Fréttablaðið - 03.04.2004, Blaðsíða 55

Fréttablaðið - 03.04.2004, Blaðsíða 55
LAUGARDAGUR 3. apríl 2004 Smáralind Sími 545 1550 Glæsibæ Sími 545 1500 Kringlunni Sími 575 5100 www.utilif.is ÍS LE N SK A A U G LÝ SI N G A ST O FA N /S IA .I S U TI 2 40 51 03 /2 00 4 Jamis Ranger SX Frábært fjallahjól. 7005 álstell. SR M300 framdempari. Shimano Tourney TX30 afturskiptir. Til í rauðu og svörtu. 25.990 kr. Einnig til án dempara (stálstell) 19.990 kr. Concept Boom BMX 12" dekk. Fyrir 3-4 ára. 8.990 kr. Concept Big Muddy 20" dekk. Fyrir 6-8 ára. Framdempari. Shimano gírar, gripskipting. Ál V-bremsur. 13.990 kr. Concept Daredevil BMX 16" dekk. Fyrir 4-6 ára. 9.990 kr. Concept Psycho 24" dekk. Fram- og afturdempun. Shimano gírar, gripskipting. Ál V-bremsur. 17.990 kr. Hjólin fást í Útilífi Smáralind og Kringlunni Enska úrvalsdeildin í knattspyrnu: Ranieri besti stjórinn í mars KNATTSPYRNA Claudio Ranieri var valinn besti framkvæmdastjóri mánaðarins í ensku úrvalsdeild- inni í annað sinn, en hann var besti stjórinn í mars að mati nefndar á vegum aðalstyrktar- aðila deildarinnar. Chelsea vann alla þrjá leiki sína í mars, 2-0 gegn Bolton, 2-1 gegn Fulham og loks 5-2 gegn Fulham þar sem Jimmy Floyd Hasselbaink skoraði þrennu eftir að hafa komið inn á sem varamaður. Ranieri var einnig valinn besti þjálfarinn í septembermánuði. Ranieri hefur þjálfað Chelsea frá 2000 en fram- tíð hans hefur verið í óvissu í all- an vetur, allt frá því að Rússinn Roman Abramóvitsj keypti félag- ið. Ef Chelsea vinnur Tottenham í dag getur liðið minnkað forskot Arsenal á toppnum niður í fjögur stig en Arsenal leikur eins og kunnugt er undanúrslitaleik í enska bikarnum við Man. Utd. í dag. Arsenal og Chelsea mætast síðan á Highbury á þriðjudaginn í seinni leik liðanna í átta liða úr- slitum Meistaradeildarinnar. ■ Manchester United: Ferguson vill fá van der Vaart FÓTBOLTI Alex Ferguson, knatt- spyrnustjóri Manchester United, rær nú öllum árum að því að krækja í hollenska landsliðs- manninn Rafael van der Vaart, sem leikur með Ajax. Ferguson er tilbúinn til að borga 1,7 milljarða íslenskra króna fyrir van der Vaart, sem þykir vera með efni- legri leikmönnum Evrópu í dag. Ferguson er þó ekki sá eini sem hefur áhuga á van der Vaart því ítalska stórliðið Juventus rennur einnig hýru auga til kappans. Arjen Robben, framherji PSV, var efstur á óskalistanum en Chelsea stal honum fyrir framan nefið á Ferguson. ■ MIKAEL FORSSELL BESTUR Í MARS Finninn snjalli skoraði sex mörk fyrir Birmingham í mars. Enska úrvalsdeildin í knattspyrnu: Forssell best- ur í mars FÓTBOLTI Finninn Mikael Forssell hefur verið valinn besti leik- maður marsmánaðar í ensku úr- valsdeildinni en tilkynnt var um valið í gær af sérstakri nefnd á vegum aðalstyrktaraðila deild- arinnar. Þessi 23 ára framherji sem Birmingham leigir frá Chelsea skoraði 6 mörk fyrir Birmingham í mánuðinum og hjálpaði liðinu að komast upp í sjötta sæti deildarinnar. Fors- sell skoraði í tveimur leikjum gegn Middlesbrough í mars, eitt mark í 3-1 sigri á St. Andrews og tvö mörk í 3-5 tapi á útivelli. Þá skoraði hann einu sinni í 2-0 sigri á Bolton og var með tvö mörk um síðustu helgi þegar Birmingham vann Leeds, 4-1. Forssell hefur nú skorað 16 mörk í 25 deildarleikjum fyrir Birmingham og það er nokkuð ljóst að forráðamenn Birming- ham munu leita allra leiða til að reyna að kaupa Finnann snjalla frá Chelsea, en hann hefur skor- aði 11 mörk í 28 landsleikjum fyrir Finnland. ■ RANIERI BESTUR Í ANNAÐ SINN Claudio Ranieri var valinn besti þjálfari mánaðarins í ensku úrvalsdeildinni í mars.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.