Fréttablaðið - 27.04.2004, Side 30

Fréttablaðið - 27.04.2004, Side 30
22 27. apríl 2004 ÞRIÐJUDAGUR Fréttiraf fólki METALLICA Fed through the tube that sticks in me Just like a wartime novelty Tied to machines that make me be Cut this life off from me Hold my breath as I wish for death Oh please, God, wake me Þeir eru ekkert sérstaklega uppörvandi textar Metallica. Textinn One af plötunni ...and Justice for All frá 1988 fjallar t.d. um hermann sem vaknar blindur og lamaður á spítala eftir að hafa stigið á jarðsprengju. Popptextinn Tónlistarmaðurinn DavidBowie hefur efnt til sam- keppni þar sem hann býður að- dáendum sínum að tvinna saman lögum eftir hann og búa til eitt nýtt. Annað lagið þarf að vera af síðustu plötu hans, Reality en hitt má vera af hvaða plötu sem er. Nota skal raddir úr öðru laginu en undirspil úr hinu. Bowie, sem er 57 ára, segir að tími hafi verið kominn til að fylgja eftir þróuninni sem hefur orðið á netinu þar sem tölvunerðir geta blandað saman lögum sem þeir hafa sótt. „Eftir að hafa sjálf- ur stundað þetta af og til undan- farin ár er ég mjög ánægður með þessa hugmynd. Lögin mín hafa meira að segja þegar verið notuð í góðar lagablöndur,“ segir Bowie. Hægt verður að hlaða inn bún- aðinum sem þarf til að blanda lög- unum saman af heimasíðu Bowie, ásamt lögum af nýju plötunni hans. Keppninni lýkur 17. maí og þá mun Bowie velja vinnings- lagið. Verður það gefið út sem MP3-smáskífa auk þess sem sig- urvegarinn fær glænýjan bíl í verðlaun. Bandaríski plötusnúðurinn Danger Mouse vakti nýverið athygli fyrir að blanda saman „hvíta albúmi“ Bítlana og „svörtu plötu“ rapparans Jay-Z og gera úr henni „Gráa albúmið“. Talið er að um ein milljón eintök af henni hafi selst á netinu áður en útgáfu- fyrirtækið EMI skarst í leikinn og bannaði gripinn. ■ Kynlífsfíkill með sam- viskubit Hmm, ég botna ekkert í einuvarðandi meginstraumspopp. Eins og slagarinn Yeah! eru útsetn- ingarnar á nýjustu plötu Usher all- ar mjög minimalískar og flottar. Trommuheili, tvær hljómborðslín- ur og Michael Jackson-legar radd- ir. Svo einfalt og grípandi lag að auðvelt er að ímynda sér að einn maður geri allt. Svo kíkir maður á kreditlistann og sér að sjö manns eru skráðir fyrir laginu!? En hvernig sem vinnuaðferðir Usher eru þá verður það ekki af honum tekið að hann kann að gera gott popp. Á dögunum lét Usher það leka út að hann væri kynlífsfíkill og auglýsti í leiðinni að hann ætlaði sér að reyna sofa hjá sem flest- um konum á meðan stjarna hans skín sem hæst á himninum. Það er því svolítið kaldhæðnislegt að á plötunni er Usher að tappa af hjartans málum sem tengjast því flest hversu illa hann hefur farið að ráðum sínum í kvennmálum. Textar plötunnar eru eitt heljar- innar samviskubit þar sem hann biður hina einu sönnu ást afsök- unar á því að hafa haldið fram hjá henni ítrekað, barnað eina hjásvæfuna og ég veit ekki hvað og hvað. Síðan áttar hann sig ekk- ert á því af hverju hann er á böm- mer!? Gott hjá honum að viðurkenna bresti sína, vonandi byrjar hann að taka ábyrgð á þeim líka. Það verð- ur nefnilega svolítið þreytandi að heyra sjálfsvorkunn á plasti í 17 hlutum. Held samt ekki, því þegar hann er ekki að vola um eigin krís- ur, þá er hann að hvetja „slæmar stúlkur“ að tékka á sér. En hversu siðblindur sem Usher er í einkalífinu þá hefur það ekki áhrif á tónlistargetu hans, Confessions er hörkufín plata, og stendur vel undir væntingum. Birgir Örn Steinarsson Rapparinn RZA hefur samið tón-list við kvikmyndina Blade: Trinity sem er þriðja myndin í Blade-bálknum þar sem Wesley Snipes fer með aðalhlutverkið. RZA segir það meira krefjandi að semja kvikmyndatónlist heldur en rapp. „Þegar þú ert að semja kvikmyndatónlist þarftu að breyta andrúmsloftinu og þeim straumum sem eru í gangi. Þú þarft að hafa myndavélina í huga, bæði hreyfing- ar hennar og leikarana á sama tíma,“ sagði hann. RZA hefur verið afkastamikill í gerð kvikmyndatónlistar undanfar- ið. Skemmst er að minnast tónlistar hans við Kill Bill myndirnar tvær eftir Quentin Tarantino en auk þess vakti hann athygli fyrir framlag sitt til myndarinnar Ghost Dog með Forest Withaker í aðalhlutverki. RZA lætur sér ekki nægja að semja fyrir kvikmyndir heldur leik- ur hann einnig í þeim. Fer hann með hlutverk í myndinni Coffee & Cigar- ettes sem er væntanleg á hvíta tjaldið. „Ég hef mjög gaman af því að leika,“ sagði RZA. „Margir rapp- arar vilja verða leikarar en bera ekki virðingu fyrir kvikmynda- listinni. Ég eyddi mörgum vikum í leiklistarþjálfun og lærði hvernig hlutirnir ganga fyrir sig.“ ■ Enn er Courtney Love í vand-ræðum með lögin. Nú hefur umboðsskrifstofa í New York kært hana vegna ógreiddra reikninga. Love á að hafa hætt að borga mán- aðarlegar greiðslur sínar í sept- ember á síð- asta ári. Uppsöfnuð upphæðin er víst komin upp í um 1,3 milljónir króna. Þetta þykir enn ein sönnun þess að Love sé nálægt því að verða gjaldþrota. Peter Jackson hefur tekið aðsér að leikstýra myndinni The Lovely Bones en söguþráður hennar þykir frekar drungalegur. Sagan byggir á samnefndri bók Alice Sebold og segir frá stúlku sem fylgist með að handan þegar fjölskyldan hennar reynir að sætta sig við hræðilegan dauða- daga stúlkunnar. Stúlkunni var nauðgað og svo myrt og reyna fjölskyldumeðlimir að koma þeim seka bak við lás og slá. Jackson get- ur þó ekki byrjað að vinna að þess- ari mynd fyrr en hann hefur lokið við að gera King Kong. Leikstjórinn Quentin Tarantinohefur ákveðið að endurgera gamanmyndina Casino Royale sem var upphaflega gerð árið 1967 eftir fyrstu bók Ians Flemming um James Bond. Ástæðan fyrir því að Tarantino vill gera myndina er ekki af virðingu sinni fyrir frumgerð- inni heldur andúð. Hann segir fyrri myndina vera hræðilega og mikla synd að svona léleg mynd hafi verið gerð eftir fyrstu Bond-sögunni. Talað er um að Pierce Brosnan verði í aðalhlutverki. Umfjölluntónlist USHER: Confessions ■ Tónlist RZA semur fyrir Blade RZA RZA, lengst til vinstri, ásamt þeim Forest Withaker og Jim Jarmusch, til hægri, leikstjóra Ghost Dog. RZA samdi tónlistina við myndina. DAVID BOWIE Hefur alla tíð verið ófeiminn við að prófa nýja hluti í tónlistarsköpun sinni. Nú ætlar hann að gefa aðdáendum sínum leyfi til að fara enn lengra með lögin sín. Bowie efnir til lagasamkeppni Pondus Sem svaramaður Günthers er það þitt verk að bjóða öllum vinum hans í sukkpartí! Það er fljót- gert! Fáir vinir? Prófaðu ENGIR! Þannig að það eru bara þú og Günther? NEI! Nei, nei, nei! Þú verður að vera með líka! Gerðu það! Tjah, ég veit það ekki... Ég GRÁTBIÐ þig! Ekki yfirgefa mig! Ekki skilja mig eftir einan! Þú þarft ekki að vera einn, ljúfurinn! Allir með í partí? Fylgist með! ■ Tónlist

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.