsingar um viðburði og sýningar
sendist á hvar@frettabladid.is ekki
síðar en sólarhring fyrir birtingu.
J Ó N Ó S K A R
3. apríl - 25. apríl 2004
Verið velkomin á opnun sýningar Jóns Óskars í Kling & Bang gallerí,
Laugavegi 23, laugardaginn 3. apríl kl. 17.00.
Sýningin er opin frá fimmtudegi til sunnudags frá kl. 14.00 til 18.00
B
/
R
T
/
N
G
A
H
O
L
T
MIREYA SAMPER
Opnar sýningu í dag í Ingólfsnaustum, Aðalstræti 2.
FR
ÉT
TA
B
LA
Ð
IÐ
/R
Ó
B
ER
T