Fréttablaðið - 24.04.2004, Side 12

Fréttablaðið - 24.04.2004, Side 12
24. apríl 2004 LAUGARDAGUR Sólsetrið hjálpar farfuglum: Rata rakleitt FARFUGLAR Samkvæmt nýjustu rannsóknum nota farfuglar sól- setrið til að komast leiðar sinnar á milli sumar- og vetrarheim- kynna sinna. Vísindamenn í Bandaríkjunum festu útvarps- senda á þresti og fylgdu þeim eft- ir í um 1.200 kílómetra. Þeir komust að því að þótt fuglarnir flygju oft í ranga átt allan daginn kæmust þeir aftur á rétta braut um rökkurbil næsta dag. William Cochran, stjórnandi rannsóknar- innar, segir að fuglarnir noti segulsviðsáttavita þegar þeir ferðast á næturnar og uppfæri áttavitann með því að nota sól- setrið. Þetta gerir þeim kleift að ferðast skekkjulaust þrátt fyrir umskipti í segulsviði jarðar á norðlægum breiddargráðum. Hann bætir við að fleiri fuglar í náttúrunni sem ferðast á næturn- ar gætu notað rökkurstaðlaðan segulsviðsáttavita. Erfitt er þó að fylgja þröstunum eftir þar sem þeir geta ferðast á allt að sextíu kílómetra hraða á klukkustund. ■ Jarðgöng til Eyja engin töfralausn Framkvæmdastjóri Nýsköpunarstofu Vestmannaeyja segist fullsaddur af einhliða málflutningi um kosti jarðganga til Vestmannaeyja. Hann bendir á að Vestfjarðagöng hafi ekki aukið ferðamannastraum þangað. SAMGÖNGUR „Dæmin hérlendis og erlendis sanna svo ekki verður um villst að það er ekkert gefið að bættar samgöngur auki straum ferðamanna,“ segir Sigurjón Har- aldsson, framkvæmdastjóri Ný- sköpunarstofu Vestmannaeyja. Hann segir umræðuna um jarð- göng milli lands og Eyja á hálum ís og bendir á að fleiri hliðar séu á því máli en komið hafa fram hingað til. „Umræðan hefur verið afar einsleit en út- gangspunkturinn hefur verið sá að betri sam- göngur leiði til aukins ferðamannastraums, sem íbúar muni svo njóta góðs af. Þetta er sama umræða og átti sér stað á Vestfjörðum fyrir daga Vestfjarðaganga en þar hef- ur lítið sem ekkert áunnist í ferða- málum og enginn talar lengur um þau gríðarlegu áhrif sem göngin áttu að hafa á byggðarlögin á Vestfjörðum.“ Sigurjón telur að markaðssetn- ing skipti meginmáli fyrir byggðarlög sem vilja komast á kort ferða- langa og þar sé pottur brotinn í Vestmannaeyj- um. „Kjarni málsins er sá að ferðamennska gengur út á markaðs- setningu og eingöngu að litlu leyti út á samgöng- ur. Eftirspurn eftir betri samgöngum er afleiðing góðrar markaðssetning- ar og ekki þýðir að ana út í dýrar framkvæmdir til að búa til eftirspurn sem er ekki til staðar. Það tvöfald- ar ekkert byggðarlag götur fyrr en ein gata annar ekki lengur um- ferðinni.“ Sigurjón segist hlynntur göng- um til Eyja en þó aðeins að því gefnu að eftirspurning sé eftir þeim möguleika. „Menn eru komnir fram úr sjálfum sér og við höfum engar forsendur fyrir því að ferðamönnum fjölgi við að byggja jarðgöng sem eru eins og staðan er í dag óarðbær fyrir þjóðfélagið. Tvímælalaust eru jarðgöng kostur fyrir íbúa hér í Eyjum en til að trekkja að erlenda ferðamenn í einhverjum mæli þarf markvissar markaðsaðgerðir sem með tíð og tíma geta gefið raunhæfa áætlun um þróun ferða- mannastraums til Eyja í framtíð- inni.“ albert@frettabladid.is KÍNA Ungbörn í Anhui-héraði í Kína sem var gefin gölluð mjólk- urblanda hafa komist undir lækn- ishendur vegna vannæringar. Þar var um 200 börnum gefin mjólk- urblanda með litlu næringargildi. Einnig fundust vannærð börn í ná- grannahéraðinu Shandong. Þrett- án ungbörn hafa dáið af þessum sökum en óttast er að eftir eigi að tilkynna fleiri dauðsföll. Læknar í Kína segja að þetta sé versta til- felli vannæringar í tuttugu ár. Ekki er víst hvort eiturefni hafi verið í mjólkurblöndunni en sum börn dóu innan þriggja daga frá inntöku mjólkurblöndunnar. Inni- hélt hún einungis örlítið af þeim næringarefnum sem ungbörn þurfa til að vaxa úr grasi. Yfir- völd í Kína hafa tilkynnt að van- nærðu börnin fái ókeypis læknis- aðstoð. Sviknar vörur eru oft til sölu í dreifbýli í Kína því þar er eftirlit mjög lítið og viðskiptavin- irnir oft illa upplýstir. ■ DAGBLAÐIÐ VÍSIR 92. TBL. – 94. ÁRG. – [LAUGARDAGUR 24. APRÍL 2004 ] VERÐ KR. 295 Dómari í EnskuEiður á það til að væla Bls. 36-37 Hilmir Snær Leikurí breskri stórmynd ásamt Jason Biggs Bls. 16 GusGus- stjarna neitar að hætta í Miracle of Love Laufey Elíasdóttir, eiginkona og barnsmóðir Sigurðar Kjartanssonar, sem var í GusGus, hefur beðið hann að hætta í bandarískum sértrúar- söfnuði, án árangurs. Bls. 8 Páll Magnússon er snúinn aftur á Stöð 2 og les fréttir af meira öryggi en nokkru sinni fyrr. Í helgarviðtali DV talar hann um endurkomuna, lífiðmeð Kára Stefáns- syni, drykkju- skapinn og sextugs-aldurinn sem nálgast óðfluga. Bls. 30-31 Hjónaböndin, hégóminn brennivíniðKolkrabbinn keypti fölsuð málverkFölsunarmálið í máli og myndum Bls. 24-25 Páll Magnússon gerir upp við hégómann, hjónaböndin og brennivínið Sérfræðingar KB banka: Mæla með Volvo VIÐSKIPTI Starfsmenn KB banka í Svíþjóð mæla með kaupum á bréf- um sænska bílafyrirtækisins Volvo í nýrri greiningu. Mats- gengi greiningar á verðmæti félagsins er 275 sænskar krónur á hlut. Gengi bréfa Volvo á markaði er 260 krónur á hlut og er því mælt með kaupum á bréfunum. Í greiningunni kemur meðal annars fram sú skoðun að eftir samein- inguna við Renault hafi sala á vörubifreiðum tekið mikinn kipp í Bandaríkjunum en um fjórðungur tekna samstæðunnar kemur frá mörkuðum í Norður-Ameríku. KB banki gerir ráð fyrir rekstrarbata hjá Volvo á næstu árum. ■ Mjólkurblanda drepur: Næringarskortur hrjáir börn VESTMANNAEYJAR Sigurjón Haraldsson segir ekkert benda til að bættar samgöngur milli lands og Eyja auki straum ferðamanna. VESTFJARÐAGÖNGIN Hafa vissulega skilað Vestfirðingum betri samgöngum en ekki fleiri ferðamönnum. SKÓGARÞRÖSTUR Á GREIN Útvarpssendar sem settir voru á skógar- þresti staðfestu að þótt fuglarnir fljúgi langt af leið lungann úr deginum, kom- ast þeir aftur á rétta braut um rökkurbil og nýta sólsetrið til að rétta kúrsinn.

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.