Fréttablaðið - 06.05.2004, Blaðsíða 2

Fréttablaðið - 06.05.2004, Blaðsíða 2
2 6. maí 2004 FIMMTUDAGUR Já, ég er með þetta allt tilbúið, bú- inn að setja í súr. Ég er samt ágæt- lega öruggur um að ég þurfi ekki á því að halda. Ég treysti mínu fólki. Sjálfstæðisþingmaðurinn Gunnar I. Birgisson ætlar ekki að yfirgefa þinghúsið fyrr en skattalækkanir hafa verið samþykktar. Spurningdagsins Gunnar, ertu búinn að birgja þig upp af mat? ■ Lögreglufréttir ■ Lögreglufréttir Afsagnar Björns krafist á Alþingi Álit umboðsmanns Alþingis um skipan dómsmálaráðherra í embætti hæstaréttar- dómara er áfellidómur yfir ráðherra. Ætti að sjá sóma sinn í að segja af sér segir Ingibjörg Sólrún Gísladóttir. Fráleit umræða segir utanríkisráðherra. ALÞINGI Björn Bjarnason, dóms- málaráðherra, var harðlega gagn- rýndur á Alþingi í gær þegar um- ræður fóru fram um álit umboðs- manns Alþingis um skipan ráðherra í embætti hæstaréttardómara. Björn var fjarstaddur í útlöndum, en samkvæmt álitinu fullnægði hann ekki kröfum um lög um dóm- stóla og stjórnsýslulög, þegar hann skipaði Ólaf Börk Þorvaldsson í embættið. Össur Skarphéðinsson, Samfylkingunni, sagði álitið fela í sér harðan áfellisdóm yfir dóms- málaráðherra og löggjafanum væri bent á að skoða aðrar leiðir við skipan hæstarétt- ardómara.. „Það verður að taka álit um- boðsmanns Al- þingis alvarlega. Dómsmálaráð - herra hlýtur að taka stöðu sína til alvarlegrar at- hugunar,“ sagði Össur. K æ r u n e f n d jafnrétt ismála komst að þeirri niðurstöðu að ráðherra hefði brotið jafnréttislög með því að ganga framhjá Hjördísi Hákonardóttur við skipan í embættið. Steingrímur J. Sigfússon, Vinstri grænum, sagði embættisfærslu Björns fá hverja falleinkunina af fætur annarri. „Er ekki allt þegar þrennt er?“ spurði þingmaðurinn og bætti við: „Alþingi verður að taka þetta til skoðunar.“ Ingibjörg Sólrún Gísla- dóttir, varaþingmaður Samfylking- arinnar, taldi álit umboðsmanns Al- þingis undirstrika að málefnaleg sjónarmið hefðu ekki ráðið við skip- an hæstaréttardómara. „Ráðherra hefur brugðist al- mannahagsmunum og hefur orðið ber að því að beita geðþóttavaldi og vanvirða Hæstarétt. Hann á að sjá sóma sinn í því að segja af sér,“ sagði hún. Einar K. Guðfinnsson, Sjálfstæð- isflokki, sagði að málefnaleg um- ræða um álitið gæti ekki farið fram að Birni fjarstöddum og þingmenn væru að slá pólitískar keilur í fjar- veru hans. Magnús Þór Hafsteins- son, Frjálslynda flokknum, sagðist túlka viðbrögð Björns við álitinu á þann veg að það mætti allt eins leggja niður embætti umboðsmanns Alþingis. „Það er tímabært fyrir dómsmálaráðherra að leita sér að nýrri vinnu, hann ætti að segja af sér,“ sagði Magnús Þór. Halldór Ásgrímsson, utanríkis- ráðherra, taldi umræðuna fráleita og sagði að þingmenn yrðu að gefa sér tíma til að fara yfir málin. bryndis@frettabladid.is Íraskur fangi lést við yfirheyrslur verktaka leyniþjónustunnar: Fjórtán fangar hugsanlega myrtir ÍRAK, AP Bandarísk hermálayfirvöld hafa skilgreint dauða tveggja íraskra fanga í haldi Bandaríkja- manna sem morð. Annar fanginn lést við yfirheyrslur hjá verktaka á vegum CIA leyniþjónustunnar. Hinn var myrtur af hermanni sem var lækkaður í tign og rekinn úr hernum fyrir vikið. Andlát tólf fanga í Afganistan og Írak er til rannsóknar. CIA rannsak- ar dauða tveggja fanga og Banda- ríkjaher dauða tíu til viðbótar. Að auki rannsakar herinn tíu ásakanir um að fangar hafi sætt misþyrm- ingum. George W. Bush Bandaríkjafor- seti fór í viðtöl við tvær arabískar sjónvarpsstöðvar í gær til að verja Bandaríkin og Bandaríkjaher gegn ásökunum um að pynta fanga. Hann gekk þó ekki svo langt að biðjast af- sökunar heldur sagði hann einstaka hermenn hafa hagað sér hryllilega og á máta sem samræmdist ekki bandarískum viðhorfum. Yfirmaður bandarísku fang- elsanna í Írak og Afganistan baðst í gær afsökunar á ólöglegum og óheimiluðum brotum hermanna í Abu Ghraib fangelsinu. Hann sagði að yfirheyrsluaðferðir yrðu endur- skoðaðar. ■ Madrídarárásin: Þremur sleppt MADRÍD, AP Þremur Marokkóbúum, sem voru handteknir vegna hryðju- verkanna í Madríd 11. mars, hefur verið sleppt úr haldi. Þeirra á meðal er eina konan sem hefur verið hand- tekin í tengslum við rannsókn máls- ins. Þremenningarnir verða þó að gefa sig fram við dómstóla daglega. Spænska lögreglan beindi sjón- um sínum að íslömskum öfgamönn- um þegar á fyrstu klukkustundun- um eftir árásirnar að sögn spænska dagblaðsins El Pais. Það stangast á við yfirlýsingar stjórnvalda sem sögðu fyrstu dagana að allar líkur væru á því að Baskar hefðu staðið fyrir árásinni. ■ DÖGG PÁLSDÓTTIR Lögmaðurinn íhugar næstu skref. Barnslát: Lögmaður ósáttur HEILBRIGÐISMÁL Lögmaður aðstand- enda barns, sem lést eftir að það var tekið með bráðakeisaraskurði á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja, er ósáttur við að heilbrigðisráðu- neytið skyldi hafna kröfu hans um nýja rannsókn á málinu. Krafan snéri að settum landlækni í mál- inu. Dögg Pálsdóttir lögmaður að- standenda barnsins sagði, að nú væri verið að íhuga viðbrögð við höfnun kröfunnar. Dögg sagði enn fremur, að beðið væri niðurstöðu úr lögreglurannsókn á málinu. Til- kynning hefði verið send til Tryggingastofnunar á grundvelli sjúklingatryggingalaga. Beðið væri niðurstöðu um hversu mikl- ar bætur yrðu greiddar til að- standenda. ■ Akureyrarbær braut jafnréttislög: Konu dæmdar 4 milljónir DÓMSMÁL Akureyrarbæ hefur ver- ið dæmdur til að greiða konu 3,7 millónir króna auk dráttarvaxta í skaðabætur vegna jafnréttis- brots. Héraðsdómur Norðurlands eystra taldi að munur á tekjum konunnar, sem var deildarstjóri, og karls í sömu ábyrgðastöðu hafi verið óútskýranlegur. Konan taldi sig hafa orðið fyrir fjártjóni vegna brota bæjarins á lögum við launaákvarðanir. Í skýrslu Félags- vísindastofnunar Háskóla Íslands frá árinu 1998 sem bærinn lét vinna kom fram að konur hafi að meðaltali verið með 24 prósentum lægri laun fyrir sambærilega vinnu hjá bæjarfélaginu. ■ Rændi útibú Sparisjóðs Hafnarfjarðar: Níu mánuðir fyrir bankarán DÓMSMÁL Átján ára piltur var dæmdur í níu mánaða fangelsi og greiðslu sakarkostnaðar fyrir bankarán og eigu rúmra fimmtán gramma af amfetamíni í Héraðds- dómi Reykjaness í gær. Ránið var framið að morgni 14. nóvember 2003. Pilturinn huldi aldlit sitt og ógnaði gjaldkera bankans með hnífi. Hann skipaði gjaldkeranum að afhenda pening- ana sem reyndust vera 344.000 krónur. Í dómnum kemur fram að pen- ingarnir hafi að mestu farið í greiða skuldir og kaupa fíkniefni og föt fyrir utan 50 þúsund krónur sem var skilað til Sparisjóðsins. Pilturinn hafði neytt fíkniefna frá þrettán ára aldri en margoft farið í meðferð. Fyrir dómi sagðist pilturinn iðrast gerða sinna. Hann sagðist vera búinn að fara í meðferð og vera í fastri vinnu. Hann endur- greiddi 294 þúsundin sem eftir stóðu með aðstoð móður sinnar. Með þetta í huga, ásamt ungum aldri piltsins, þótti dómnum rétt að fresta fullnustu refsingar sex mánaða dómsins, haldi hann skil- orð í þrjú ár. ■ VÖRUBIFREIÐ VALT VIÐ MÝVATN Vöruflutningabifreið valt á þjóð- veginum milli Akureyrar og Mý- vatns um hádegisbil í gær með þeim afleiðingum að vegurinn lokaðist um tíma. Bílstjórinn slapp með skrámur en einhverjar skemmdir urðu á bílnum. FORSETAFYLGD Á ÞINGVÖLLUM Forseti Eistlands fékk fylgd sex lögreglubíla um Þingvelli í gær. Heimsótti forsetinn einnig Geysi og Hveragerði áður en haldið var aftur til Reykjavíkur. MÓTMÆLT VIÐ FANGELSIÐ Um 2.000 Írakar mótmæltu misþyrming- um og pyntingum á föngum við Abu Ghraib fangelsið. FÍKNIEFNI GERÐ UPPTÆK Í KÓPA- VOGI Fjögur ungmenni voru handtekin við venjubundið eftir- lit lögreglunnar í Kópavogi í fyrrinótt eftir að 15 grömm af amfetamíni og lítið magn af hassi fannst við skoðun í bifreið þeirra. Voru þau yfirheyrð í gærmorgun en sleppt að þeim loknum. BÍLVELTA Í SÚGANDAFIRÐI Bifreið fór útaf veginum í Súgandafirði í fyrrinótt en mildi þótti að öku- maðurinn slapp ómeiddur úr óhappinu. Bifreiðin er talsvert skemmd. INGIBJÖRG SÓLRÚN GÍSLADÓTTIR Varaþingmaður Samfylkingarinnar sagði að dómsmálaráðherra hefði brugðist al- mannahagsmunum og ætti að sjá sóma sinn í því að segja af sér vegna málsins. HALLDÓR ÁSGRÍMSSON Utanríkisráðherra sagði umræðuna um álit umboðsmanns Alþingis, að Birni fjarstödd- um, fráleita og að þingmenn yrðu að gefa sér tíma til að fara yfir málið. „Það verður að taka álit umboðs- manns Al- þingis alvar- lega. Dóms- málaráðherra hlýtur að taka stöðu sína til alvarlegrar athugunar. ÚR ÖRYGGISMYNDAVÉL SPARISJÓÐSINS Ránið var framið að morgni 14. nóvember 2003. Pilturinn huldi aldlit sitt og ógnaði gjaldkera bankans með hnífi. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /T EI TU R SINUELDAR Sina logaði glatt í Miðdal við Hafravatn í gærkvöldi og gekk erfiðlega að slökkva eldinn. Í Grafarvogi logaði í sinu við kirkjugarðinn en þar gekk slökkvistarf vel. SKÚR BRANN Skúr við gæslu- völlinn í Tunguseli brann í gær. Skúrinn er í eigu borgarinnar og verður rifinn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.