Fréttablaðið - 27.04.2004, Síða 18

Fréttablaðið - 27.04.2004, Síða 18
A-vítamín Er fituleysanlegt og nauðsynlegt fyrir sjón, frjósemi, ónæmiskerfið, stýringu erfða, slímhimnur og vöxt. Mikill skortur á því getur leitt til sýkinga og náttblindu. A-vítamín fæst til dæmis úr lifur, fiski, eggjum, gulrótum, spínati, grænkáli og melónum. CAMBRIDGE KÚRINN. Nýtt á Íslandi! Bæði til megrunar og uppbyggingar. Hefur öll vítamín að geyma sem líkaminn þarfnast. Verndar innri líffæri og vöðva. Viltu vita meira ? Heimsæktu þá heimasíðu okkar www.vaxtamotun.is eða í síma 894 1505 Karolína. eða 894 1507 Þóranna Þar sem þú getur treyst á gæðin YGGDRASILL, KÁRASTÍG 1, 101 RVK., S: 5624082 Lífrænt ræktaðar vörur Umboðsaðili: Ýmus ehf. Arnheiður Sigurðardóttir hjúkrunarfræðingur B.Sc IBCLC Sími 564-3607 · Fax 5643608 ymus@islandia.is · www.ymus.is Hitamælir sem sýnir örugga mælingu án þess að snerta barnið / einstaklinginn! NoTouch Hitamælir Útsölustaðir: Lyfja, Plúsapótek, Lyfjaval í Mjóddog Móðurást, Kópavogi F í t o n / S Í A F I 0 0 9 1 3 8 „Sú löngun að slá um sig með sverði, hefur blundað í mér frá blautu barnsbeini,“ segir Krist- mundur H. Bergsveinsson, for- maður Skylmingafélags Reykja- víkur. Allt frá hringleikahúsum Rómaveldis til íþróttahúsa höfuð- borgarinnar hafa skylmingar átt hug og hjarta íþróttamanna og eru skylmingar þannig ein fyrsta ólympíska keppnisgreinin. Öfugt við það sem flestir halda segir Kristmundur hlutfall meiðsla vera lágt og þakkar því hlífðarbún- ingum, sem iðkendum er skylt að klæðast við æfingar. „Skylmingar eru í raun með erfiðustu íþrótta- greinum. Í æfingum felst geysileg fótavinna og mikið úthald, snerpa og tilfinning fyrir fjarlægð. Skylm- ingarmenn hafa oft á sér álíka yfir- bragð og tugþrautarmenn, sem æfa allar greinar og eru jafnhliða á alla kanta. Gaman er að geta þess að dansiðkendur ná tiltölulega fljótt tökum á þessari tækni, sér í lagi þeir sem eru þjálfaðir í ballett- dansi. Í þessari grein gildir létt- leiki og snerpa, en í sjálfu sér er þó engin krafa gerð um ákveðið líkamsform. Sumir æfa til að vinna alla, en aðrir einfaldlega til að hafa gaman af.“ Kristmundur hefur sjálfur æft skylmingar í mörg ár og segir hann veg skylminga hafa vaxið hérlendis undanfarin ár. Iðkendur hjá Skylmingafélagi Reykjavíkur eru þannig á öllum aldri, en mest ber þó á yngri nemendum, sem flestir eru undir fermingaraldri. „Félagið hefur lagt nokkra áherslu á séræfingar fyrir stelpur í greininni, að nokkru leyti vegna þess að þær eiga meiri möguleika á erlendri grund í keppni. Að hluta til er þetta vegna þess að hlutfall kvenna í skylmingum er ekki hátt erlendis. Þannig var höggsverð kvenna ekki gert að alþjóðlegri keppnisgrein fyrr en fyrir tæpum tíu árum síðan og var ekki keppt í greininni á síðustu Ólympíuleikum, en verður þó nú í sumar. Greinin er enn að festa sig í sessi sem alþjóðleg keppnisgrein kvenna.“ ■ Þetta byrjaði allt með myndinni um Zorro,“ segir Sævar Lúðvíks- son, margkrýndur meistari í skylmingum, en hann hlaut meðal annars Norðurlanda- meistaratitilinn á síðasta ári og var jafnframt Íslandsmeistari um tíma. „Ég byrjaði níu ára að æfa skylmingar, en þá hafði ég barist við besta vin minn í nokk- ur ár.“ Það var svo faðir Sævars sem kom honum í kynni við Skylmingafélag Reykjavíkur. „Í fyrstu fannst mér þetta bara skemmtilegt. Eftir þrjá mánuði hafði ég náð ágætum tökum á tækninni. Í lok vetrar tók ég þátt í fyrstu keppninni og lenti þar í öðru sæti.“ Sævar hefur æft sleitulaust undanfarin ár og mætir á æfing- ar, sem stundum eru fjórar talsins í viku. „Fyrir Norður- landamótið, sem ég vann í fyrra, æfði ég eins og venjulega, en var oftast lengur en aðrir á æfingum. Oft yfirgaf ég ekki salinn fyrr en flestir voru farnir og það hjálp- aði mér.“ Sævar segir einnig að fyrsta ólympíska greinin krefjist mikillar hugsunar, sverðin séu falleg vopn og íþróttin listræn. „Samurai-sverð eru mjög falleg, en ég held að það sé erfitt að beita þeim. Ég æfi með höggsverði og finn mig best þar. Langsverðin eru erfiðari, því með þeim heggur maður með andstæðinginn alls staðar á líkamanum. Það er meiri vinna að verjast slíkum árásum.“ ■ Margverðlaunaður meistari: Aldrei verið latur við æfingar Sævar Lúðvíksson: „Fyrsta ólympíska greinin krefst mikillar hugsunar“. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /P JE TU R FR ÉT TA B LA Ð IÐ /P JE TU R Kristmundur H. Bergsveinsson: „Hefur langað til að slá um mig með sverði frá blautu barnsbeini“. Vegur skylminga fer vaxandi: Elsta ólympíugreinin vinsæl meðal yngri kynslóða Skylmingar eru með erfiðustu íþróttagreinum.

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.