Fréttablaðið - 24.04.2004, Síða 45

Fréttablaðið - 24.04.2004, Síða 45
LAUGARDAGUR 24. apríl 2004 Hringdu í fljónustudeild DHL í síma 535-1122. DHL sendir ekki bara hra›sendingar og frakt milli landa. Me› jafn glö›u ge›i fljótum vi› me› sendinguna flína flvert yfir landi› e›a til næsta bæjar. fiú n‡tur flví árei›anlegrar fljónustu lei›andi alfljó›legs flutningsfyrirtækis og flæginda innanlandsflutninga. www.dhl.is Meiri fljónusta innanlands.Afhendum samdægurs e›a næsta dag um allt land. Blóm í Gar›inn. Unnið er að gerð heimildarmyndar um John Kerry sem gæti komið George W. Bush illa. Kvikmyndir til höfuðs Bush Leikstjórinn George Butler gerðiá sínum tíma heimildarmynd um Arnold Schwarzenegger sem kom austurríska vöðvatröllinu rækilega á kortið og varð til þess að kvik- myndatilboð streymdu til hans. Nú er Butler að vinna að heimildar- mynd um John Kerry, forsetafram- bjóðanda demókrata. Myndin verð- ur frumsýnd í september en þá hef- ur kosningabaráttan fyrir forseta- kosningarnar náð hámarki. Butler segir að enginn forsetaframbjóð- andi síðustu áratuga hafi átt jafn áhugaverða ævi og Kerry. Hann segir að Kerry sé mjög vanmetinn sem stjórnmálamaður og að hann búi yfir gríðarlegum viljastyrk. Í myndinni verður rætt við Kerry og þá sem standa honum næst, ræki- lega verður fjallað um tíma hans í Víetnamstríðinu og friðarbaráttu hans. Butler og Kerry eru nánir vin- ir og unnu meðal annars saman að bók um hermenn í Víetnam. Heim- ildarmyndin hefur fengið nafnið Tour of Duty. George Bush hefur ástæðu til að hafa áhyggjur af myndinni, sem mun örugglega sýna Kerry í hetjulegu ljósi. Þetta er þó ekki eina myndin sem kann að vinna gegn Bush í kosn- ingaslagnum. Bráðlega verður frum- sýnd stórmyndin The Day After Tomorrow, sem er stórslysamynd um hættur sem skapast vegna skeyting- arleysis stjórnvalda gagnvart þynn- ingu ósonlagsins. Erkióvinur Bush, Michael Moore, mun síðan frumsýna mynd sína Fahrenheit 9/11 í septem- ber, en þar fjallar hann um tengsl Bush-fjölskyldunar við Osama bin Laden. Enn önnur mynd er His Silver City með Chris Cooper. Cooper leikur þar klaufalegan mann sem hefur á bak við sig afar hægrisinnað ættar- veldi. Hann býr ekki yfir votti af stjórnvisku en það kemur ekki í veg fyrir framboð hans til ríkisstjóra í Colorado. En svo finnst lík og sá fundur ógnar möguleikum frambjóð- ands. Menn eru ekki í vafa um hver er fyrirmyndin að persónu Coopers í myndinni. ■ JOHN KERRY Hann hefur átt hetju- lega ævi, og heimildar- mynd um hann gæti komið George Bush illa.

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.