Fréttablaðið - 22.04.2004, Side 25

Fréttablaðið - 22.04.2004, Side 25
Ítalskir dagar Fimmtudagur 22. apríl 2004 3 Þessi kaka er auðveld í lögun og ljúf- feng bæði heit og köld. Ekki spillir þeyttur rjómi eða ís með. 150 g smjör 200 g sykur 2 tsk. vanillusykur 3 egg 150 g hveiti 1 tsk. lyftiduft 4–5 epli 2 msk. sykur 1 1/2 tsk. kanill 1 dl aprikósusulta 2 msk. vatn Smjör, sykur og vanillusykur er hrært vel og eggjunum bætt í, einu og einu í senn. Hveiti og lyftidufti blandað saman og sett rólega út í eggjahræruna. Deigið sett í vel smurt eldfast mót eða litla ofn- skúffu. Eplin eru skræld og skorin í sneiðar sem stungið er ofan í deigið. Sykri og kanil sem hrært hefur verið saman er stráð yfir og kakan bökuð við 175 gráður í um það bil 50 mínútur. Apríkósusultan og vatnið er hitað og því smurt yfir kökuna heita. ■ Almennt er talið að pitsan eigi rætur að rekja til Ítalíu, en þó eru til sagnir um brauð sem minnir á pitsur meðal Grikkja, Rómverja og Egypta til forna. Þeir bökuðu brauð í leirofnum og krydd- uðu með ólífum og allskyns kryddi, en pitsuna eins og við þekkjum hana í dag má þó trúlega rekja til lágstéttarinnar í Napólí á síðari hluta 18. aldar. Það var svo bakarinn Raffaele Esposito sem fyrstur bauð aðlinum upp á pit- su, en hann útbjó sérstakan rétt handa Umberto kon- ungi og Margarítu drottningu þegar þau komu í heimsókn til Napólí. Raffaele vildi sýna konunginum föður- landsást sína og valdi álegg á pitsuna í litum Ítalíu, rauða tómata, hvítan mósarellaost og græna basilíku. Pits- una nefndi hann eftir drottningunni „pitsa margaríta“. Drottningin varð ákaflega hrifin og í framhaldi af þessu breidd- ist hróður pitsunnar út og varð vinsæll matur meðal allra stétta. Pitsan barst svo til Bandaríkjanna um aldamótin með ítölskum innflytjendum og nú er pitsan jafn bandarísk og hafnabolti og eplapæ. Það eru þó ekki bara Bandaríkjamenn og Ítalir sem elska pitsur því þær eru í dag með vinsælli réttum um veröld víða. ■ Frá Sambucca-héraðinu á Sikiley kemur ávaxtaríkt og að- gengilegt vín sem hefur mikinn karakter. Kryddað og spenn- andi vín með þægilegan ávöxt og þétt eftirbragð. Gott með bragðmiklu risotto, kraftmiklu pasta, kjúklingi, grís og lamba- kjöti. Feudo Arancio er í eigu vínfyrirtækisins Mezzacorona sem staðsett er í norðurhluta Ítalíu og eru þeir að svara kalli almennings með því að gera vín á Sikiley sem nýtur mikilla vinsælda um þessar mundir. Feudo Arancio er sönnun þess að Sikiley er frábært vínræktarsvæði. Verð í Vínbúðum 1.150 kr. Ein af perlunum í íslenskri veitinga- húsaflóru er án efa Hornið í Hafnarstræti, en með opnun Hornsins árið 1979 var brot- ið blað í veitingahúsarekstri í Reykjavík. Hornið fagnar 25 ára afmæli í sumar og eigendur eru þeir sömu frá upphafi, hjónin Jakob H. Magnússon og Valgerður Jó- hannsdóttir. Íslendingar voru fyrir 25 árum engan veginn vanir veitingastöðum á borð við Hornið, og margir höfðu ekki hugmynd um hvað pitsa var fyrr en Hornið opnaði. „Það voru þá helst þeir sem höfðu verið mikið í útlöndum,“ segir Valgerður. „En það varð algjör sprengja þegar við opnuð- um og oft löng biðröð eftir að komast inn.“ Valgerður og Jakob höfðu verið búsett í Danmörku í sex ár áður en þau opnuðu Hornið. „Þegar við komum heim langaði okkur að opna veitingahús þar sem þemað væri pitsa og opinn og aðlaðandi staður með þjónustu á borðin. Það tíðkaðist ekki hér nema á fínum veitingastöðum og fólk tók því fagnandi að geta komið inn á huggu- legan stað sem var þó ekki of fínn og fengið mat og þjónustu. Það var einhver rómantík yfir þessu, pitsa og rauðvín í bast- flösku, og fólki leið eins og það væri í útlöndum,“ segir Val- gerður og hlær. Hornið hefur lítið sem ekk- ert breyst nema hvað þau hjón grófu út úr kjallaranum og opn- uðu þar Djúpið sem er opið um helgar og leigt út fyrir hópa. Þá var opnaður salur inn af aðal- salnum fyrir fjórum árum sem heitir Gallerí og þar geta gestir borðað eða látið fara vel um sig að máltíð lokinni. Valgerður segir engar stórar breytingar hafa orðið á rekstr- inum, þó alltaf sé vel fylgst með því sem er að gerast „Ítalska þemað á sér fastan sess og nýtur alltaf vin- sælda. En fólk er enn að borða sömu pitsurnar,“ segir Valgerður. „Það er auðvitað alltaf eitthvert trend í gangi og núna eru pitsur með pepperóní, gráðosti, grænum pipar og ananas vinsælastar. Gamli góði hálf- máninn með skinku og osti gengur þó alltaf og svo er fólk óhrætt að prófa pitsur dagsins sem eru oft óvenjulegar. Þær geta verið með óhefðbundnu áleggi eins og kartöflum og spældu eggi svo eitthvað sé nefnt. Það er samt eins og fólk hafi gaman af að prófa eitthvað nýtt en fari svo aftur í gömlu góðu pitsuna þegar það kemur næst.“ Þrátt fyrir að mikið vatn hafi runnið til sjávar síðan Hornið opnaði og veitingahús sprottið upp eins og gorkúlur í Reykjavík, heldur Hornið alltaf velli. „Í sumar þegar Hornið fagnar 25 ára afmælinu verður mikið um dýrðir og haldin vegleg afmælisveisla. Helst vildum við bjóða allri þjóðinni upp á pitsu,“ segir Val- gerður og hlær. ■ Feudo Arancio Nero d’Avola Kryddað og spennandi vín Ítalskir dagar Campari fæst núna í fallegum gjafaumbúðum í Vínbúðum. Á málmöskjuna utan um flöskuna er orðið „rautt“ letrað á hinum ýmsu tungumálum og tala Ítalir gjarnan um „hið rauða tungumál Camp- ari“. Frakkar hafa hins vegar viljað gera tilkall til tungumáls ástarinnar og hér kemur uppskrift að einum rauðum kokteil, Frönskum kossi sem óþarfi er að þýða frekar á okkar ylhýra... Campari Rauð ástríða Pitsan er sívinsæl Hefur farið sigurför um heiminn og er með vinsælli réttum. Fyrsta margarítan: Tákn um föðurlandsást Ómótstæðileg eplakaka Campari French Kiss 6 cl Campari 2 cl Cointreau 3 cl appelsínusafi 2 tsk. púðursykur 1/2 lime smátt skorin Mulinn klaki Eplakaka Ljúffeng með ís eða rjóma. Hornið Var fyrsti veitingastaður sinnar tegundar í Reykjavík og hefur ekkert breyst í tímans rás. Hornið í 25 ár: Rómantík yfir pitsu og rauðvíni í bastflösku Valgerður Jóhannsdóttir Valgerður hefur átt Horn- ið frá upphafi og segir að neysluvenjur Íslendinga hafi breyst, en pitsurnar séu enn þær sömu. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /S TE FÁ N

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.