Fréttablaðið


Fréttablaðið - 21.04.2004, Qupperneq 23

Fréttablaðið - 21.04.2004, Qupperneq 23
Smáauglýsingar byrja í dag á bls. 8 Flokkar & fjöldi Bílar & farartæki 126 stk. Keypt & selt 19 stk. Þjónusta 46 stk. Heilsa 10 stk. Skólar & námskeið 3 stk. Heimilið 10 stk. Tómstundir & ferðir 8 stk. Húsnæði 25 stk. Atvinna 26 stk. Tilkynningar 6 stk. Gjaldþrot einstaklinga BLS. 2 Góðan dag ! Í dag er miðvikudagur 21. apríl, 112. dagur ársins 2004. Reykjavík 5.33 13.26 21.21 Akureyri 5.09 13.11 21.15 Heimild: Almanak Háskólans sólarupprás hádegi sólarlag Þú færð líka allt sem þig vantar á „Ég legg ekki fyrir með skipulögðum hætti þessa dagana enda útgjöldin ærin akkúrat núna,“ segir Björgvin G. Sigurðs- son alþingismaður. „Við erum einmitt að ljúka við að byggja upp og mublera annað heimili okkar af tveimur og undir þannig kringumstæðum mætir sértækur sparn- aður afgangi. En það stendur til bóta. Ég hef stundum í gegnum tíðina lagt inn fast- ar upphæðir á lokaðan reikning og stefni að því gera það aftur innan tíðar.“ Björgvin er með fimm börn á aldrinum sex mánaða til fjórtán ára svo útgjöldin eru skiljanlega gríðarleg. „Til að spara reynum við að gæta hagsýni og gera stærri innkaup í lágvöruverslunum eins og Bónus. Þannig næst fram mestur sparnaður í rekstri stórra fjölskyldna og óhætt að segja að það spari tugi þúsunda. Önnur innkaup kalla líka á stöðuga hag- sýni, fatnaður er keyptur þegar vel viðrar í verði á fatnaði og sama gildir um annað sem telst til ófrávíkjanlegra nauðsynja.“ Björgvin segist hafa notið aðstoðar vina og vandamanna við uppbyggingu á nýja húsnæðinu og fyrir það sé hann gríð- arlega þakklátur. „Þar spöruðust stórar upphæðir,“ segir hann. Hann telur líka að margar barnmargar fjölskyldur eigi afar erfitt uppdráttar. „Ég vildi ekki vera lág- eða millitekju- maður með börn á þessum aldri. Ég held það geti orðið ansi erfitt, jafnvel þó báðir foreldrar vinni myrkranna á milli. Það er einmitt þetta sem brennur á í samfélag- inu, að mæta fjölskyldufólki með mörg börn og margt sem þarf að laga þar. Ég nýt þess þó að minnsta kosti að vera bú- inn í námi og tímabundið með ágætar tekjur þó að vinnan sé ótrygg,“ segir Björgvin og hlær. „En við myndum ekki treysta okkur til að vera með minni tekj- ur og lenda málum réttu megin við núllið í hverjum mánuði.“ Hvernig sparar þú? Verslar í lágvörubúðum fjarmal@frettabladid.is Sumarhúsalán geta hentað þeim sem hefur lengi dreymt um að koma sér upp athvarfi í sveit- inni. Hjá Sparisjóðum Kópavogs er hægt að taka lán til kaupa eða fram- kvæmda á sumarhús- um. Lánið er ætlað einstaklingum og félaga- samtökum og er lánað til allt að 15 ára. Lánið er tryggt með veði í sumarhúsinu. Fjársvikarar á netinu eiga greiða leið að viðkvæmum upp- lýsingum ef marka má nýja breska könnun. Rúmlega 70% breskra neytenda myndu gefa upp tölvuaðgangsorð sín í stað- inn fyrir súkkulaðistykki og heil 34% gáfu upp aðgangsorðin sín án þess að vera beðin um nokk- uð í staðinn. Þá gáfu 79% upp upplýsingar sem hægt er að nota til svika á netinu. Heimilislán eru ný lán hjá Sparisjóði Hafnarfjarðar. Heimilislán eru ætluð til kaupa á ýmsum hlutum fyrir heimilið, til dæmis tölvu, sjónvarpi, uppþvottavél eða sófasetti. Lánið býður upp á hag- stæðari kjör en bjóðast á rað- greiðslusamningum kreditkorta. Það er veitt til fjögurra ára en hægt er að borga aukalega inn á lánið hvenær sem er og einnig að borga það upp. Þá er hægt að fylgjast með stöðu lánsins í Heimabanka SPH. Landsbankinn hefur sameinað nær alla starfsemi höfuðstöðva bankans í miðbæ Reykjavíkur. Ný- lega voru fyrirtækjasvið, verð- bréfasvið, alþjóðasvið, eignastýr- ingarsvið og lögfræðisvið bank- ans, sem áður voru að Laugavegi 77, flutt í miðbæinn. Þar er Landsbankinn nú með starfsemi í Austurstræti, Hafnarstræti og við Tryggvagötu í um 10.500 fermetra húsnæði þar sem 415 starfsmenn starfa. Danir nota reiðufé sífellt meira, þrátt fyrir mikla þróun í rafrænum viðskiptum. Á meðan bankarnir bjóða sífellt fleiri kort og netbankaþjónustu jókst notk- un á peningaseðl- um um 3% á síð- asta ári. Myntnotk- un heldur líka áfram að aukast og er talið að andvirði um 4,6 milljarða danskra króna hringli í vösum landsmanna. Þannig hefur fjöldi tveggja og tuttugu krónu peninga í umferð meira en tvöfaldast á tíu ára tímabili. Björgvin G. Sigurðsson Er með sjö manna fjölskyldu og þarf að vera hagsýnn í öllum innkaupum. Smáauglýsingar á 750 kr. visir.is SMÁAUGLÝSINGASÍMINN ER 550 5000 Liggur í loftinu Í FJÁRMÁLUNUM MMC Pajero Sport 2,5 TDI. 6/’00. Ekinn 71 þús. km, 5 gíra, álfelgur, toppbogar, dráttarkúla, CD, fjarst. saml. o.fl. V. 2.290. Hyundai Getz 3/2003. Ekinn 19.000 km, 1400 cc. Beinskiptur. Ásett verð 1.090.000 kr. Íslensk hús úr norskum kjörviði. Með einstakri fúavörn, ytra byrði og pallaefni viðhaldsfrítt í allt að 10 ár. Þar sem gæðin skipta máli. RC hús Grensásvegi 22, Reykjavík. S. 511 5550 – vefsíða rchus.is Ýmsar tegundir fótstiginna dráttarvéla, einnig úrval af allskonar búleikföngum. Vélar og þjónusta. Reykjavík, sími 5 800 200. Akureyri, sími 461 4040. FASTEIGNIR HEIMILI HEILSA HÚS NÁM FERÐIR MATUR VIÐBURÐIR BÍLAR ATVINNA FJÁRMÁL TÍSKA NEYTENDUR o.fl. Lausafjárstaða heimilanna: Hefur batnað verulega Almenn lausafjárstaða einstaklinga og fyrirtækja hefur batnað verulega á síðustu mánuðum, segir í frétt á vef KB banka. Veltuinnlán, til dæmis á tékkareikningum, hafa aukist um 36 milljarða eða 50% að raunvirði frá því á sama tíma í fyrra og yfirdráttur hefur dregist saman um 20 milljarða eða 12% að raunvirði á sama tíma. Ein skýringin er sögð geta verið sú að heimili og fyrirtæki hafi nú fengið aðgang að betri fjármögnun en yfirdrætti í banka- stofnununum, til dæmis með fasteignalánum, en möguleikar á veðsetningu húsnæðis og bifreiða hafa aukist á síðustu misserum. Á sama tíma hefur einkaneysla tekið verulegan kipp, en talið er að hún geti einkum verið fjármögnuð með hagnaði af sölu eigna, svo sem húseigna og hlutabréfa sem hafa hækkað verulega í verði á síðustu misserum. Betri lausafjárstaða bendir til þess að fjárhagsleg heilsa heim- ilinna sé betri en margir hafa búist við. Hins vegar er mikið lausafé, sem skapast vegna eignasölu, mögulegur farvegur fyrir verðbólgu. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /S TE FÁ N

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.