Fréttablaðið - 03.04.2004, Blaðsíða 21
LAUGARDAGUR 3. apríl 2004 21
Ívar Örn segist spenntur fyr-ir verkefninu. „Ég dreif mig
út á leigu og tók myndina um
leið og það var fært í til við
mig að vera með,“ segir hann.
„Þetta er flott mynd, mikil
stemning í henni.“
Hann hefur áður leikið í
söngleik en þarf að fara mörg
ár aftur í tímann. „Ég lék í Oli-
ver Twist í Þjóðleikhúsinu
þegar ég var 12 ára og eins í
Mambo Kings þegar ég var í
Versló.“ Hann býr auðvitað að
þessari reynslu og eins því að
hafa sótt tíma í nútímaballet í
Listdansskóla Íslands. „Ég get
allavega rennt mér til á gólf-
inu, „ svarar hann aðspurður
um hvort hann sé flinkur
dansari. Um sönginn segir
hann hinsvegar: „Ég lék
Makka hníf í Túskildingsóper-
unni þegar ég var í Nemenda-
leikhúsinu og því fylgdi auð-
vitað söngur.“
Gaurinn sem Ívar leikur
heitir Tyron í handritinu en
hét Leroy í myndinni og þátt-
unum á sínum tíma. Þar var
persónan blökk á hörund en
Ívar heldur sínum eðlilega
húðlit í söngleiknum. Eins og
fyrr sagði er þátttaka Ívars
ekki að fullu frágengin, hann á
enn eftir að fá formlegt leyfi
frá Þjóðleikhúsinu þar sem
hann er fastráðinn leikari. ■
Líka
spenntur
Sveppi er líka spenntur en þóhann hafi helst birst á skján-
um að undanförnu er hann ekki
með öllu óvanur sviðinu. „Ég
var í áhugaleikhóp sem hét Ég
leikhúsið,“ segir hann, en bætir
við að síðan séu liðin mörg ár.
„Ég var um tvítugt, það eru ein
sjö ár síðan, þarna var margt
gott fólk eins og Ólafur Egils-
son, Esther Talía, Björn Thors
og Unnur Ösp. Þau fóru svo öll í
leiklistarskólann en ég fór í bul-
lið.“
Sem merkja má af þessari
staðreynd hefur Sveppi lengi
haft áhuga á sviðslist og hlakk-
ar því mjög til að takast á við
verkefnið. „Þetta er spennandi
verkefni og það leggst mjög vel
í mig.“ Þó hann hafi reynt ýmis-
legt um ævina hefur hann að
mestu látið sönginn eiga sig en
nú verður breyting þar á. „Já,
mér skilst að ég eigi að syngja
og það verður bara skemmti-
legt.“
Sveppi hefur ekki séð mynd-
ina en hefur þó heyrt eitt og
annað af henni. „Ég hef líka les-
ið svolítið um hana og sýnist
þetta vera skemmtileg saga
með fínum boðskap.“ ■
SVEPPI
Var í áhugaleiknum „Ég leikhús“ fyrir
nokkrum árum en hefur bara „bullað“
síðan.
Esther er ekki í vafa um að Fame
muni höfða vel til fólks. „Tískan frá
árunum sem myndin var gerð virð-
ist vinsæl núna og svo eru allir að
reyna að verða frægir,“ segir hún
og vitnar þar til Idolsins.
Esther segist ráma vel í þættina
frá því þeir voru sýndir í Sjónvarp-
inu á sínum tíma en hún hefur ekki
séð myndina. „Þetta voru frábærir
þættir.“
Mikið mæðir á henni í sýning-
unni því hún leikur Carmen sem
verður hálft á svellinu og leggst í
eiturlyfjaneyslu og aumingjaskap.
Hún rís þó upp aftur og allt fer vel
að lokum. En kann Esther titil-
lagið? „Ég kann lagið sjálft en ekki
nema fyrstu línuna í textanum,“
segir hún, en hefur svo sem næg-
an tíma til að læra hann. ■
ð verða frægir
ESTHER TALÍA
Fer með eitt af burðarhlutverkunum í
Fame og syngur meðal annars titillagið.
ÍVAR ÖRN
Hann lék í Óliver Twist í Þjóðleikhúsinu þegar
hann var 12 ára.
með þeim allt frá inntökuprófi til
útskriftar. Á ýmsu gengur; sorgir
og sigrar skiptast á og eldar ást-
arinnar loga. Öll þrá þau svo
frægðina en slík þrá er jú oft
erfið í sambúð.
Alan Parker leikstýrði mynd-
inni en hann hefur gert fjölmarg-
ar kvikmyndir þar sem tónlist
spilar stóra rullu. Fyrir Fame
gerði hann Bugsy Malone og síð-
ar til dæmis Pink Floyd The Wall,
The Commitments og Evitu.
Fame var nefnd til sex Ósk-
arsverðlauna á sínum tíma og
hlaut tvenn. Annars vegar fyrir
bestu kvikmyndatónlistina og
hins vegar fyrir besta lagið,
sjálft titillagið Fame.
Irene Cara fór með eitt af
aðalhlutverkunum í myndinni og
söng jafnframt titillagið og líka
lagið Out Here On My Own sem
einnig naut fádæma vinsælda.
Öllu tjaldað til
Ljóst má vera að uppfærsla
Fame í Vetrargarði Smáralindar
verður stór í sniðum. Ráðgert er
að reisa áhorfendapalla með sæt-
um fyrir allt að 800 manns, litlu
færri en komast fyrir í Háskóla-
bíói. Rúm er fyrir veglega sviðs-
mynd auk þess sem lofthæð er
talsverð. Þá mun tæknideild
Norðurljósa leggja til þekkingu
sína og búnað svo hljóð og ljós
verði eins og best verður á kosið
en deildin hefur mikla reynlsu af
vinnu í húsinu eftir Idol-keppnir
vetrarins. Fram hefur komið að
hugsanlega verður Fame á svið-
inu í Smáralind langt fram á
haust og segjast aðstandendur
búnir undir að sýna verkið allt að
60 sinnum. ■
Spenntur