Fréttablaðið - 27.04.2004, Page 17

Fréttablaðið - 27.04.2004, Page 17
Smáauglýsingar byrja í dag á bls. 8 Flokkar & fjöldi Bílar & farartæki 69 stk. Keypt & selt 15 stk. Þjónusta 46 stk. Heilsa 5 stk. Skólar & námskeið 2 stk. Heimilið 7 stk. Tómstundir & ferðir 8 stk. Húsnæði 22 stk. Atvinna 19 stk. Tilkynningar 4 stk. Skylmingar á uppleið BLS. 2 Góðan dag! Í dag er þriðjudagur 27. apríl, 118. dagur ársins 2004. Reykjavík 5.12 13.25 21.40 Akureyri 4.46 13.10 21.36 Heimild: Almanak Háskólans Sólarupprás Hádegi Sólarlag Þú færð líka allt sem þig vantar á Mér finnst rosalega gott að fá svona tíma með sjálfri mér. Ég hjóla oft úr Breiðholt- inu, niður að Eiðisgranda og til baka. Það tekur svona tvo tíma,“ segir Auður Ýr Sveinsdóttir, en hún fór að stunda hjólreið- ar þegar hún bjó í Bandaríkjunum. „Ég bjó í átta ár á Washington-DC-svæðinu. Þar voru hjólreiðar mjög vinsælar. Áður var ég alltaf í spinning en langaði að vera úti. Eftir langa leit og miklar pælingar keypti ég rosa fínt, létt átján punda hjól. Þetta er götuhjól með mjóum dekkjum, það er létt- ara en fjallahjólin og fer hraðar.“ Auður Ýr gekk í hjólaklúbb í Was- hington DC, sem hittist tvisvar til þrisvar í viku. „Við tókum líka þátt í keppnum, sem flestar eru haldnar til styrktar góðgerða- starfsemi. Aðalmálið var ekki að vinna heldur bara að taka þátt og þarna var fólk á öllum stigum. Þetta hafði sitt að segja, við skráðum okkur í keppnir með nokkurra mánaða fyrirvara og fórum svo að undir- búa okkur.“ Auður Ýr segist enn ekki hafa fundið hliðstæðan hjólaklúbb hér heima en tók eftir því þegar hún kom heim að mun fleiri stunda hjólreiðar en áður. Hins vegar finnst henni að margt mætti betur fara hvað aðstöðu varðar. „Margir stígar eru góðir. En við Stekkjabakka er til dæmis búið að grafa þá sundur. Annað dæmi eru umferðarljós sem kviknar á þegar keyrt er upp að þeim. Þau gera ekki ráð fyrir hjól- reiðafólki, sem bíður og bíður og endar á því að fara yfir á rauðu. Mér finnst ekki gert ráð fyrir hjólreiðum sem eðlilegum samgöngumáta. Hins vegar er allt á betri leið og við skipulagningu nýrra svæða er gert meira ráð fyrir hjólreiðafólki.“ Auður Ýr hefur líka stundað jóga í sex ár og kennir það nú í líkamsræktarstöðinni Laugum. „Þetta er frábær blanda. Með hjólreiðunum fæ ég brennsluna og þær styrkja fæturnar. Með jóganu styrki ég svo restina af líkamanum og teygi vel á.“ audur@frettabladid.is Hreyfingin mín: Hjólreiðar og jóga fara mjög vel saman heimili@frettabladid.is Reykingar karla og kvenna og hvort þörf sé fyrir kynbundna nálgun í forvörnum og reykleysis- meðferð er efniviður málþings sem haldið verður á Grand hóteli Reykjavík 4. júní næstkomandi. Markmið málþingsins eru meðal annars að kanna mynstur og tíðni tóbaksnotkunar á Íslandi, afleiðing- ar tóbaksnotk- unar fyrir samfélagið og árangur forvarnar- starfs. Afstaða til dauðans er við- fangsefni fyrirlesturs sem David L. Kahn, dósent við hjúkrunarfræði- deild University of Texas heldur í dag. Hann byggir fyrirlesturinn á rannsókn á íbúum á heimili fyrir dauðvona fólk. Kahn er leiðandi fræðimaður um þjáninguna og merkingu hennar og um hjúkrun á líknardeildum. Fyrirlesturinn er í Norræna húsinu og hefst kl. 15. Tölvur fara verr með konur ef marka má nýja sænska rann- sókn. Fram kom að konum er hættara við vöðvabólgu eftir setur fyrir framan tölvu en körlum. 187 flugumferðarstjórar, 90 konur og 97 menn, voru rannsakaðir og teknir í viðtal í rannsókninni sem greint er frá í sænska dagblaðinu Aftonbladet. Þrátt fyrir að karlarnir og konurn- ar ynnu nákvæmlega sömu vinn- una var konum mun hættara við vöðvabólgu. Ekki er ljóst hver skýringin er, en mögulegt er talið að konur séu almennt stressaðri vegna þess að ábyrgð þeirra fyrir utan vinnustaðinn sé meiri. RSV-kvefveiran getur dvalið í líkamanum í mánuði eða jafnvel ár og þá orðið virk að nýju, sam- kvæmt niðurstöðum nýrrar rann- sóknar á músum. Áður var talið að veiran lifði aðeins í nokkra daga. RSV-veiran er mjög algeng og flest börn fá hana á fyrsta ævi- árinu. Hjá sumum börnum geta afleiðingarnar orðið mjög alvar- legar og valdið öndunarörðugleik- um. Engin bólusetning er til en vísindamenn vonast til að þessar niðurstöður hjálpi þeim að þróa bóluefni. Auður Ýr Sveinsdóttir, varaformaður Landssamtaka hjólreiðafólks. „Hjólreiðar eru góðar fyrir sálina og styrkja líkamann.“ Smáauglýsingar á 750 kr. visir.is SMÁAUGLÝSINGASÍMINN ER 550 5000 Liggur í loftinu FYRIR HEILSUNA Hestavörur, hnakkar, beisli, múlar, hnakktöskur, taumar, gjarðir, skeifur, hesthúsamottur, innréttingar o.m.fl. Vélar og þjónusta. Reykjavík, sími 5 800 200. Akureyri, sími 461 4040. Yamaha YZF 1000 Racer. Kom á götuna 12/3/04. Ekið 700 km (forskráð 14/4/2003). Nýtt hjól. Verð 1.485 þ. Mögul. á 100% láni. S. 568 3737 & 896 3677. Hanna og smíða stiga. Fást á ýmsum byggingarstigum. Sérlausnir í þrengsl- um. 25 ára reynsla. Uppl. í s. 894 0431. FASTEIGNIR HEIMILI HEILSA HÚS NÁM FERÐIR MATUR VIÐBURÐIR BÍLAR ATVINNA FJÁRMÁL TÍSKA NEYTENDUR o.fl.

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.