Fréttablaðið - 27.04.2004, Blaðsíða 12

Fréttablaðið - 27.04.2004, Blaðsíða 12
12 27. apríl 2004 ÞRIÐJUDAGUR TSJERNOBYL-SLYSSINS MINNST Átján ár voru í gær liðin frá því versta kjarnorkuslys sögunnar varð í Tsjernóbyl í Úkraínu. Þá brann einn fjögurra kjarnaofna kjarnorkuversins yfir. Á meðal viðstaddra þegar slyssins var minnst í gær var Alexandra Lihova en hún missti systur sína í slysinu. Þingmenn vilja bæta úr hjólreiðasamgöngum: Stofnbrautakerfi fyrir hjólreiðar ALÞINGI Fimm þingmenn úr öllum flokkum á Alþingi vilja að búið verði til sérstakt stofnbrautakerfi fyrir hjólreiðar og hafa lagt fram þingsályktunartillögu þess efnis. Kolbrún Halldórsdóttir, þing- maður Vinstri grænna sem er fyrsti flutningsmaður tillögunnar, segir að tillagan gangi út á það að stofnuð verði nefnd sem skoði með hvaða hætti sé hægt að setja stofn- brautir fyrir hjólreiðar inn í vega- lög. Hugsunin sé sú að hjólreiða- brautakerfið tengi saman þéttbýl- isstaði og hjólreiðastíga einstakra sveitarfélaga við þjóðvegakerfið. „Það hefur verið vandamál að stígakerfi, til dæmis sveitarfélag- anna á höfuðborgarsvæðinu, er ekki samræmt,“ segir Kolbrún. „Með því að búa til stofnbrauta- kerfið verður hægt að hjóla á sama stígnum milli sveitarfélaga.“ Kolbrún segir að sífellt fleiri noti hjól sem samgöngutæki og því sé nauðsynlegt að bæta hjólreiða- brautakerfið. Nauðsynlegt sé að búa til sérstakar brautir fyrir hjól þannig að hjólreiðamenn séu ekki að stefna sjálfum sér og gangandi vegfarendum í hættu þegar hjólað sé úti á götu eða á gangstígum. „Þetta er þingmannatillaga sem ég held að hafi mikinn pólitískan stuðning. Þó að hún fari ekki í gegn núna í vor vonast ég til að hún verði afgreitt á næsta þingi. Þetta er sjálfsagt mál á dögum sjálf- bærra samgangna.“ ■ ZAPATERO Í MAROKKÓ Ákvörðun hans um að draga spænskt her- lið frá Írak nýtur yfirgnæfandi stuðnings. Spánn: Meirihluti fylgjandi Zapatero SPÁNN Tæplega 70 prósent Spán- verja eru hlynntir þeirri ákvörð- un Zapateros forsætisráðherra að draga herlið Spánar frá átökunum í Írak. Þetta kemur fram í könnun sem gerð var fyrir dagblaðið El Mundo í gær. Kemur fram að inn- an flokks síns nýtur Zapatero yfir 90 prósenta stuðnings vegna þess- arar ákvörðunar en aðeins 26 pró- senta hjá flokki fyrrum forsætis- ráðherra, Jose Maria Aznar. Í sömu könnun kemur fram það álit tæplega 50 prósenta þeirra sem þátt tóku að sprengjuárásirn- ar í Madrid þann 11. mars síðast- liðinn hafi hjálpað Zapatero og sósíalistaflokki hans, PSOE, við að ná völdum í landinu. ■ Á HJÓLI Sífellt fleiri nota hjól sem samgöngutæki og því er nauðsynlegt öryggisins vegna að bæta hjólreiðabrautakerfið. M YN D /A P Stjórnvöld eru í klemmu vegnaákvarðana um sparnað í lyfja- málum landsmanna. Ef fyrirhug- aðar aðgerðir ganga eftir sparast 450 milljónir króna á lyfjareikn- ingi Tryggingastofnunar ríkisins og um 500 milljónir króna með lækkaðri álagningu í heildsölu og smásölu lyfja. En eins og þessi sparnaðaráform eru lögð upp geta þau ekki gengið eftir. Það var upp úr mánaðamótum sem Jón Kristjánsson heilbrigðis- ráðherra tilkynnti um aðgerðir til lækkunar lyfjakostnaðar upp á 450 milljónir. Hann sagði þá og hefur ít- rekað síðan, að ráðuneytinu hefði verið gert að spara þessa upphæð. Vísaði hann meðan annars til skýrslu ríkisendurskoðunar um lyfjakostnað hér á landi og að þar kom fram, að hefðu landsmenn gre- itt jafnmikið fyrir lyf að meðaltali og Danir og Norðmenn á síðasta ári hefði lyfjakostnaður hér á landi orðið 4,4 milljörðum króna lægri heldur en hann varð. Þetta töldu ís- lensk stjórnvöld óásættanlegt. Ýmsar aðgerðir voru kynntar til að ná fram þessum sparnaði. Þær mæltust mjög misjafnlega fyrir. Hömlur á notkun rítalíns og annarra örvandi lyfja vöktu til að mynda ekki sérlega hörð við- brögð. Annað var uppi á teningn- um þegar tilkynnt var að upp yrði tekið viðmiðunarverð lyfja með sambærileg klínísk meðferðar- áhrif. Þetta yrði gert í þremur kostnaðarsömustu lyfjaflokkun- um, það er sýrubindandi maga- lyfjum, blóðfitulækkandi lyfjum og þunglyndislyfjum. Þessi sparn- aðaraðgerð á að taka gildi nú 1. maí næstkomandi,og þýðir í raun að niðurgreiðsla er miðuð við ódýrasta lyfið í hverjum lyfja- flokki. Ólögleg veiðarfæri: Tvö mál á einni viku VEIÐARFÆRI Við rannsókn löggæslu- manna varðskipsins Ægis um borð í dragnótarbáti um helgina kom í ljós að möskvar dragnótarinnar voru of smáir. Skipstjóra var gert að halda til hafnar í Grindavík þar sem lög- regla hélt rannsókn málsins áfram. Þetta er í annað skipti á einni viku sem löggæslumenn á Ægi hafa fært skip til hafnar vegna ólöglegra veiðarfæra. Lagt var hald á afla dragnótarbátsins og hann vigtaður og seldur en hugsanlegt er að ágóð- inn af sölunni verði gerður upptæk- ur með dómsúrskurði. ■ SPARNAÐUR Í LYFJAMÁLUM Hömlur og viðmiðunarverð eru helstu ráðagerðir stjórnvalda til að ná lyfjakostnaði niður. JÓN KRISTJÁNSSON Leitar leiða í stöðunni. Stjórnvöld í klemmu Stjórnvöld eru í klemmu vegna ákvarðana um sparnaðaraðgerðir í lyfjamálum. Ef þau keyra viðmiðunarverðið í gegn, er hætt við að samkomulag við lyfjaheildsala haldi ekki. Þar fýkur allt að 500 milljóna króna sparnaður. Fréttaskýring JÓHANNA S. SIGÞÓRSDÓTTIR ■ skrifar um lyfjamál.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.