Fréttablaðið - 03.04.2004, Blaðsíða 14

Fréttablaðið - 03.04.2004, Blaðsíða 14
Þingmenn mæta illa á nefndar-fundi. Þetta kom fram á Alþingi þegar þingmenn voru að ræða starfshætti síns vinnustaðar. Sum- ir þeirra hafa áhyggjur og telja starfið vera ógn við lýðræðið í landinu. Aðrir alls ekki. Segja ekk- ert við það að athuga að mál ein- stakra þingmanna fáist lítið eða ekkert rædd í nefndum þingsins og þess síður að þau komi til af- greiðslu þingsins. Þjóðin veit að þingið starfar aðeins í um hálft ár. Það hefur ekki farið framhjá neinum. Samt hafa þingmenn mörg orð um álagið sem fylgir því að vera starfandi á Alþingi Íslendinga. Það er mótsögn í þessu. Hitt viss- um við ekki að þingmenn virða ekki nefndarfundi og láta sig vanta á þá. Einn þingmannanna sagðist, fyrr þennan sama dag, hafa verið á nefndarfundi í um- hverfisnefnd þar sem rætt hafi verið mikilsvert mál. Svo hafi borið til að nefndarmenn frá stjórnarandstöðuflokkunum hefðu mætt og aðeins formaður nefndarinnar frá stjórnar- flokkunum ásamt jú einum vara- manni sem ekki hafði áður tekið sæti á fundum nefndarinnar. Ekkert er vitað um ágæti þess fundarmanns en varla er það minna en þeirra sem ekki mættu. Það er eitt að mæta ekki á þá fundi sem ætlast er til. Það sem er verra, og þingmaðurinn nefndi í umræðunni, var að búið var að boða gesti á nefndarfundinn sem þingmennirnir, sem jafnvel ósk- uðu eftir nærveru gestanna, létu ekki sjá sig á. Þetta verður að skoðast í því ljósi að eftir ekki langan tíma fara þingmenn í fimm mánaða sumarfrí. Frá maí og fram í október verður Alþingi ekki starfandi og á þeim langa tíma verður lítið um störf í nefndum þingsins. Í fersku minni eru umkvart- anir þingmanna síðasta sumar þegar óskað var eftir einstaka fundum í nefndum. Sérstaklega var það áberandi þegar utanrík- ismálanefnd kom saman. Þá var sumarfríið enn lengra þar sem kosið var síðasta vor. Nokkrir þingmenn hafa viðrað þær skoðanir að lengja eigi starfstíma Alþingis og færa hann nær því sem gengur og gerist í öðrum löndum. En það er alls ekki nóg ef tíminn er ekki nýttur og þingmenn mæta ekki á þing- fundi eða á fundi nefndanna. Það er einmitt hið mikla starf þar, starf fyrir luktum dyrum, sem þingmenn hafa tínt til þegar þeir hafa viljað ræða um mikla og ósérhlífna vinnu sína. Þingmaður hefur dregið tjaldið frá. Mæting- in er ekki merkileg. ■ Í nýrri lögreglusamþykkt fyrirReykjavík, sem bíður staðfesting- ar dómsmálaráðherra, eru í fyrsta skipti skýr ákvæði um að bannað sé að kasta rusli. Raunar er einnig í fyrsta skipti kveðið skýrt á um að bannað sé að kasta af sér vatni á al- mannafæri. Til þessa hefur lögregl- an aðeins mátt hafa afskipti af slíku athæfi ef um fulla menn hefur ver- ið að ræða. Og þá á grundvelli áfengislaga. Til skammar Brot á lögreglusamþykkt varða sektum. Breytingunum er ætlað að undirstrika ábyrgð einstaklinga á að halda borginni hreinni. Sú um- ræða hefur því miður tilhneigingu til að lúta fyrst og fremst að því að borgarstarfsmenn þurfi að þrífa götur og gangstéttir oftar og betur í stað þess að snúast um bætta um- gengni. Eins og höfuðvandinn sé að „mamma taki oftar til“ þegar drasl- aragangur er á heimilinu. Slæm umgengnin eftir gleði næt- urinnar í miðborginni um helgar er réttilega oft dregin fram. Hún er borgarbúum og borginni til skamm- ar. Öllum ætti þó að vera ljóst að lögregluvald er ekki leiðin til að bæta umgegni öldurhúsagesta. Þar þarf samstillt átak og að höfða til fleiri en drukkins fólks og götusópa. Ábyrgð veitingamanna Er til að mynda ekki löngu orðið tímabært að skilgreina ábyrgð veit- ingamanna á umgengni og ofbeldi í næsta nágrenni við staði þeirra? Hverjar eru skyldur þeirra um þrif og öryggisgæslu? Úr því væri löngu búið að skera ef um væri að ræða loðnubræðslu eða Áburðarverk- smiðju. Tillögur um úrbætur í veitinga- málum voru raunar unnar í sam- vinnu Reykjavíkurborgar og lög- reglunnar í Reykjavík árið 2002. Borgarstjóri og lögreglustjóri hafa nýverið rekið eftir því að viðeigandi ráðuneyti taki afstöðu til þeirra. Fleiri verkefni eru þó aðkallandi á þessu sviði. Við undirbúning nýrr- ar lögreglusamþykktar kom skýrt fram að sveitarfélögum er aðeins ætlað að skilgreina hvenær lögregla má grípa inn í en ekki hvernig. Skýr ákvæði um réttindi borgaranna og takmörk á valdbeitingu lögreglunn- ar sem nauðsynleg eru slíkum sam- þykktum til fyllingar eru hins veg- ar ófullkomin. Hófstillt framganga Ráðherraráð Evrópuráðsins samþykkti í árslok 2001 viðmiðan- ir um siðareglur fyrir skipulag og starfsemi lögreglu. Leiðarljós þeirra eru að setja mikilvægu starfi löggæslunnar ramma sem endurspeglar sameiginleg gildi lýðræðisríkja og djúpa virðingu fyrir mannréttindum. Takast ætti góð sátt um að leiða slík leiðarljós um framgöngu lögreglunnar í lög og reglugerðir hér á landi því að hófstillt framganga gagnvart borgurunum hefur lengi verið aðalsmerki íslenskra lögreglu- manna. ■ 14 3. apríl 2004 LAUGARDAGUR Útgáfufélag: Frétt ehf. Ritstjóri: Gunnar Smári Egilsson Fréttastjóri: Sigurjón M. Egilsson Ritstjórnarfulltrúar: Steinunn Stefánsdóttir og Jón Kaldal Auglýsingastjóri: Þórmundur Bergsson Ritstjórn, auglýsingar og dreifing: Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík Aðalsími: 515 75 00 Símbréf á fréttadeild: 515 75 06 Rafpóstur: ritstjorn@frettabladid.is Rafpóstur auglýsingadeildar: auglysingar@frettabladid.is Setning og umbrot: Frétt ehf. Prentvinnsla: Ísafoldarprentsmiðja ehf. Fréttablaðinu er dreift ókeypis á heimili á höfuð- borgarsvæðinu, Suðurnesjum og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslunum á lands- byggðinni. Fyrirtæki geta fengið blaðið gegn greiðslu sendingarkostnaðar; kr. 1.100 á mánuði. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. ISSN 1670-3871 Björn Bjarnason dómsmálaráð-herra skýrði frá því á Alþingi fyrir skemmstu að nú væri verið að gera gangskör að því að setja reglu- gerð um spilakassa og var að heyra á ráðherranum að hann vildi taka á þessum málum af festu. Það er kominn tími til, því allar götur frá lagasetningu um spilakassa árið 1994 hefur ekki verið farið að lög- um hvað þetta snertir því skýr ákvæði hafa verið um að slík reglu- gerð skyldi sett án þess að svo hafi verið gert. Erlendis hefur talsvert verið um það rætt á hverju skuli tekið í slík- um reglum en augljóst er að að- gengi að spilakössum skiptir þar miklu máli. Ann- að er svo spurn- ingin um hvers konar kassar eigi að vera leyfilegir. Á til dæmis að heimila samteng- ingu kassa eins og Háskóli Ís- lands gerir með Gullnámunni/Há- spennu og hvað á að leyfa kössun- um „að segja“ við viðskiptavininn. Kassarnir eru nefnilega mis- munandi áreitnir, þeir ganga mis- langt í að hvetja spilarana að láta ekki staðar numið. Umgjörðin segir síðan sitt, Gullnáman/Háspenna gefur til dæmis ákveðna vísbend- ingu um hvað er í boði fyrir spennu- fíkla. Rekstraraðilarnir eru háðir kössunum Þeir aðrir en Háskóli Íslands, sem hafa tekjur af spilafíkn lands- manna eru Slysavarnafélagið Landsbjörg, Rauði kross Íslands og SÁÁ. Þessir aðilar mynda eins konar kassasamlag sem áður hét Íslenskir söfnunarkassar en heitir nú Íslands- spil. Samtals hafa þessir aðilar um 1,4 milljarða í hreinan hagnað af rekstri kassanna. Þetta kom fram í svari við fyrirspurn minni til dóms- málaráðuneytisns fyrir skömmu. Þetta eru miklir fjármunir og þar af leiðandi miklir hagsmunir í húfi, annars vegar fyrir spilarana sem margir eru haldnir sjúklegri fíkn og hins vegar fyrrnefndir eigendur kassanna, sem fá hagnaðinn í sinn vasa. Með nokkrum sanni má því segja að báðir þessir aðilar hafi ánetjast fjárhættuspilum. Og nú er spurningin, á hvorn þeirra dóms- málaráðherrann muni hlusta þegar reglugerðin verður sett. Forsvarsmaður Áhugamanna um spilafíkn, Júlíus Þór Júlíusson, segir spilakassana einkar varhuga- verða því fyrir framan þá hefji spilafíkill yfirleitt göngu sína til glötunar. Spilarar leggja allt sitt undir Hann segir að menn geti tapað þrjú þúsund krónum á einni mínutu og hann kveðst þekkja þess dæmi að menn hafi tapað 800 þúsund krónum á einum degi. Forfallnir spilafíklar leggi allt sitt undir – allt sitt og sinna. Aðgengi að kössunum verði því að hefta. Á hitt þurfi ekki síður að líta, hvers konar kassa eigi að leyfa. Sjálfur tel ég spilakassa Háskóla Íslands verstu tegund kassa hér á landi og langt fyrir neð- an virðingu Háskólans að hafa fé af fólki með brögðum eins og gert er með þessum kössum. En hverjar eru röksemdir spila- fíklanna sem standa vinningsmegin við borðið, þ.e. þeirra sem fá gróð- ann í vasann, og er þar vísað til for- svarsmanna HÍ og Íslandsspils? Þeir segja að fráleitt sé að einblína á spilakassa, menn tapi miklu hærri fjármunum í annars konar happ- drættum og spilamennsku og benda þeir síðan á að þær stofnanir sem njóta gróðans gegni mikilvægu samfélagslegu hlutverki og vinni þjóðþrifaverk. Í öllu þessu kann að vera einhver sannleikur. Hins vegar er það stað- reynd að í spilakössunum er að finna hvatann til að ánetjast fjár- hættuspilum, en enginn getur mót- mælt því að spilafíkn er alvarlegt þjóðfélagsböl. Hitt er svo rétt að spilasjúkt fólk rær á mörg mið til að leita fullnægingar við fíkn sinni. Ef það er hins vegar rétt hjá forsvars- mönnum spilavélanna að önnur form spilamennsku séu enn vara- samari en spilakassarnir, þá þurf- um við einnig að beina sjónum okk- ar þangað og gera allt það sem hægt er til að koma í veg fyrir að óprúttn- ir fjáraflamenn geri sér sjúklega hegðun fólks að féþúfu. Slíkt á hins vegar ekki að nota sem réttlætingu fyrir spilavélunum sem sannanlega hafa lagt líf fjölda manns í rúst í bókstaflegum skilningi. ■ Blætiskenndar tilfinningar Hvaða útlitseinkenni teljast sér- staklega jákvæð í bókmenntum? Er munur á því milli bókmennta- greina? Og hvað ef lýsingar í bók- um fara ekki saman við kápu- myndir? Þetta er sérlega áhuga- vert umræðuefni og ljóst að útlit er háð tískusveiflum. Dökkhærð- ir, þreknir, hávaxnir og kjálka- breiðir menn voru ekkert sérlega í tísku á fyrri hluta 20. aldar. Þá má hins vegar sjá greinilegan áhuga á ljóshærðum, bláeygum og hávöxnum mönnum, hugsan- leg áhrif frá umræðu um hinn aríska kynþátt. Í Íslendingasög- um þótti betra að vera ljós og há- vaxinn en dökkur - en þó er það ekki tekið fram í lýsingu á þeim manni sem þykir fegurst allra Ís- lendingasagnahetja, Kjartani Ólafssyni, hvort hann sé dökk- hærður eða ljóshærður! Íslend- ingar hafa hins vegar skapað mynd af ljóshærðum manni - sem segir sitt um blætiskenndar til- finningar Íslendinga í garð ljósra lokka. KATRÍN JAKOBSDÓTTIR Á MURINN.IS Rjúpa fyrir skott? Jón bóndi Eiríksson í Vossabæ varpaði fram skemmtilegri hug- mynd: Leyfum áhugasömum að fá útrás fyrir veiðieðli sínu með því að skjóta sér rjúpuleyfi! Hug- myndin Jóns felur í sér að veiði- menn geti skotið ref eða mink og fengið í staðinn leyfi fyrir rjúpum. Hugsa mætti sér t.d. 20 rjúpur fyrir skott af refi og 10 rjúpur fyr- ir skott af mink. Hugmyndin er skemmtileg því hún felur í sér að hinir sönnu veiðimenn sameinuðu krafta sína við að takmarka útbreiðslu varg- anna. Hin öflugi her veiðimann væri um leið að verja rjúpustofn- inn og fengi að launum leyfi til að skjóta fuglinn. Ekki svo galin hug- mynd sem tímabundið fyrirkomu- lag meðan verið er að byggja upp rjúpnastofninn. HJÁLMAR ÁRNASON Á ALTHINGI.IS/HJALMARA Um daginnog veginn ÖGMUNDUR JÓNASSON ■ alþingismaður skrifar um spilafíkla. Tveir háðir spilafíkn■ Af netinu Bannað að kasta rusli (og þvagi) „Hins vegar er það stað- reynd að í spilakasössun- um er að finna hvatann til að ánetjast fjár- hættuspilum, en enginn get- ur mótmælt því að spilafíkn er alvarlegt þjóð- félagsböl. RUSL HREINSAÐ Á ÞRIFBÍL Lögreglusamþykkt bannar nú fólki að henda rusli á götur borgarinnar. Skoðundagsins DAGUR B. EGGERTSSON ■ læknir og borgarfull- trúi skrifar um hreinni borg. VIÐ SPILAKASSANN Fjárhættuspilið hefur reynst ýmsum mikil raun. Mál manna SIGURJÓN M. EGILSSON ■ skrifar um störf Alþingis. Sumarannir og lýðræðið
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.