Fréttablaðið - 22.04.2004, Síða 56

Fréttablaðið - 22.04.2004, Síða 56
SÍMANÚMER FRÉTTABLAÐSINS: 515 75 00, fax: 515 75 16 Ritstjórn: 515 75 05, fax: 515 75 06, ritstjorn@frettabladid.is Auglýsinga- og markaðsdeild: 515 75 15 - fax 515 75 16, auglysingar@frettabladid.is Dreifing: 515 75 00, dreifing@frettabladid.is VI Ð S EG J U M F R É T T I R Hvar er feg- ursta fljóðið? SM Á A U G L Ý S I N G AS Í M I N N E R 550 5000 Spegill spegill herm þú mér Hver fegurst er á landi hér? VONDA STJÚPAN drottningin vildi fá svar þess efnis að það væri hún sem bæri af öllum öðrum í feg- urð, en töfraspegillinn sem átti svar við öllu svaraði því til að góða stúlk- an sem hafði verið plötuð, væri feg- urst. ÞAÐ ER varla að maður trúi því árið 2004 að sú lágkúra, sem fegurð- arsamkeppni er, sé nú enn einu sinni að hellast yfir fólk. Með sandpapp- írsmeðferð á hrufóttar kinnar og maraþonhlaupi á bráðnauðsynlegu gúmmífæribandi kviknar fegurð að innan og persónuleiki sem þeytist fram úr enni stúlku sem bíður krýn- ingar í konungsríki kjánanna, sem eru sérfræðingar í innri fegurð. ÞAÐ ER náttúrulega ekki von á góðu þegar heil sjónvarpsstöð gerir út á þennan menningarauka í mati á helmingi mannkyns. Það voru nokk- ur ár sem þessi vitleysisgangur lá niðri. Svo spruttu þessir fegurðar- sérfræðingar allt í einu upp úr fjós- haugnum eins og gorkúlur og þetta varð að skemmtidagskrá. En hverj- um er skemmt? Hvað er eiginlega skemmtilegt við það að sjá unglings- stúlkur hökta um á háum hælum á kjólum með bert niður á rass og snúa sér nokkra hringi? JÚ, ÞAÐ er rosalega skemmtilegt að sjá hvað þær hafa mikinn persónu- leika og hvað það eru mikil tækifæri þessu samfara. Tækifæri til þess að koma sér áfram í aurskriðu skemmt- anaiðnaðarins. Þær geta orðið stiga- verðir í spurningarkeppnum þar sem strákar keppa við stráka um þekkingu á ýmsum málefnum. Þær geta unnið sér inn krem og smyrsl fyrir þúsundir króna og þær geta fengið að auglýsa bíla ef vel gengur. NÚ SVO er þetta víst svo óskap- lega þroskandi. Að ég minnist nú ekki á hvað það er frábært að fá þarna tækifæri til þess að læra hvernig hirða á neglurnar einkum og sér í lagi ef þær eru úr gerviefni. Samkeppni er af hinu góða segja postular frelsisins sem predika án afláts og strá fræjum oní sandkass- ana. Á hvaða slóð er hægt að finna hið eðla fljóð? ■ Bakþankar ELÍSABETAR BREKKAN

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.