Fréttablaðið - 27.04.2004, Síða 29

Fréttablaðið - 27.04.2004, Síða 29
21ÞRIÐJUDAGUR 27. apríl 2004 SIGURÐUR BJARNASON Hættur að þjálfa Stjörnuna eftir að hafa stýrt liðinu í eitt ár. Sigurður Bjarnason: Búinn að fá nóg af þessu HANDBOLTI Sigurður Bjarnason mun ekki þjálfa Stjörnuna á kom- andi tímabili en hann tilkynnti forráðamönnum liðsins og leik- mönnum það um helgina. Sigurð- ur sagði í samtali við Fréttablaðið að hann væri einfaldlega búinn að fá nóg. „Þetta er afskaplega tímafrekt starf og miðað við að ég er í mjög ströngu námi og með fjölskyldu þá hef ég einfaldlega ekki þann tíma í þetta sem ég tel að ég þurfi að hafa,“ sagði Sigurður. Halldór Sigurðsson, formaður meistaraflokksráðs karla, sagði í samtali við Fréttablaðið í gær að Sigurður hefði tekið þessa ákvörðun sjálfur enda hefðu bæði leikmenn og meistaraflokksráð viljað hafa hann áfram. „Sigurður vann gott starf við erfiðar aðstæður og það er ekki spurning að við vildum halda honum áfram.“ ■ Ólafur Jóhannesson: Í banni gegn KR FÓTBOLTI Ólafur Jóhannesson. þjálfari FH-inga, mun ekki stjórna sínum mönnum í fyrsta leik liðsins í Landsbanka- deildinni þann 15. maí næstko- mandi þar sem hann tekur út leikbann vegna fjögurra gulra spjalda sem hann nældi sér í á síðustu leiktíð, það fjórða í bikarúrslitaleiknum gegn ÍA. Leifur Garðarsson, aðstoðar- maður Ólafs, mun því stýra liðinu þegar það sækir Íslands- meistara KR heim í Frostaskjólið í fyrstu umferðin- ni. ■ Intersportdeildin: Hamar og Selfoss sameinast KÖRFUBOLTI Körfuknattleiksdeildir Hamars í Hveragerði og Selfoss hafa gert fimm ára samkomulag um að spila undir sameiginlegum merkjum í körfuboltanum. Úrvalsdeildarlið Hamars ber því nafnið Hamar/Selfoss á næsta tímabili og sagði Pétur Ingvars- son, sem mun þjálfa liðið næstu þrjú árin, að bæði félög vonuðust eftir góðum árangri í kjölfar sameiningarinnar, bæði hvað varðar gengi úrvalsdeildarliðsins og fjölgun körfuboltaiðkenda á Suðurlandi. Liðið mun bæði spila heima- leiki sína í Hvergerði og á Selfossi þar sem brátt mun rísa nýtt og glæsilegt íþróttahús. Pétur sagði að leikmannamál liðsins væru enn nokkuð óljós en búast má við að liðið fari á fullt í þeim málum eftir að ársþingi KKÍ, sem fram fer um helgina, lýkur en kjarninn verður eftir sem áður skipaður leikmönnum frá Suðurlandi. ■ LYFTINGAR „Þetta gekk alveg vonum framar,“ segir Auðunn Jónsson kraflyftingakappi, glaðbeittur, en hann gerði sér lítið fyrir um helg- ina og jafnaði heimsmetið í saman- lögðu í 125 kg flokki og lyfti 1.050 kílóum á Íslandsmótinu í kraft- lyftingum – 395 í hnébeygju, 381 í réttstöðulyftu og 275 í bekkpressu. „Þetta er í fyrsta skipti á ferlinum sem ég næ öllum níu lyftunum gildum á móti en ég byrjaði að keppa árið 1986 og því alveg kom- inn tími á það,“ segir hann og hlær. Auðunn varð Evrópumeistari árið 1998 og þá á hann í fórum sín- um tvö silfur og eitt brons frá heimsmeistarmótum. „Stefnan er sett á gull á heimsmeistaramóti – það vantar einflaldlega í safnið. Ég hef stefnt að því að ná gullinu á heimsmeistarmótinu síðan ég byrjaði að æfa, tólf ára að aldri,“ segir Auðunn mjög ákveðinn. Hvað veldur því nú að þessi ár- angur næst og sér Auðunn fram á enn frekari bætingu? „Já, ég er að vonast til að geta bætt mig enn frekar og miðað við mótið um helgina þá sýnist mér ég eiga eitt- hvað inni. Ég á tíu kílóum betra í hnébeygjunni en meiðsli í hné hafa hrjáð mig. Ég fór í aðgerð í sept- ember í fyrra og hef smám saman verið að vinna mig upp síðan og nú small þetta loksins allt saman en ég hef stefnt lengi að ná svona ár- angri í samanlögðu. Ef mér tekst að sleppa við frekari meiðsli þá get ég jafnvel náð lengra en þá þarf auðvitað allt að ganga upp.“ En hvað er á döfinni næst? „Heimsmeistaramótið fer fram í nóvember í Suður-Afríku, ég mis- sti af því í fyrra en hef annars alltaf farið síðan árið 1996. Mér hefur aldrei tekist að toppa á því móti en nú er lag,“ segir Auðunn sem er 31 árs og virðist við það að ná hápunkti keppnisferils síns. „Það er svolítið misjafnt hvenær menn eru að toppa á sínum keppn- isferli í lyftingunum,“ segir hann og bætir við: „Það fer oft eftir því hvenær þeir byrja að æfa og keppa, sumir byrja um tvítugt og menn geta verið að bæta sig alveg upp undir fertugt. Ég veit ekki hvað ég á mikið eftir til að geta bætt mig af því að ég byrjaði svo ungur að æfa og keppa en óneitan- lega líta hlutirnir vel út hjá mér núna og ég er alveg heill eftir mót- ið og í feiknastuði.“ Hvernig gengur Auðni að sam- eina vinnu, lyftingar og einkalíf? „Það gengur bara alveg ágætlega,“ segir Auðunn sem starfar á með- ferðarheimilinu Stuðlum: „Ég hef starfað þar í ein sex ár. Fyrst var ég á næturvöktum og hafði þá meiri tíma en það ruglaði svefninn dálítið hjá mér. Núna vinn ég á dag- og kvöldvöktum og það geng- ur nokkuð vel. Það er ekkert sér- staklega mikill tími afgangs hjá mér því ég á þrjár litlar stelpur sem ég er með aðra hverja helgi en þetta gengur allt saman einhvern veginn upp með góðum vilja,“ sagði afreksmaðurinn Auðunn Jónsson að lokum. ■ FÓTBOLTI Heiðar Helguson, leik- maður 1. deildarliðs Watford, hefur verið frá vegna meiðsla undanfarnar vikur og hann kem- ur ekki til með að spila með ís- lenska landsliðinu gegn Lettum á morgun. „Ég lét Ásgeir og Loga vita um daginn að ég gæti ekki verið með. Hnéð er mjög tæpt og áhættan er einfaldlega of mikil eins og staðan er nú. Ég er laus við bólgur en ég á mjög erfitt með að sparka í tuðruna, get það bara ekki almennilega. Ég fékk sprautu á laugardaginn og læknarnir tjáðu mér að ég gæti mögulega spilað um næstu helgi en oftast rætast slíkar vonir ekki. Þannig að ég er ekki að gera mér of miklar vonir en yrði þó mjög svekktur ef mér tækist ekki að spila einhverja leiki áður en keppnistímabilinu lýkur. Enn eru tvö ár eftir af samningi mínum við Watford og sannast sagna þá er ég ekkert farinn að hugsa um næsta keppnistímabil – þetta snýst allt um daginn í dag,“ sagði hin geð- þekki Heiðar Helguson. ■ Heiðar Helguson ekki með gegn Lettum: Hnémeiðsli enn að angra Heiðar HEIÐAR HELGUSON Vonast til að verða klár í slaginn næstu helgi með Watford en er þó ekki bjartsýnn á að það gangi eftir. Sést hér í harðri baráttu við þýska landsliðsmanninn Frank Baumann. Auðunn yfir tonnið Setur stefnuna á gullið á næsta heimsmeistarmóti. AUÐUNN JÓNSSON Fór létt með að lyfta Maritu Ljungberg, eiginkonu Jörgens Ljungberg, í Gym 80 í gær en Auðunn og Jörgen háðu æsilega keppni í Íslandsmeistaramótinu í kraftlyftingum á laugardaginn. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /S TE FÁ N

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.