Fréttablaðið


Fréttablaðið - 27.04.2004, Qupperneq 15

Fréttablaðið - 27.04.2004, Qupperneq 15
15ÞRIÐJUDAGUR 27. apríl 2004 GÆÐAVARA – BETRA VERÐ! G. FORCE profiler eru ný og glæsileg High-Performance-dekk frá BFGoodrich. Þú færð þessi dekk á ótrúlegu verði hjá okkur. JEPPADEKK • FÓLKSBÍLADEKK • JEPPADEKK • FÓLKSBÍLADEKK • JEPPADEKK LEIÐANDI Í LÆGRA DEKKJAVERÐI FISKVEIÐAR Afar góð aflabrögð hafa verið úti fyrir ströndum Norð- austurlands undanfarnar vikur, að sögn Gunnars Jónssonar, vinnslu- stjóra hjá GPG á Raufarhöfn. Á vefnum local.is er það haft eftir Gunnari að hann muni ekki eftir annarri eins veiði á þessum árs- tíma. Það hefur verið nóg að gera í vinnslu GPG, sem framleiðir létt- saltaðar þorskafurðir fyrir Spán- armarkað. Nú er hins vegar ekki róið vegna hins árlega hrygn- ingarstopps. „Við brúum bilið í hrygningarstoppinu með vinnslu á Rússafiski. Við miðum við að eiga alltaf slíkan fisk í geymslum hjá okkur þannig að við þurfum aldrei að stöðva vinnsluna,“ segir Gunnar. ■ Á RAUFARHÖFN Gunnar Jónsson, vinnslustjóri hjá GPG á Raufarhöfn, segir að aflabrögð hafi verið afar góð á undanförnum vikum. Góð aflabrögð á Norðausturlandi: Man ekki eftir öðru eins FÍKNIEFNI Lögreglan á Selfossi handtók á dögunum konu sem var ásamt þriggja mánaða gömlu barni sínu að heimsækja fanga á Litla-Hrauni. Sérþjálfaður hund- ur tollgæslunnar hafði veitt kon- unni athygli og lék grunur á því að hún hefði í fórum sínum fíkni- efni sem hún ætlaði að smygla inn í fangelsið. Konan var flutt á lögreglu- stöðina á Selfossi þar sem hún framvísaði þrjátíu grömmum af hassi. Hún var látin laus að lok- inni yfirheyrslu og telst málið upplýst. Fulltrúar frá félags- málayfirvöldum í Árborg voru kallaðir til vegna barnsins, en slíkt er venjan þegar börn undir átján ára aldri tengjast lögreglu- rannsókn. ■ LITLA-HRAUN Kona sem var að heimsækja fanga á Litla-Hrauni var handtekin með 30 grömm af hassi. Kona með kornabarn: Fór með hass á Litla-Hraun Fyrrum framkvæmdastjóri þingflokks Sjálfstæðisflokks: Varð að segja mig úr flokknum ÚRSÖGN „Ég er genetískur sjálf- stæðismaður sem hefur starfað fyrir flokkinn og sporin voru þung í Valhöll til að segja mig úr flokknum, en ég gat ekki ann- að,“ segir Ólafur Arnarson, fyrrverandi aðstoðarmaður menntamálaráð- herra og fyrrum f r a m k v æ m d a - stjóri þingflokks s j á l f s t æ ð i s - manna. Hann segist enn vera sami sjálfstæðismaður- inn en það sé eins og ofbeldisgengi með einræðis- drauma hafi tekið gamla góða flokk- inn í gíslingu. Þá vísar hann til Sparisjóðsmálsins og fjölmiðlafrum- varpsins þegar hann segir að tvisvar á einum vetri hafi flokkur- inn beitt sér fyrir l a g a b r e y t i n g u sem sérstaklega sé beint gegn einstökum fyrirtækjum. „Verið er að tala um vanda- mál á fjölmiðlamarkaði og þessi lög keyrð í gegn núna eins og sjálfstæði þjóðarinnar sé í hættu. Ég sé eitt vandamál á fjölmiðlamarkaði og það er Rík- isútvarpið, sem er eins og fíll í glervörubúð. Það fær nauðung- argjöld og fær jafnframt að vera á auglýsingamarkaði. Ef Sjálfstæðisflokkurinn hefði haft manndóm í sér og selt eða tekið RÚV af auglýsingamarkaði hefði skapast þannig umhverfi að Norðurljós hefðu ekki lent í hremmingum.“ Ólafur segir árásir á einstak- linga og fyrirtæki hafa keyrt fram úr hófi. Formaður flokks- ins hafi leynt og ljóst reynt að grafa undan dómstólum. Ef hann tapi máli fyrir Hæstarétti ráðist hann með offorsi gegn réttinum. Ólafur segist lítið hrif- inn af hugmynd- um um að veita lögreglustjóra heimild til hler- ana og að hnýs- ast í einkalíf fólks án þess að leita dómsúr- skurðar. Þá segir hann útlendinga- frumvarpið særa sína réttlætis- kennd. „Ungir þing- menn flokksins sem voru tals- menn lítilla ríkisafskipta og lágra skatta þegja allir núna en mæta í sjónvarp til að flytja boðskap leiðtogans.“ Ólafur er hræddur um að í Bretlandi, þar sem hann hefur búið í fimm ár, væru bæði Björn Bjarnason og Davíð Oddsson búnir að taka pokann sinn og líklega Þorgerð- ur Katrín Gunnarsdóttir líka. Skrifstofa Sjálfstæðisflokks- ins sagði að úrsagnir úr flokkn- um í gær hefðu verið eins og venja er til. hrs@frettabladid.is ÓLAFUR ARNARSON Ólafur segist vera heimilislaus í póli- tík þó hann sé enn sami sjálfstæðis- maðurinn.

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.