Fréttablaðið - 03.04.2004, Blaðsíða 41

Fréttablaðið - 03.04.2004, Blaðsíða 41
LAUGARDAGUR 3. apríl 2004 Stjörnurnar í Hollywood eigasínar uppáhaldsmyndir – og það eru ekki endilega myndirnar sem þær hafa sjálfar leikið í. Leikstjórinn Sofia Coppola seg- ir að Darling sé eftirlætismynd sín. Hún var fyrsta mynd Julie Christie, sem hlaut Óskarsverð- laun fyrir leik sinn. Coppola segir að sem unglingur hafi hún haft al- veg sérstakt dálæti á myndinni. Spike Lee velur Midnight Cow- boy, Óskarsverðlaunamynd Johns Schlesinger frá 1969, sem eftir- lætismynd sína. „Í dag er Holly- wood mjög ólík því sem hún var 1969. Það er vafamál að mynd eins og þessi yrði gerð núna,“ seg- ir Lee og kennir um markaðs- mönnum í Hollywood sem myndu ekki hafa trú á því að almenning- ur vildi sjá mynd eins og þessa. „Þetta er frábær mynd. Leik- stjórn Johns Schlesinger er frá- bær og Dustin Hoffman og Jon Voight sýna besta leik sinn á ferl- inum,“ segir Lee. Sellers veitir innblástur Leikarinn og leikstjórinn Tim Robbins velur mynd Stanley Kubrick, Paths of Glory, sem ger- ist í fyrri heimsstyrjöldinni og segir örlagasögu hermanna sem yfirmenn þeirra fórna til að bjarga eigin skinni. Robbins segir þetta eina bestu mynd sem hann hafi séð og hrósar sérstaklega samstarfi handritahöfundarins Jim Thompson og leikstjórans Kubricks. Hann er einnig afar hrifinn af leik Kirks Douglas í myndinni. Leikkonan Rosie Perez segir að gamanmyndin The Party í leik- stjórn Blake Edwards sé uppá- haldsmyndin sín en þar fer Peter Sellers með aðalhlutverkið. Perez segist ætíð fá innblástur af því að fylgjast með Peter Sellers. „Hann var aldrei að leika það að vera fyndinn, hann var bara fyndinn,“ segir Perez. Badlands er eftirlætismynd Benicio Del Toro en hann segir hana bestu vegamynd allra tíma. Hún var fyrsta mynd leikstjórans Terrence Malick. Sissy Spacek og Martin Sheen fóru með aðalhlut- verkin. „Gallalaus mynd,“ segir Del Toro. „Maður gæti sagt að Cit- izen Kane sé besta mynd allra tíma en ég set þessa við hlið henn- ar. Mynd sem veitir mér ætíð inn- blástur.“ John Turturro segist vera sér- stakur aðdáandi Vittorio de Sica og nefnir mynd hans Kraftaverk í Mílan, sem sé einstaklega falleg mynd. Chloe Sevigny segir Amer- ica America eftir Elia Kazan vera hina fullkomnu mynd. Skjálfandi vegna Lee Claire Danes heldur ekki vatni yfir mynd Spike Lee, Do the Right Thing, frá árinu 1989 en hún var tíu ára gömul þegar myndin var gerð. Hún segist á þeim aldri ekki hafa haft þroska til að skilja myndina fullkomlega en hafi þekkt heiminn sem Lee skapaði og hann hafi strax þá virkað á hana sem sannur og mikilvægur. Nokkrum árum seinna sá hún myndina aftur og segist hafa gengið út úr kvikmyndahúsinu skjálfandi og hugurinn hafi verið í miklu uppnámi. Hún hafi orðið fyrir djúpstæðum innblæstri. Leikarinn Stanley Tucci segir mynd Francois Truffeaut, Day for Night, vera myndina sem hann vildi hafa gert. Myndin fékk á sín- um tíma Óskarsverðlaun sem besta erlenda mynd ársins en hún fjallar um kvikmyndagerð og kvikmyndafólk. Tucci segir að í einlægni sinni sé myndin full af sannleika og fágun. „Ég veit ekki um neina aðra mynd sem er jafn góð. Hún fjallar ekki aðeins um það að gera myndir – hún snýst um samskipti fólks og mannúð,“ segir Tucci. ■ Uppáhaldsmyndir stjarnanna SOFIA COPPOLA Darling með Julie Christie hefur verið uppáhaldsmynd hennar frá því hún var unglingur. BENICIO DEL TORO Badlands eftir Terrence Malick er í uppá- haldi hjá honum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.