Fréttablaðið - 06.05.2004, Blaðsíða 48

Fréttablaðið - 06.05.2004, Blaðsíða 48
Ég er í Sæfara, bát á leiðinnifrá Grímsey til Dalvíkur,“ svarar Jón Ólafsson aðspurður eftir að blaðamaður tók eftir miklu lífi í kringum hann í gegn- um símann. „Ég er að ferðast á milli staða með lítið hljóðkerfi og píanó. Kynna og selja diskinn og að reyna að vera skemmtilegur á milli laga.“ Jón spilaði í Grímsey á mið- vikudagskvöldið og mættu 62 manns á tónleikana. Það hlýtur að teljast býsna gott í ljósi þess að skráðir íbúar eyjarinnar eru ekki nema 74. „Hlutfallslega verður aldrei hægt að toppa þetta,“ segir hann spaugilega. Það kemur svolítið á óvart þegar disknum er rennt í gegn að Jón lumar á mjúkri og engilfagri söngrödd. „Hún hefur nú aðeins heyrst áður, kannski mest í bak- röddum. Ég held alveg lagi og hef vitað það lengi. Ég hef samt ekki haft sjálfstraust til þessa til að standa alveg undir eigin nafni á þessu sviði. Svo getur vel verið að sjálfstraustið fari aftur ef viðtökurnar verða ekki góðar.“ Jón hefur tekið þátt í gerð fjölda platna, bæði með hljóm- sveitum sínum og öðrum, en hef- ur ekki gefið út sólóplötu áður. Þegar hann lét loks vaða kom honum á óvart hversu hratt vinn- an gekk fyrir sig, enda vanur að vera sífellt að gera málamiðlanir. „Ástæðan fyrir því að þetta vannst svona hratt er að maður tekur allar ákvarðanir sjálfur. Maður þarf ekki að halda fund um eitt eða neitt. Maður ákveður bara eitthvað og það er bara þannig. Það er líka stuðið við þetta að sjá hvort maður sé nægi- lega klár til þess að geta tekið all- ar þessar ákvarðanir sjálfur.“ Jón virðist ekki vilja láta það eftir sér að dagdreyma um gull- plötusölu. „Plata sem kemur út í maí kemur aldrei til með að selj- ast mikið þannig að ég leyfði mér bara að gera þetta eins og ég vildi. Síðan held ég bara áfram að vinna fyrir aðra. Ég held að manni líði miklu betur ef maður er ekki að gera of mikið úr þessu. Þá held ég að maður hætti bara, verði aldrei ánægður og klári þetta aldrei,“ segir Jón að lokum. Lagið Sunnudagsmorgunn hef- ur verið í spilun á Rás 2 og er myndband við það væntanlegt í sjónvarp á næstu dögum. ■ 36 6. maí 2004 FIMMTUDAGUR TÓNLIST Það er almennur misskiln- ingur að Prince hafi ekki gefið út plötu í lengri tíma. Sannleikurinn er að hann gerðist uppreisnar- seggur og ákvað að gefa út plötur sínar sjálfur og hætta að reyna að gera lög fyrir meginstrauminn. Þær plötur sem hann hefur gefið út síðasta áratuginn eiga það líka sameiginlegt, af einhverjum ástæðum, að hafa fengið frekar daprar viðtökur gagnrýnenda. Nú virðist Prince hafa fyllst nýjum metnaði og þyrstir greini- lega aftur í að sanna sig fyrir meg- instraumnum. Hann er því kominn með nýjan plötusamning við út- gáfurisa, líklegast á sínum eigin forsendum, og nú á að poppa. Litla nagginum tekst þetta áætlunarverk sitt alveg ágætlega. Ég leyfi mér þó að efast um að platan slái í gegn eins og menn vonast til. Sá stutti gefur sig allan í flutninginn og virðist vera hætt- ur að taka sjálfan sig jafn alvar- lega og hann gerði hér áður. Gam- an að því. Hér er Prince í stuði og sápu- kúlufönkið sem hann sló í gegn með á níunda áratugnum er alls- ráðandi. Það er þó eins og skyn- bragð hans fyrir tíðarandanum sé horfið. Hann má svo sem alveg vera með þetta gamla sánd, enda fann hann það náttúrlega upp! En svona stækkar hann aðdáendahóp sinn varla. Það er bara ekki alveg kominn tími á hans nostalgíuend- urreisn. Það má hafa gaman af þessari plötu en hún þreytir eyrun á merkilega skömmum tíma. Prince er enn kóngur í ríki sínu og þegn- ar hans virðast skemmta sér endalaust vel. Ég vil þó bara vera gestur í höll hans og ætla kurteis- islega beinustu leið heim um leið og partíið er búið. Hans tími mun þó koma...? Birgir Örn Steinarsson Tónlist JÓN ÓLAFSSON ■ Ástsælast hljómborðsleikari okkar Íslendinga brestur í söng. JOHNNY CASH How many times have you heard someone say If I had his money I’d do things my way Hmm, but little they know Hmm, it’s so hard to find One rich man in ten with a satis- fied mind. - Lagið A Satisfied Mind sem Johnny Cash heyrist syngja í Kill Bill Vol. 2 eftir Quentin Tarantino er gam- alt lag eftir lagahöfundanna Hayes og Rhodes. Margir hafa tekið það upp á sína arma, þar á meðal Bob Dylan, Byrds og Jeff Buckley. Popptextinn POLLY PAULUSMA Polly er nýgræðingur sem var að gefa út magnaða frumraun að mati gagnrýnanda Fréttablaðsins. Högni Lisberg: Most Beautiful Things „Í heild sinni er þessi plata mjög góð og hún vinnur á með hverri hlustun og stóð ég mig að því að vera ósjálfrátt farinn að setja hana á fóninn. Af annars jafnri plötu þótti mér lög eins og When You Get Home og Fairy of Mine standa upp úr. Tónlistin hentar einna best til að róa sig niður eftir streð vikunnar eða liggja ein- hvers staðar í rólegheitum með sinni heittelskuðu og njóta lífsins. Einlægur og fallegur frumburður frá Högna Lisberg.“ SJ Thursday: War All the Time „Allt frá fyrstu mínútu til hinnar síðustu svífur maður í hæstu hæðir tilfinninga- skalans, slík eru tilþrifin hjá drengjunum frá New Brunswick. Hér er tekið á flest- um viðfangsefnum lífsins. Ástin er aldrei langt undan í textum söngvarans, Geoff Rickly, auk þess sem hlustandinn fær að skyggnast inn í heimatilbúna ævintýraver- öld. Aðall sveitarinnar er mjög sterkar lagasmíðar, jafnir og góðir hljóðfæraleik- arar sem mynda öfluga heild.“ SJ Polly Paulusma: Scissors in My Pocket „Þessi plata hefði alveg eins geta verið gerð fyrir þrjátíu árum síðan, eða eftir önnur þrjátíu. Kjörið fyrir þá sem vilja lágstemmd- ar perlur. Á þessari festi eru 11 perlur, og engin þeirra úr plasti. Hafið eyrun opin fyrir Polly, hún á eftir að vaxa.“ BÖS SMS um nýjustu plöturnar SMS um nýjustu plöturnar Damageplan: New Found Power „Og það er mín aðalkvörtun yfir Damageplan, það vantar allt sem heitir frumlegheit. Hljómsveitin rokkar úr því að hljóma eins og Slipknot, Machine Head, Alice In Chains yfir í Pantera og nær í rauninni aldrei flugi. Þrátt fyrir að tónlistin sé ágætlega sett saman og vel spiluð þá er þetta, þegar öllu er á botninn hvolft, bara sarpur frá mörgum góðum hljóm- sveitum og útkoman vonbrigði fyrir dygga stuðningsmenn Pantera.“ SJ Von Bondies - Pawn Shoppe Heart „Að hlusta á þessa plötu er svolítið eins og að neyðast til þess að kaupa 1944 réttinn með indverska kjúklingnum bara vegna þess að maður hafði ekki efni á því að fara á Austur Indía félagið. Sem sagt, mað- ur gæti sætt sig við þetta í hallæri... en ég myndi aldrei velja að setja þessa plötu á fóninn með allar þær frábæru rokkplötur sem eru í safninu mínu.“ BÖS Nei... ekki alveg strax! Umfjölluntónlist PRINCE Musicology JÓN ÓLAFSSON Segist vera frekar afslappaður yfir út- gáfunni og finnst ekkert of undarlegt að vera allt í einu á miðju sviðinu. „Þetta er kannski skrítnast á tónleikun- um,“ segir hann. „Þá eru allir að horfa á mig, allan tímann.“ Engar málamiðlanir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.