Fréttablaðið - 03.04.2004, Blaðsíða 42

Fréttablaðið - 03.04.2004, Blaðsíða 42
Borgartún 26 sími 535 9000 Öll Mont Blanc farangursbox á tilboði kr. 32.900,- meðan birgðir endast Arsenal hefur vinninginn í bik-arleikjum sínum við Manchester United. Félögin hafa leikið tíu leiki, Arsenal hefur unn- ið helminginn, United fjóra leiki en einum lauk með jafntefli. Arsenal vann 2-0 í febrúar í fyrra þegar félögin mættust síðst í bikarleik. Edu og Sylvain Wiltord skoruðu mörkin. Eftir- máli leiksins reyndist þó meira fréttaefni en úrslit hans eða leik- urinn sjálfur. Alex Ferguson, stjóri United, tók ósigrinum illa og sparkaði af afli í fótboltaskó sem lenti í höfði Davids Beck- ham. Margir telja að þetta atvik hafi verið upphafið þess að Beck- ham vildi fara frá United. Arsenal, eða Woolwich Arsenal eins og félagið hét þá, sigraði 3-2 í fyrsta bikarleik félaganna árið 1906 og 5-0 í næsta leik árið 1937. United vann 1-0 árin 1951 og 1962 en Arsenal vann 3-2 í úrslita- leik keppninnar árið 1979. Leikur- inn var uppnefndur „fimm mín- útna úrslitaleikurinn“ vegna dramatískra lokamínútna. Arsenal leiddi 2-0 þegar skammt var til leiksloka, United jafnaði á tveggja mínútna kafla en Alan Sunderland tryggði Arsenal sigur í næstu sókn. United vann 2-1 í undanúrslit- um árið 1983 en Arsenal vann með sömu tölum fimm árum síð- ar. Fyrir fimm árum léku félögin tvo magnaða undanúrslitaleiki á Villa Park. Fyrri leikurinn var markalaus en United vann þann seinni 2-1. ■ FYRRI BIKARLEIKIR 2002-2003, 5. UMFERÐ Manchester United - Arsenal 0-2 Edu, Sylvain Wiltord Arsenal varð bikarmeistari eftir sigur á Southampton í úrslitaleik. 1998-1999, UNDANÚRSLIT Báðir leikir á Villa Park. Arsenal - Manchester United 1-2 Dennis Bergkamp - David Beckham, Ryan Giggs Manchester United - Arsenal 0-0 United varð bikarmeistari eftir sigur á Newcastle í úrslitaleik. 1987-1988, 5. UMFERÐ Arsenal - Manchester United 2-1 Alan Smith, eitt sjálfsmark mótherja - Brian McClair Arsenal tapaði fyrir Nottingham Forest í næstu umferð. 1982-1983, UNDANÚRSLIT Leikinn á Villa Park Manchester United - Arsenal 2-1 Bryan Robson, Norman Whiteside - Tony Woodcock United varð bikarmeistari eftir sigur á Brighton í úrslitaleik. 1978-1979, ÚRSLITALEIKUR Arsenal - Manchester United 3-2 Brian Talbot, Frank Stapleton, Alan Sunderland - Gordon McQueen, Sammy Mcllroy 1961-1962, 4. UMFERÐ Manchester United - Arsenal 1-0 Maurice Setters United tapaði fyrir Tottenham í undan- úrslitum. 1950-1951, 5. UMFERÐ Manchester United - Arsenal 1-0 Stan Pearson United tapaði fyrir Birmingham í næstu umferð. 1936-1937, 4. UMFERÐ Arsenal - Manchester United 5-0 Cliff Bastin, Davidson, Ted Drake, Al- fred Kirchen, eitt sjálfsmark mótherja Arsenal tapaði fyrir WBA í 6. umferð. 1905-1906, 4. UMFERÐ Manchester United - Woolwich Arsenal 2-3 Peddie, Sagar - Freeman 2, Coleman Arsenal tapaði fyrir Newcastle í undan- úrslitum. Arsenal hét Woolwich Arsenal fram til 1914. Hann er gangandi alfræðiorða-bók um fótbolta,“ sagði Bob Wilson, fyrrum markvörður Arsenal. „Ef maður spyr hann um einhvern tiltekinn leikmann þá getur hann greint frá aldri hans, hæð og þyngd, hvort hann sé rétt- fættur eða örvfættur og gefið tæmandi yfirlit yfir háttarlag hans.“ Wilson var ekki að lýsa Arsene Wenger, framkvæmdastjóra Arsenal, heldur Boro Primorac, þjálfara aðalliðs Arsenal. „Hann og Arsene eru sammála um að þrjú mikilvægustu atriðin í fót- bolta séu tækni, tækni og tækni og með henni kraftur, hraði, æska og hæfileikar,“ sagði Wilson. Boro Primorac er ekki í sviðs- ljósinu á leikdögum. Hann er ekki á varamannabekknum með Weng- er og Rice en fylgist kannski með leiknum uppi í stúku. Langmestar líkur eru þó á því að hann horfi á leikinn í sjónvarpi í litlu skrifstof- unni hans Pat Rice. Skrifstofan er fyrsti viðkomustaður Arsene Wenger að leik loknum og þar fær hann greinargóða samantekt á frammistöðu liðsins frá Primorac. Primorac er þriðji í goggunar- röðinni á Highbury á eftir Arsene Wenger framkvæmdastjóra og Pat Rice aðstoðarframkvæmda- stjóra. Hann sér um upphitun fyr- ir æfingar og teygjuæfingar að æfingum loknum. „Hann sér um boltana, vestin og keilurnar,“ sagði John Lukic, annar fyrrum markvörður Arsenal, í gríni en Wilson segir hlutverk hans miklu meira. „Primorac er augu og eyru Arsene og hefur stjórnað æfing- um þegar Wenger er að heiman.“ Wenger horfir mikið á fótbolta í sjónvarpi en Primorac slær hon- um samt við. Hann horfir á alla leiki á öllum rásum og hámar í sig allt efni um fótbolta í þeim blöð- um og tímaritum sem hann kemst yfir. „Enginn ætti að vanmeta mikilvægi hans fyrir Arsenal,“ sagði Wilson. „Hann er hluti af fé- laginu og hann og Arsene eru eig- inlega samvaxnir.“ Wenger og Primorac hafa unn- ið saman síðan 1993 en leiðir lágu saman með óvenjulegum hætti. Vorið 1993 tryggði Marseille sér franska meistaratitilinn með sigri á Valenciennes, félaginu sem Primorac þjálfaði. Marseille hafði betur í baráttunni við Monaco, sem Wenger þjálfaði, og Paris Saint-Germain. En Marseille hafði rangt við og einn leikmanna Valenciennes viðurkenndi að hann og tveir samherja hans hefðu þegið mútur. Primorac var lykilvitni í mál- inu og Bernard Tapie, forseti Marseille, kallaði hann til fundar við sig og reyndi að fá hann ofan af því að bera vitni fyrir dómi. Primorac varð ekki haggað og reyndi Tapie síðar að þræta fyrir það að hann hefði átt fund með þjálfaranum. Maðurinn sem man aldur, hæð, þyngd og háttarlag allra fótboltamanna sem hann sér mundi auðveldlega allt það sem fyrir augu bar á skrifstofu Tapie og lýsing hans á því sannfærði dóminn um að fundurinn hefði farið fram. Tapie hlaut fangelsis- dóm, Marseille var svipt titlinum en Wenger til sárra vonbrgiða var Monaco ekki útnefndur meistari. „Þetta var ömurlegasta stund lífs míns,“ sagði Wenger síðar. „Það var búið að svindla á mér og þetta var helsta ástæða þess að ég yfir- gaf franska fótboltann.“ Tveimur árum síðar tók Weng- er við japanska félaginu Grampus Eight og vantaði aðstoðarmann sem hann gæti treyst. Hann valdi Primorac og þar með hófst far- sælt samstarf þeirra. Þekking Primorac á leikmönn- um hefur reynst Wenger vel. RUUD VAN NISTELROOY Markahæstur leikmanna United í bikar- keppninni í vetur með fjögur mörk. Fótbolti 30 3. apríl 2004 LAUGARDAGUR EDU Edu skoraði fyrra mark Arsenal í 2-0 sigri á United í bikarkeppninni í fyrra. Bikarleikir Arsenal og United: Arsenal vann síðast Boro Primorac er ekki í sviðsljósinu hjá Arsenal en hann hefur verið traustasti ráðgjafi Arsene Wenger í áratug: Þriðji maðurinn PATRICK VIEIRA Lék með Cannes þegar Boro Primorac þjálfaði félagið og Primorac átti eflaust þátt í því að Vieira gekk til liðs við Arsenal árið 1996.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.