Fréttablaðið - 03.04.2004, Blaðsíða 54

Fréttablaðið - 03.04.2004, Blaðsíða 54
42 3. apríl 2004 LAUGARDAGUR ÓLYMPÍUELDSINS GÆTT Lögreglumaður sést hér gæta svæðisins umhverfis Ólympíueldinn sem logar í Aþenu en þar fara Ólympíuleikarnir fram í sumar. Ólympíueldur Annar leikur Keflavíkur og Snæfells í dag: Má ekki vanmeta Snæfell KÖRFUBOLTI Íslandsmeistarar Kefla- víkur og Snæfell leika í dag annan leik sinn í úrslitum Intersport-deild- arinnar. Snæfell vann fyrsta leikinn í Hólminum með fjórum stigum á fimmtudag og því verða Keflvíking- ar að svara í dag. Annars verða þeir í vondum málum í Stykkishólmi á mánudag. „Við verðum að laga sóknarleik- inn í dag. Það er algjört forgangs- atriði,“ sagði Guðjón Skúlason, þjálf- ari Keflavíkur, í samtali við Frétta- blaðið í gær. „Það var alls ekki nógu góð samvinna. Við kláruðum ekki nógu vel og fengum fyrir vikið á okkur óþarfa hraðaupphlaup. Ég lít samt ekkert á þetta tap sem kjafts- högg en það er ljóst að við verðum að vinna leik í Stykkishólmi.“ Snæfell hefur komið mörgum á óvart í vetur og það virðist vera sama hvað liðið gerir - fólk fæst bara ekki til að taka það alvarlega. „Snæfellingar komu mér á óvart. Mér finnst þeir hafa haldið lengur út en menn áttu von á. Þeir eru með hörkulið og það er ljóst að þá má ekki vanmeta,“ sagði Guðjón, sem tekur þá mjög alvarlega. „Vissulega tek ég þá mjög alvarlega og við för- um í þessa leiki eins og á móti hverju stórliði í deildinni. Það er ljóst að menn komast ekkert í úrslit á ein- hverri heppni. Ég á von á að þetta verði hörkuleikur í dag. Við munum taka fast á þeim og setja okkar mark á leikinn. Ég held að þetta verði jafn leikur. Vissulega væri þægilegt að vinna leikinn stórt en það verður ekkert auðvelt. Þetta verður barátta allt til enda.“ ■ UNDRABARNIÐ FREDDY ADU Spilar sinn fyrsta leik í bandarísku atvinnu- mannadeildinni í dag. Undrabarnið Freddy Adu vinsæll: Uppselt á fyrsta leik FÓTBOLTI Bandaríska undrabarn- ið Freddy Adu, sem er aðeins fjórtán ára gamall, mun spila sinn fyrsta leik fyrir DC United í bandarísku atvinnumanna- deildinni í morgun þegar San Jose kemur í heimsókn. DC United spilar heimaleiki sína á RFK-leikvanginum í Washington, sem tekur um 53 þúsund manns í sæti, en for- ráðamenn félagsins munu þó aðeins hleypa 24.603 áhorfend- um á leikinn þar sem efri hluti stúkunnar verður ekki opinn. Þegar er orðið uppselt á leikinn enda bíða knattspyrnuáhuga- menn með öndina í hálsinum eftir því að þessi ungi snilling- ur sýni leikni sína í deildinni. Adu þykir vera mesta efni sem komið hefur fram síðan Diego Maradona var og hét og hefur hafnað fjölmörgum til- boðum frá stórliðum í Evrópu að undanförnu jafnvel þótt gull og iðagrænir skógar hafi verið í boði. ■ KA leitar að markverði: Ungverji til reynslu FÓTBOLTI KA-menn leita nú log- andi ljósi að markverði fyrir komandi tímabil í Landsbanka- deildinni í knattspyrnu. Þeir fengu ungverska markvörðinn Mattheus Sandor til reynslu á þriðjudaginn og sagði Vignir Þormóðsson, formaður knatt- spyrnudeildar KA, að þeim lit- ist vel á kappann. Sandor, sem er 27 ára gam- all, hefur leikið í Finnlandi auk heimalands síns og bjóst Vignir við því að það kæmi í ljós í dag hvort hann yrði með KA-liðinu í sumar en Sandor fer af landi brott á morgun. ■ ÁHYGGJUFULLIR Þjálfarar Keflvíkinga, Guðjón Skúlason og Falur Harðarson, sjást hér áhyggjufullir á bekknum. Þeir þurfa nauðsynlega á sigri að halda í dag.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.