Fréttablaðið - 22.04.2004, Page 42

Fréttablaðið - 22.04.2004, Page 42
30 22. apríl 2004 FIMMTUDAGUR SIGRI FAGNAÐ Ed Belfour, markvörður Toronto Maple Leafs í NHL-deildinni í íshokkíi, fagnar sigri gegn Ottawa Senators í 8-liða úrslitum Austurdeildarinnar á dögunum. Leafs vann leikinn 4–1 og er komið í undanúrslit. Hokkí Claudio Ranieri, stjóri Chelsea: Tapið mér að kenna Fer Desailly í leikbann? Gaf Morientes olnbogaskot KNATTSPYRNA Franski mið- vörðurinn Marcel Desailly gæti misst af seinni leik Chelsea og Monaco í meist- aradeildinni eftir að aga- nefnd UEFA ákvað að skoða betur atvik í leik liðanna á þriðjudag þegar Desailly virtist gefa Fernando Mori- entes olnbogaskot. Ef aga- nefndin dæmir Desailly sek- an gæti hann fengið þriggja leikja bann. Desailly vildi ekki ræða atvikið eftir leikinn. „Skrifið það sem þið viljið um þetta. Ég vil bara tala um fót- bolta,“ sagði Desailly hund- fúll eftir leikinn. Ef hann fer í bann verður hann annar leikmaður Chelsea sem verður í banni í seinni leikn- um því Claude Makelele er kominn í bann en hann fékk sitt þriðja gula spjald í keppninni á þriðjudag. ■ Dapurt á Dragão-vellinum Porto og Deportivo La Coruna gerðu markalaust jafntefli í undanúrslitum Meistaradeildarinnar. FÓTBOLTI Porto og Deportivo La Coruña gerðu markalaust jafn- tefli á Dragão-vellinum í Porto í fyrri leiknum í undanúrslitum Meistaradeildar UEFA. Porto og Deportivo hafa sýnt skemmtileg tilþrif í keppninni hingað til en leikurinn í gær var heldur döpur skemmtun. „Þetta var mjög spennuþrung- ið, mjög erfitt en ekki slæm úr- slit,“ sagði Mauro Silva, fyrirliði Deportivo. „Við fáum 90 mínútur og stuðning okkar áhangenda til að ná sögulegum úrslitum,“ bætti Mauro Silva við en Deportivo hef- ur aldrei leikið til úrslita í Meist- aradeildinni. „Svona leikir eru spennandi og jafnir. Leikur beggja liða var áþekkur, hvorugt vildi taka áhættu. Nú verðum við að reyna að knýja fram úrslit.“ Mauro Silva var einn fjögurra leikmanna sem fékk gult spjald í leiknum og verður í leikbanni í seinni leiknum. Samherji hans Jorge Andrade, fyrrverandi leikmaður Porto, verður einnig í banni en hann var rekinn af velli fyrir að sparka í mótherja sem lá á vellinum. Marktækifærin voru fá en heimamenn í Porto voru nær sigri. Nuno Maniche skaut í þver- slá á 67. mínútu og Edgaras Jankauskas skallaði framhjá af markteig um tíu mínútum fyrir leikslok. Walter Pandiani fékk besta færi Deprotivo á níundu mínútu en hann skaut yfir markið úr miðjum vítateig. ■ Átt flú Íslandsvini? Í vinning er fer› fyrir tvo til Reykjavíkur* frá einhverjum af fjölmörgum áfanga- stö›um Icelandair og gisting í flrjár nætur á Nordica Hotel. Innifali› er dekurdagur í Laugum – Spa, glæsilegur kvöldver›ur fyrir tvo í Sjávarkjallaranum og Gestakort Reykjavíkur í flrjá daga, sem veitir frían a›gang a› helstu söfnum borgarinnar, öllum sundlaugum og strætó. Auk fless veitir korti› frábær afsláttarkjör af ‡mis konar afflreyingu, vörum og veitingum. Far›u á www.visitreykjavik.is og flú gætir or›i› gestgjafi ársins flér a› kostna›arlausu. Sendu erlendum vinum og vi›skiptafélögum póstkort í gegnum www.visitreykjavik.is og bjóddu fleim til höfu›borgar Íslands me› persónulegri kve›ju frá flér. fiar me› lenda fleir í sérstökum happdrættispotti sem dregi› ver›ur úr fyrir 15. maí. * Fer›in gildir ef bóka› er me› lágmark flriggja vikna fyrirvara á tímabilinu 15. maí 2004 – 15. maí 2005 a› undanskildu tímabilinu 15. júní – 15. ágúst. Vinningshafi grei›ir flugvallarskatta. ÍS LE N SK A A U G LÝ SI N G A ST O FA N /S IA .I S H BS 2 43 79 04 /2 00 4 Ferðamálaráð Íslands www.icetourist.is FÓTBOLTI Vítaspyrna Francesco Totti tryggði Roma jafntefli, 1–1, gegn erkiféndunum í Roma í gær. Bernardo Corradi skoraði mark Roma í fyrri hálfleik en Totti skoraði þegar hálftími var til leiksloka. Leikurinn var upphaf- lega á dagskrá fyrir um mánuði en ekki tókst að ljúka honum þá vegna óláta áhorfenda. Roma er í öðru sæti deildarinnar með 67 stig, átta stigum á eftir AC Milan, þegar fjórar umferðir eru eftir. ■ Ítalía MARCEL DES- AILLY Undir smásjá aganefndar UEFA. KNATTSPYRNA Claudio Ranieri, knattspyrnustjóri Chelsea, hefur tekið fulla ábyrgð á tapi Chelsea gegn Monaco í meistaradeildinni. Eftir að Chelseamenn urðu einum fleiri skipti Ranieri varnarmann- inum Mario Melchiot af velli fyrir sóknarmanninn Jimmy Floyd Hasselbaink og ætlaði greinilega að ná sigri á útivelli. Sú ákvörðun sprakk í andlitið á Ítalanum því Monaco nýtti sér gloppurnar í vörn Chelsea til fulls og skoraði tvö mörk gegn engu, manni færri. „Einum manni fleiri vildum við vinna leikinn en það gekk ekki eft- ir. Það virtist allt ganga á afturfót- unum hjá mínum mönnum. En ég kenni leikmönnunum ekki um tap- ið. Það er mín sök. Ég tek á mig ábyrgðina þar sem ég hef verið í boltanum í 30 ár. Ég gerði þessar breytingar því ég taldi þær vera liðinu fyrir bestu.“ ■ CLAUDIO RANIERI Ég tek á mig ábyrgðina. BARÁTTA Carlos Alberto, hjá Porto, skýlir boltanum fyrir Manuel Pablo, leikmanni Deportivo.

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.