Fréttablaðið - 27.04.2004, Qupperneq 26
Ég held yfirleitt svolítið hressi-lega upp á afmælið mitt,“ seg-
ir Brynhildur Björnsdóttir, leik-
kona og söngkona, en hún nær 34
ára aldrinum í dag. „Á tímabili
var ég alltaf með nýtt þema þegar
ég átti afmæli. Ég var til dæmis
með appelsínugult þema og þá
bakaði ég gulrótarköku og appel-
sínubrauð í tilefni dagsins. Eitt
árið var svo ostaþema með osta-
fondue og öllu tilheyrandi en
súkkulaðiþemað skýtur líka
reglulega upp kollinum enda fólk í
nautsmerkinu þekkt fyrir að vera
mikið súkkulaðifólk,“ segir Bryn-
hildur.
Minnisstæðasta afmælis-
daginn átti listakonan árið 2002.
„Ég var stödd í Mósambík og
ákvað að halda þar tónleika ásamt
píanóleikara heima hjá þýska
sendiherranum. Það var
marimba-hljómsveit úti í garði og
eldrautt, fullt tungl steig upp á
himininn meðan ég söng í kapp
við engisprettukliðinn fyrir
mósambísku áhorfendurna,“ segir
Brynhildur dreymin.
Brynhildur vinnur um þessar
mundir sem framkvæmdastjóri
norrænu Barnaleikhúshátíðarinn-
ar, Assitej, sem haldin verður hér
á landi í maí. „Afmælisdagurinn
fer að mestu í skipulagningu
hátíðarinnar enda í mörg horn að
líta. Gærdeginum eyddi ég með
krökkum í Korpúlfsstaðaskóla
ásamt ástralskri listakonu sem
var að aðstoða þau við að búa til
ljósker sem verða notuð í skrúð-
göngu sem verður haldin í tilefni
hátíðarinnar þann 15. maí.“
Brynhildur gefur sér þó að
sjálfsögðu tíma til að halda upp á
afmælisdaginn. „Ég hélt kökuboð
fyrir fjölskylduna um helgina en
eftir vinnu í kvöld býð ég harðasta
kjarnanum, bestu vinunum, í
taílenskan mat sem ég sjálf hef
mikið dálæti á og reyni að nota
hvert tækifæri til að njóta.“ ■
Þennan dag árið 1865 sprakkgufuskipið Sultana í loft upp á
Mississippi ánni, um sjö mílur
norðan við Memphis, Tennessee,
með þeim afleiðingum að skipið
sökk.
Sultana var viðarskip og mun
smærra í sniðum en hið víðfræga
Titanic en mannfallið var mikið.
Ríflega 1.800 menn, konur og börn
létu lífið í slysinu og var mikill
meirihluti þeirra sem létust fyrr-
um stríðsfangar. Flestir farþeg-
arnir voru Norðurríkjahermenn á
leið heim úr stríði eftir langa og
stranga dvöl í fangabúðum og voru
þeir plagaðir af sjúkdómum eða
hungri eftir margra mánaða fanga-
vist. Þeir sem sluppu lifandi úr
sprengingunni drukknuðu í köldu
vatni Mississippi-fljótsins.
Einn maður, Robert Talkington,
lifði atburðinn af og gat deilt
reynslu sinni með almenningi.
Vitnisburður hans var síðar gefinn
út, en hann hafði ásamt nokkur
hundruð öðrum föngum verið í
haldi í fangelsinu á Cahaba nærri
Alabama. Árið 1992 skrifaði Jerry
O. Potter 300 blaðsíðna bók um
atburðinn, sem hann nefndi The
Sultana Tragedy eða Sultana harm-
leikurinn. Þar er að finna nákvæm-
ar lýsingar á Sultana-slysinu, einu
stærsta fljótaslysi sem átt hefur
sér stað í Bandaríkjunum. ■
■ Þetta gerðist
1521 Portúgalski landkönnuðurinn
Ferdinand Magellan lætur lífið í
orrustu á Filippseyjum.
1882 Skáldið Ralph Waldo Emerson
lætur lífið.
1961 Sierra Leone öðlast sjálfstæði
innan breska samveldisins.
1965 Útvarpsmaðurinn Edward R.
Murrow deyr 57 ára úr lungna-
krabbameini í New York.
1978 John Ehrlichmaner er sleppt úr
fangelsi eftir 18 mánaða fangels-
isvist sem hann var dæmdur í, í
kjölfar Watergate-hneykslisins.
1981 Ringo Starr, fyrrum trommari Bítl-
anna, giftist Barböru Bach í
London.
1999 Konungur trompettsins, Al Hirt,
deyr 76 ára að aldri í New
Orleans.
SULTANA
Gufuskipið Sultana sökk þennan dag árið
1865 með þeim afleiðingum að
1.800 stríðsfangar létust.
18 27. apríl 2004 ÞRIÐJUDAGUR
■ Fyrsta starfið
Sverrir Davíðsson, fv. sjómaður, Blá-
hömrum 2, Reykjavík er 75 ára. Hann
afþakkar afmælisgjafir en verður með
kaffisamsæti fyrir vini, ættingja og aðra
samferðarmenn í Hlégarði, Mosfellsbæ
sunnudaginn 2. maí klukkan 15–18.
Ásta Einarsdóttir, kennari á Dalvík, er
60 ára.
Jakob Björnsson, formaður bæjarráðs,
á Akureyri er 54 ára.
Kolbeinn
Einarsson,
tónskáld og
markaðsstjóri,
er 33 ára.
Þrettán ára
danskennari
Fyrsta starfið mitt var dans-kennsla hjá Heiðari Ástvalds-
syni þegar ég var þrettán ára
gamall,“ segir Björn Jörundur
Friðbjörnsson tónlistar- og út-
gerðarmaður. „Ég vann sem slík-
ur í eitt ár þegar ég var í sjöunda
bekk. Ég og frændi minn, Viðar
Ævarsson úr Icebreakers vorum
liðtækir breakdansarar og vorum
ráðnir til að kenna þann dans en
enduðum með því að kenna barna-
dansa og undirstöðuatriði í sam-
kvæmisdönsum. Þetta var virki-
lega skemmtilegt og mjög vel
borgað og ég er ekki frá því að ég
hafi sjaldan eða aldrei haft það
betra fjárhagslega en þegar mað-
ur var þrettán ára og í fullu
starfi.“ ■
27. apríl
1865
■ Gufuskipið Sultana sprakk í loft upp
Tæplega tvö þúsund fórust,
flestir stríðsfangar.
Afmæli
BRYNHILDUR BJÖRNSDÓTTIR
■ er 34 ára. Hún er framkvæmdastjóri
norrænu Barnaleikhúshátíðarinnar sem
haldin verður hér á landi í maí.
CORETTA SCOTT KING
Baráttukonan Coretta Scott King, ekkja
mannréttindafrömuðarins Marteins Luthers
King jr., fæddist á þessum degi árið 1927.
Hún hefur helgað lífi sitt baráttunni fyrir
félagslegu réttlæti og friði og hefur starfað
með mörgum af helstu þjóðarleiðtogum
heims.
27. apríl
Þetta er fag- og hagsmunafé-lag sem starfar sem deild
innan SFR (Starfsmannafélag í
Almannaþjónustu) og var stofn-
að 10. apríl í fyrra,“ segir Rakel
Þorsteinsdóttir, formaður félags
íslenskra félagsliða. „Við erum
ný en vaxandi starfsstétt á
vinnumarkaðinum. Stofnfélagar
voru 11 í fyrra, en nú erum við
orðin 96 á félagaskrá. Svo eru
einnig á annað hundrað manns í
námi á félagsliðabraut, sem
kennd er við Borgarholtsskóla, í
Námsflokkum Reykjavíkur,
Menntaskólanum á Egilsstöðum
og í Miðbæjarskólanum. Þetta
tveggja ára framhaldsskólanám
er því að breiðast út.“
Rakel segir að félagsliðar
hafi lokið starfsnámi til að vinna
með fólki í umönnun. „Það vant-
aði inn í þjónustu fyrir fatlaða
og aldraða, fólk með framhalds-
skólanám á þessu sviðið og því
var þetta nám sett á fót. Við vin-
num með og aðstoðum fatlaða,
aldraða og einstaklinga með sér-
þarfir sem þurfa félagslegan
stuðning og umönnun á marg-
víslegum vettvangi. Við störfum
til dæmis við frístundakennslu,
á sambýlum, skólum fyrir fatl-
aða og á öldrunarheimilum.“
Aðalfundur félagsins verður
haldinn í kvöld klukkan 20 að
Grettisgötu 89, í húsnæði SFR.
„Við höfum verið að kynna okk-
ur og fá fólk í félagið. Við þurf-
um að sýna samstöðu til að
verða viðurkennd starfsstétt og
að það sé til stöðugildi fyrir okk-
ar starfsheiti og það munum við
ræða á aðalfundi. Við erum ein-
nig að fara að opna heimasíðu í
maí undir sfr.is/felagslidar þar
sem við munum kynna okkur og
okkar starf.“ ■
Afmæli
■ Félag íslenskra félagsliða er eins árs.
Heldur annan aðalfund félagsins.
Félagsliðar verði viðurkennd starfsstétt
Í kapp við engisprettukliðinn
BRYNHILDUR BJÖRNSDÓTTIR
Þegar ég var með appelsínugult þema bakaði ég gulrótarköku og appelsínubrauð í tilefni dagsins.
■ Afmæli
RAKEL ÞORSTEINSDÓTTIR
Félag íslenskra félagsliða heldur
annan aðalfund sinn í dag.
Eitt stærsta fljótaslys Bandaríkjanna■ Andlát
Ingibjörg Kristjánsdóttir lést föstudag-
inn 23. apríl.
Ragnheiður Erla Hauksdóttir, Eyrarvegi
12, Flateyri, lést laugardaginn 24. apríl.
■ Jarðarfarir
13.30 Jón Kristinn Hafstein tannlæknir
verður jarðsunginn frá Dómkirkj-
unni í Reykjavík.
13.30 Þrúður Dúa Guðmundsdóttir,
Hjalla, Ölfusi, verður jarðsungin
frá Fossvogskirkju.
15.00 Einar Arnalds rithöfundur,
Bugðulæk 6, Reykjavík, verður
jarðsunginn frá Áskirkju.
15.00 Snjólaug G. Stefánsdóttir verk-
efnisstjóri, Fagrahvammi 2B,
Hafnarfirði, verður jarðsungin frá
Hafnarfjarðarkirkju.