Fréttablaðið - 24.04.2004, Page 57

Fréttablaðið - 24.04.2004, Page 57
LAUGARDAGUR 24. apríl 2004 ■ KVIKMYNDIR ■ MYNDLIST 45 Sumarið er komið DSC-T1 stafræn Cybershot myndavél frá Sony. Myndavélin er með nýrri innbyggðri Carl Zeiss “ Vario-Tessar”linsu sem er með 3x aðdrátt(optical). Hún er ótrúlega nett, einungis 60 mm. á hæð og 21 mm. á breidd. Hleðsla og tenging við tölvu er leikur einn með hleðslustöðinni sem fylgir. 5.0 milljón pixlar 2.5” hágæða litaskjár Memory Stick Pro Duo 5.799 krónur í 12 mánuði* eða 69.588 krónur DSC-P12 5.0 milljón pixlar 3x aðdráttur (9.6x digital) Taska og aukarafhlaða(InfoLithium) fylgja 4.499 krónur í 12 mánuði* eða 53.988 krónur DSC-P72 3.2 milljón pixlar 3x aðdráttur (9.6x digital) MPEG Movie VX með hljóði 2.999 krónur í 12 mánuði* eða 35.988 krónur *Miðað við 12 jafnar vaxtalausar greiðslur á Visa eða Mastercard skuldabréf. 0,5% stimpilgjald bætist við samningsfjárhæðina og greiðist með jöfnum greiðslum yfir samningstímann. JÓN ÓSKAR Sýningu hans á vinnupappírum sem hann ætlaði upphaflega að henda lýkur í Kling og Bang á sunnudaginn. Sýningarlok hjá Jóni Óskari Sýningu Jóns Óskars, myndlist-armanns í Kling og Bang, lýk- ur um helgina en í verkunum á sýningunni tekst hann á við fyrir- bæri sem hafa staðið honum nærri í gegnum tíðina. „Þar get ég til dæmis nefnt til sögu jafn ólíka menn eins og Ringó Starr og Alfinn Álfakóng,“ segir Jón Óskar. Segja má að þessi sýning Jóns Óskar hafi orðið til fyrir tilviljun, eða eins og hann sjálfur orðar það: „Hún varð til óvart.“ Hann var að vinna að myndum og var með vinnupappíra sem hann teiknaði á og tók svo þrykk af, svipað og þegar menn gera graf- ík. „Ég ætlaði að henda þessum vinnupappírum en svo sá ég að þeir eru skemmtilegir og ákvað að nota þá. Það eru þeir sem ég er að sýna á þessari sýningu.“ En hvað verður þá um hinar raunverulegu myndir eða „mæð- ur“ vinnupappíranna? „Það er önnur sýning, sem verður seinna á þessu ári og verður eins konar spegilmynd af þessari sýningu. Sú sýning er þegar til.“ Þessari sýningu lýkur hins vegar á sunnudaginn en hún er opin klukkan 14–18. Jón Óskar segir að sér gangi bærilega að lifa af listinni. Hann sinnir þó öðrum störfum sam- hliða og hefur fengist við útllits- hönnun á dagblöðum með áber- andi góðum árangri. „Það hafa verið tímabil þegar ég hef haldið mig á vinnustofunni og sinnt myndlistinni eingöngu. Á þeim tímabilum finn ég að ég einangr- ast og verð full sjálfhverfur. Þess vegna finnst mér gott að vera í vinnu hálfan daginn þar sem ég er meðal fólks. Ég nærist á þeirri samveru sem er á dagblöðum og þangað koma allar sögur samfé- lagsins. Í gegnum tíðina hefur það nýst mér afar vel í myndlist- inni.“ ■ Undarlegt minni ungrar stúlku Í dag verður frumsýnd í bíósalMÍR við Vatnsstíg 15 mínútna stuttmynd eftir Rachael K. LeValley, bandaríska kvikmynda- gerðarkonu sem hefur dvalið hér á landi í nokkrar vikur. Myndin er tekin á Kúbu og nefnist „El Extraño Recuerdo de Irene A“ eða „Hið undarlega minni Írenu A“. „Það var ekki löglegt fyrir mig að ferðast til Kúbu, þannig að ég tók flugvél til Mexíkó og flaug þaðan til Havana. Þar kynntist ég yndislegu fólki og gerði með þeim þessa mynd.“ Myndin er undarleg blanda af tilraunamynd, frásagnarmynd og heimildarmynd. Hún er tekin frá sjónarhóli níu ára stúlku, Irene, sem rifjar upp minningar sínar. Rachael segist ekki vita al- mennilega hvers vegna hún kýs að frumsýna þessa fyrstu stutt- mynd sína hér á landi. „Ég kom hingað ekki með það í huga. Ég var að flýja land og flytja til Frakklands, en mér fannst fallegt hér á landi þótt stjórnvöld hér séu ekkert skárri en í Bandaríkjunum.“ Næsta mynd hennar verður tekin í Nígeríu, en hér á landi hef- ur hún verið að taka upp hluta af tilraunakenndri heimildarmynd, sem nefnist Samræður við hluti og fjallar um ýmsar þversagnir í hugsun okkar. ■ RACHAEL K. LEVALLEY Frumsýnir fyrstu stuttmynd sína í MÍR-salnum við Vatnsstíg í dag. Myndin verður sýnd klukkan 13, 14, 15, 16 og 17. Sjö stórsveitir í Ráðhúsinu Á vorin efnir Stórsveit Reykja-víkur jafnan til sannkallaðrar stórsveitaveislu í Ráðhúsi Reykjavíkur. Hátíðinni er ætlað að efla stórsveitir á landinu og styrkja tengslin á milli þeirra. Þótt Stórsveit Reykjavíkur beri höfuð og herðar yfir aðrar stórsveitir á landinu, þá eru starf- ræktar sex skólastórsveitir sem allar taka þátt í tónleikunum. Þær eru: Stórsveit Tónlistar- skóla FÍH, stjórnandi Edward Fredriksen, Stórsveit Tónmennta- skóla Reykjavíkur og Tónskóla Sigursveins D. Kristinssonar, stjórnandi Sigurður Flosason, Stórsveit Tónlistarskóla Hafnar- fjarðar og Tónlistarskóla Garða- bæjar, stjórnendur Edward Fred- riksen og Stefán Ómar Jakobsson, Léttsveit Tónlistarskóla Reykja- nesbæjar, eldri deild, stjórnandi Karen Sturlaugsson, og Léttsveit Tónlistarskóla Reykjanesbæjar, yngri deild, stjórnandi Eyþór Kol- beins. Tónleikarnir hefjast klukkan 14 og er aðgangur ókeypis. ■ STÓRSVEIT REYKJAVÍKUR Spilar í Ráðhúsinu ásamt sex öðrum stór- sveitum. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /P JE TU R

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.