Fréttablaðið


Fréttablaðið - 03.04.2004, Qupperneq 31

Fréttablaðið - 03.04.2004, Qupperneq 31
Laugardagur 3. apríl 2004 Hátíðarfugl er kjúklingur sem er séralinn upp í 3,5-4 kg að þyngd. Hátíðarfugl fæst bæði reyktur og óreyktur. Eldunartími á hátíðarfugli er um 40 mínútur á hvert kg. Nákvæmari eldunarleiðbeiningar eru á umbúðunum. Hátíðarfugl Hollur og góður hátíðarmatur Reykjagarður hf Hátíðarfuglinn fæst í öllum helstu verslunum.Verðlaunavörur frá Reykjagarði Egg: Tákn fyrir páskana, vorið og frjósemina Egg eru tákn fyrir páskana, vorið og frjósemina. Í þeim kviknar líf við hin réttu skilyrði. Nægir þar að minn á egg fuglanna sem þeir verpa í hreiður sín og liggja þar á þeim uns unginn er fullskapaður og brýst út. Sérstakir siðir tengjast eggjum og páskum, víða um heim. Víða er lagt mikið upp úr skreytingum á eggjum og sérstakir eggjaleikir eru til, svo sem eggjaleit. Hér á landi eru páskaeggjasiðir einkum fólgnir í súkkulaðieggjaáti. Sumir leggja vinnu í að steypa eggin sjálfir, enda fást til þess þar til gerð form. Langflestir fara samt í búðirnar og leg- gja út fé fyrir tilbúnum eggjum af þeim stærðum sem skynsemin býður og pyngjan ræður við. Harðsoðin, steikt, hrærð og fljótandi Egg eru notuð linsoðin, harðsoðin, steikt, fljótandi, hrærð og einnig í ýmsa rétti, svo sem súpur og sósur. Eggjakökur (omelettur) eru fyr- irtaksmáltíð og út í þær er upplagt að nota afganga af köldu kjöti og grænmeti. Harðsoðin egg eru úrvalsálegg, næringargildið er mikið og svo eru þau líka lystug og falleg. Þau eru undirstaða í ýmsa rétti til dæmis frómas. Þegar egg eru soðin þarf að gæta þess að skurnin brotni ekki. Því er ekki ráðlegt að taka eggin beint úr ísskápnum og skella þeim beint í pottinn, heldur leyfa þeim að standa á borði fyrir suðu. Best er að setja eggin í kalt vatnið og byrja þó ekki að taka tímann fyrr en suð- an kemur upp. Vatnið á að hylja eggin og meðalegg þurfa 3–4 mín- útna suðu til að vera linsoðin en harðsoðin egg þurfa upp að 8–10 mínútna suðu eftir stærð. Ómissandi í kökurnar Þegar kemur að kökubakstri eru egg nær ómissandi. Þau tryggja góða lyftingu og fallegt útlit því eiginlega halda þau kökunni saman. Það er því erfitt að baka góðar kökur eggjalausar. En sé það nauðsyn- legt vegna ofnæmis einhvers sem á að borða kökurnar verður að gæta þess að nota lítið af smjöri í kökuna. Betra er að taka eggin úr kælinum nokkru áður en byrjað er að baka, svo þau séu við sama hitastig og annað bökurnarefni. Fullt hús matar: Næringargildi Egg eru auðug af próteinum og steinefnum. Því teljast þau hentug og holl fæða fyrir flesta. Þau eru „fullt hús matar“. Eitt egg og glas af appelsínusafa inniheldur nær allan vítamínforðann sem maðurinn þarf yfir daginn. Mest er notað af hænueggjum til matar og allar uppskriftir miðast við þau. Anda-, gæsa- og svartfuglsegg þykja þó hlunnindi þar sem í þau næst á vorin. Þá eru kríuegg líka hnossgæti. Hænuegg næringargildi miðað við 100 g: Hitaeiningar 143 Prótein 11 g Fita 10 g Járn 2.6 mg A vítamín 1000 ae D vítamín 80 B1 vítamín 40
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.