Fréttablaðið - 06.05.2004, Blaðsíða 12

Fréttablaðið - 06.05.2004, Blaðsíða 12
12 6. maí 2004 FIMMTUDAGUR DAGUR BARNA Fjöldi japanskra barna hélt í sædýrasafnið í Fujisawa í gær en þá var dagur barnanna, sem er frídagur barna í Japan og reyndar víðar í Asíu. Meðal þeirra sem fóru í sæ- dýrasafnið var þessi ungi drengur sem dró upp símann til að mynda það sem vakti áhuga hans. AUSTURBYGGÐ Bæjarráð Fjarða- byggðar og Austur-Héraðs, ásamt bæjarstjórum sveitarfé- laganna, hafa samþykkt að stilla saman strengi sína vegna þeirr- ar miklu uppbyggingar sem nú er hafin á Austurlandi og snert- ir þessi tvö fjölmennustu sveit- arfélög á miðsvæði landshlutans sérstaklega. Þau verkefni sem við blasa á miðsvæði Austurlands eru svo mörg og svo viðamikil að nauð- synlegt er að efla samvinnu og samstöðu fjölmennustu sveitar- félaganna sem að þeim koma. Á fundi sveitarfélaganna var með- al annars farið yfir reynslu sveitarfélaganna af uppbygg- ingarverkefnum hingað til og fjallað um þau verkefni sem framundan eru. Má í því sam- bandi nefna mörg mál sem snúa að ríkisvaldinu og stofnunum þess í landshlutanum. Þeirra á meðal eru samgöngumál, heil- brigðismál, menntamál, lög- gæslumál og starfsemi eftirlits- stofnana. Þá var einnig fjallað um hugs- anleg samstarfsverkefni sveitar- félaganna eins og til dæmis bygg- ingu og rekstur fjölnota íþrótta- húss. Þá var fjallað um stöðu nokkurra viðkvæmra mála í sam- skiptum sveitarfélaganna eins og til dæmis framtíð Skólaskrifstofu Austurlands og skipulag skóla- þjónustu, en nokkur ágreiningur hefur verið um skólaskrifstofuna svo og um Heilbrigðiseftirlit Austurlands. ■ Tvískinnungs gætir í ráðningum RÚV Fulltrúi Samfylkingarinnar í útvarpsráði gagnrýnir ráðningastefnu RÚV. Konu hafnað um starf á fréttadeild vegna þátttöku í kosningabaráttu Vinstri grænna. Fyrrum kosningastjóri Sjálfstæðisflokksins stýrir svæðisútvarpinu á Suðurlandi. RÍKISÚTVARPIÐ Fyrrum kosninga- stjóri Sjálfstæðisflokksins í Ár- borg stýrir nú svæðisútvarpi Rík- isútvarpsins á Suðurlandi. Svan- fríður Jónasdóttir, fulltrúi Sam- fylkingarinnar í útvarpsráði, seg- ir alveg ljóst að það gæti tví- skinnungs í ráðningarstefnu stofnunarinnar og bendir á nýlegt mál Helgu Völu Helgadóttur því til sönnunar. Fyrir skömmu var umsókn Helgu Völu um sumarstarf á fréttastofu hafn- að á þeim for- sendum að hún hefði verið virk í pólitík. Bent var á að hún hefði tekið þátt í kosn- i n g a b a r á t t u Vinstri-grænna á síðasta ári. Bogi Ágústsson, for- s t ö ð u m a ð u r fréttsviðs Ríkis- útvarpsins, sagði Fréttablaðinu á mánudaginn að ákveðnar reglur giltu um ráðningar inn á frétta- stofur Ríkisútvarpsins. Ein af þeim væri að fólk sé ekki í virkri pólitískri þátttöku eða hefði verið að undanförnu. Á síðasta ári var Sigmundur Sigurgeirsson, fyrrum kosninga- stjóri sjálfstæðismanna í Árborg og stjórnarmaður í Hersi, félags ungra sjálfstæðismanna á svæð- inu, ráðinn forstöðumaður Ríkis- útvarpsins á Suðurlandi. Svan- fríður segir algjört lágmark að sömu reglur gildi fyrir alla á Rík- isútvarpinu. „Ef Bogi hafnaði Helgu Völu á grundvelli þessara reglna þá velti ég því fyrir mér af hverju hann benti ekki á það sama þegar Sig- mundur var ráðinn. Í útvarpsráði komu engar athugasemdir frá yf- irmönnum Ríkisútvarpsins að það væri eitthvað í pólitískri fortíð hans sem skipti máli. Sigmundur er eini starfsmaður svæðisút- varpsins á Suðurlandi þannig að hann er fréttamaður líka. Ég hlýt að velta því fyrir mér hvort það gildi aðrar reglur ef Sjálfstæðis- flokkurinn á í hlut.“ Þegar Fréttablaðið ræddi við Boga í gær og spurði hvort það giltu ekki sömu reglur um ráðn- ingar fréttamanna sagði hann: „Hann [Sigmundur] er ekki starfsmaður minn og ég tjái mig ekki um ráðningu hans. Hann heyrir undir Jóhann Hauksson [yfirmann svæðisútvarpsins]. Ég er með mínar reglur og fylgi mín- um reglum en svara ekki fyrir einhverja aðra.“ trausti@frettabladid.is – hefur þú séð DV í dag? 14 ára dóttir mín strauk að heiman og vill ekki koma heim Lífeyrissjóðir leita út: Met í erlend- um kaupum VIÐSKIPTI Hrein erlend verðbréfa- kaup námu tæpum 11 milljörðum króna í mars síðastliðnum, sem er nýtt met í slíkum viðskiptum en í febrúarmánuði námu erlend verð- bréfakaup tæpum átta milljörðum. Þetta kemur fram í hálffimmfrétt- um greiningardeildar KB banka. Að sögn bankans verður að leita aftur ársins 2000 til þess að finna viðlíka viðskipti. Lífeyrissjóðirnir eru stærstu kaupendur erlendra bréfa. Greiningardeildin telur líkindi til þess að erlend verðbréfakaup séu ein helsta ástæðan fyrir lækkun krónunnar á síðustu vikum, en alls hafa þá 19 milljarðar runnið út úr landinu til hreinna erlendra verð- bréfakaupa á síðustu tveimur mán- uðum. ■ Norsk stjórnvöld: Vísa Krekar úr landi NOREGUR Norsk stjórnvöld munu reyna að vísa íslamska klerknum Krekar úr landi um leið og Írakar taka við hluta s j á l f s t j ó r n a r sinnar 30. júní. Krekar hefur verið sakaður um að ýta undir ís- lamska bókstafs- trú í Noregi og meint tengsl hans við hryðjuverka- starfsemi eru til rannsóknar hjá lögreglu. Niður- stöðu er að vænta í mánuðinum um hvort hann verður ákærður. „Við munum vísa honum úr landi eins fljótt og við getum og dagsetn- ingin 30. júní er mjög mikilvæg í þessu samhengi,“ sagði Roger Iver- sen, stjórnmálaráðgjafi norska inn- anríkisráðherrans í samtali við norska blaðið Dagsavisen. ■ Stjórnvöld hafa ekki svarað tilboði Grænfriðunga: Herða baráttuna gegn hvalveiðum MÓTMÆLI „Íslensk stjórnvöld hafa ekki svarað tilboði okkar og ekki átt fundi með okkur upp á síðkastið,“ segir Frode Pleym, tals- maður Grænfriðunga hér á landi. Þrátt fyrir lítil viðbrögð stjórn- valda hafa samtökin ekki gefist upp á baráttu sinni gegn vísinda- veiðum Íslendinga og hyggjast herða róðurinn enn frekar innan tíðar. Auglýsingaherferð gegn hvalveiðum hér við land er farin af stað í Svíþjóð og stendur til að önn- ur hefjist í Þýskalandi fljótlega. „Í sumar kemur hingað annað skip samtakanna og munum við endurtaka þann leik að fara milli staða og kynna málstaðinn enda fóru móttökurnar fram úr vonum síðasta sumar. Einnig stendur fyrir dyrum að koma á skoðana- skiptum milli íslenskra og þýskra heimila en innan tíðar munu nokk- ur þúsund heimili fá bréf frá fólki sem styður okkur og hefur áhuga að vita meira.“ Rúmlega 36 þúsund manns hafa skrifað nöfn sín á undir- skriftalista samtakanna á netinu þar sem fólk lýsir áhuga sínum á landi og þjóð og mögulegri heim- sókn hingað til lands ef stjórn- völd hætta vísindaveiðum sínum á hvölum. ■ SMÁRI GEIRSSON BÆJARFULL- TRÚI Í FJARÐABYGGÐ Á fundi sveitarfélaganna var meðal annars farið yfir reynslu sveitarfélag- anna af uppbyggingarverkefnum hingað til og fjallað um þau verk- efni sem framundan eru. KLERKURINN UMDEILDI Búist er við langri baráttu um hvort honum verði vísað úr landi eða fái að vera áfram í Noregi. GRÆNFRIÐUNGAR Auglýsingaherferð gegn hvalveiðum hafin í Svíþjóð og hefst fljótlega í Þýskalandi. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /H AR I RÍKISÚTVARPIÐ Sigmundur Sigur- geirsson var einfaldlega hæfastur í starfið og þess vegna var hann ráð- inn, að sögn Jóhanns Haukssonar, dagskrárstjóra Rásar 2 og yfir- manns svæðisútvarpsins. „Sigmundur var valinn úr hópi nokkurra umsækjenda og eftir að hafa metið hæfni hans þótti hann álitlegastur,“ segir Jóhann. „Ég tek alveg ábyrgðina á ráðningu hans því ég mælti með honum. Mig varðaði ekkert um pólitískar skoð- anir hans.“ Jóhann segist hafa sömu skoð- un varðandi Helgu Völu Helga- dóttur, sem var hafnað um sum- arstarf hjá fréttadeild, enda hafi hann ráðið hana til vinnu á Rás 2 í sumar. ■ Dagskrárstjóri Rásar 2: Sigmundur var hæfastur JÓHANN HAUKSSON Jóhann segir sig ekkert varða um pólitísk- ar skoðanir Sigmundar Sigurgeirssonar. BOGI ÁGÚSTS- SON „Ég er með mínar reglur og fylgi mín- um reglum en svara ekki fyrir ein- hverja aðra.“ RÍKISTÚVARPIÐ Í EFSTALEITI Fulltrúi Samfylkingarinnar segir lágmark að það gildi sömu reglur um alla þegar komið að ráðningum hjá Ríkisútvarpinu. Mikil uppbygging hafin á Austurlandi: Sveitarfélög ræða um samvinnu
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.