Fréttablaðið - 03.04.2004, Blaðsíða 50
3. apríl 2004 LAUGARDAGUR
Enn er ég að rekast á plötur semkomu út í fyrra en hafa ekki náð
hingað til lands, af einhverjum
ástæðum. Það er eins og sameining
stóru útgáfurisanna hafi orðið til
þess að bylgjur undiröldunnar í
Bandaríkjunum nái varla að Íslands
ströndum lengur. Netverjar eru lík-
legast þeir einu sem geta nálgast
þetta í augnablikinu, en þá er oft
erfitt að vita að hverju á að leita.
Fimmta breiðskífa Cursive, The
Ugly Organ, er eitt af meistaraverk-
um síðasta árs sem vantar í plötu-
búðirnar hér.
Í fyrstu virkar þetta sem frekar
venjuleg rokksveit. En svo skríða
lögin aftan að manni og hlustandinn
byrjar að átta sig á því hversu djúp-
ar lagasmíðarnar eru. Útsetning-
arnar leyna líka verulega á sér.
Undir látunum iðar stundum ringul-
reið af gíturum og hljóðum sem
ýkja tilfinningarnar sem verið er að
tjá. Í gegnum alla plötuna spilar svo
selló, á mjög smekklegan hátt.
Hvasst þegar verið er að tjá reiði,
mjúkt og fallegt þegar sögumaður-
inn er að ná andanum.
Það sem er magnaðast af öllu á
þessari plötu er hversu vel sveitinni
tekst að tjá erfiðar tilfinningar. Öll
platan fjallar um þau vandræði sem
„ljóta líffærið“ (The Ugly Organ)
getur komið okkur karlmönnum í.
Lögin eru því oft full af sjálfsfyrir-
litningu og reiði. Textarnir eru svo
virkilega sterkir, djúpir og frumleg-
ir. Ef samviskubit væri gert að
hljóði, þá myndi það hljóma eins og
þessi plata.
Tilfinningalega sterkari gerast
plötur varla. Gæsahúðirnar voru
margar. Með bestu emo-rokkplötum
sem ég hef heyrt um ævina.
Birgir Örn Steinarsson
N.E.R.D. - Fly or Die
„Þó þessi tónlist sé úr sömu belju og skil-
aði okkur lögum á borð við Senorita og
Like I Love You er ekki jafn mikið um
rjóma. Mjólkin er líka þyngri í maga og
ekki jafn fersk og hún hefur verið. En
samt efast ég ekki um hæfileikana og
mun halda áfram að fylgjast með af
áhuga. En þessi plata bætir engu við
snilldina og virkar á köflum andlaus,
punktur.“ BÖS
Death Cab for Cutie -
Transatlanticism
„Það er ekki oft sem hæfileikar sem slíkir
vella út úr einni og sömu skífunni. Þetta
er eins og pönnukaka með rabbabara-
sultu og rjóma. Þegar maður bítur í ann-
an endann þrýstist hluti af rjómanum út
um hinn og maður sér eftir honum þrátt
fyrir að vera með munninn fullan af góð-
gætinu. Án efa með betri plötum síðasta
árs, þó að fá okkar hefðu hugmynd um
það þá.“ BÖS
Andlát - Mors Longa
„Andlát eru asskoti þungir og grimmir,
það fer ekki á milli mála. Mæli ég með
hlustun í smærri skömmtum en vana-
lega, því eyrun þreytast fljótt í öllum lát-
unum. Þéttleiki sveitarinnar er engu að
síður gríðarlegur og ljóst að þessi undar-
lega langa fjarvera hefur ekki verið til
einskis nýtt. Hvort hið dauðaskotna
þungarokk Andláts sé málið í dag veit ég
ekki en gæðin eru alla vega til staðar, svo
mikið er víst.“ FB
Probot - Probot
„Nú skil ég loksins hvað er svona töff við
Lemmy! Ég vissi ekki að hann hljómar eins
og áttatíu ára gamalmenni með gyllinæð
sem er samt staðráðið í því að rokka í
sundur á sér síðustu heilu liðamótin. Mun
tala með virðingu um hann hér eftir. Þessi
plata Dave Grohl er ágætis skóli. Gítarriffin
eru mörg mjög flott og Grohl trommar eins
og hann eigi lífið að leysa.“ BÖS
Bonnie Prince Billy - Greatest
Palace Music
„Eins og allar aðrar plötur Bonnie er hún
góð. Kannski ekki eins mögnuð og þau
verk sem Oldham hefur gefið út eftir að
hann tók sér upp listamannanafnið en
engu að síður ljúf. Samanburður við síð-
ustu plötu væri líka ósanngjarn þar sem
þessi lög eru margra ára gömul.“ BÖS
Samviskubit ljóta líffærisins
Umfjölluntónlist
CURSIVE:
The Ugly Organ
SMS
um nýjustu plöturnar
N.E.R.D.
Gagnrýnandi Fréttablaðsins var ekki
nægilega heillaður af annarri plötu
N.E.R.D.