Fréttablaðið - 06.05.2004, Blaðsíða 50

Fréttablaðið - 06.05.2004, Blaðsíða 50
38 6. maí 2004 FIMMTUDAGUR ■ Tónlist Söngkonan Madonna segist hafaverið ótrúlega eigingjörn þeg- ar hún var yngri og þess vegna hafi hún reynt að ögra fólki. „Í byrjun ferilsins vildi ég koma skilaboðum á framfæri en fór smám saman út af sporinu,“ sagði Madonna í viðtali við ástr- alska tímaritið Woman. „Ég varð fræg og rík og fór að leggja áherslu á ranga hluti. Ég varð á endanum að viðurkenna að ég gerði marga hluti eingöngu fyrir sjálfa mig.“ Madonna, sem er 45 ára, segir að móðurhlutverkið hafi breytt afstöðu sinni til lífsins. „Það gerð- ist allt of seint,“ sagði hún. „Ég var 38 ára þegar dóttir mín [Lourdes] fæddist. Fyrir þann tíma sóaði ég dýrmætum tíma í að leita að ást á röngum stöðum. Ég eyðilagði góð sambönd og laðaði að mér glataða gæja.“ Madonna segist ekki hafa haft neinn áhuga á að hjálpa öðru fólki áður en hún eignaðist dóttur sína heldur hafi hún fyrst og fremst hugsað um hvað það gæti gert fyr- ir sig. „Ég hugsaði: Lítur fólkið vel út við hliðina á mér? Fæ ég það sem ég vil frá því? Það var ekki fyrr en ég eignaðist Lourdes að ég hugsaði: Hvað get ég kennt henni?“ Madonna er nú gift breska leik- stjóranum Guy Ritchie og eiga þau einn son saman. ■ Madonna var eigingjörn GIORGIO ARMANI Stillti sér upp með einum kjóla sinna, sem sjálf Julia Roberts hefur spókað sig í, á tísku- sýningu sinni í Róm á miðvikudaginn. Þetta gekk vonum framar ogvið unnum fyrir besta fyrir- tækið,“ segir Ingunn Sigurpáls- dóttir, einn stofnenda fyrirtækis- ins Lips sem setti partíleikinn Spilið á markað fyrir skömmu. Þróun og markaðssetning Spils- ins var hluti af námsefni 5. bekkjar V í Verslunarskóla Ís- lands og framlag bekkjarins til fyrirtækjasmiðju sem Junior Achievement á Íslandi efndi til með það fyrir augum að þróa og innleiða hagnýta þjálfunaráætl- un fyrir ungt fólk með samvinnu milli fyrirtækja og menntastofn- ana og stuðla að efldri menntun og upplýsingu ungs fólks um við- skiptamál og hagkerfi með áherslu á umbun og erfiði, sið- ferði og vinnuframlag. Krakkarnir í 5. V stofnuðu fyrirtækið utan um partíleik sem þau fundu upp og uppskáru vel. Hver hluthafi lagði fram 500 krónur en þegar fyrirtækið var gert upp að samkeppninni lokinni fengu allir hluthafar greiddar 1.500 krónur í arð. „Okkur tókst að selja allt upp- lagið, 500 stokka, og það má segja að almenningur hafi tekið spilinu betur en nemendur Verslunar- skólans en við seldum mest í Kringlunni og Smáralind.“ Starfsemi Lips liggur niðri en Ingunn segir að verið sé að íhuga framhaldið. „Þetta liggur niðri í það minnsta á meðan við erum í prófunum en það kemur vel til greina að halda áfram með Spilið.“ Svanhvít Yrsa Árnadóttir, einn af stofnendum Initium sem gaf út blaðið 88 og hlaut verðlaun fyrir frumlegustu hugmyndina, segir að sér hafi þótt mjög gaman á námskeiðinu og að hún efist ekki um að það eigi eftir að nýtast sér í framtíðinni. „Það er ekki nóg að lesa um rekstur fyrirtækja í bók- um, maður verður líka að reyna það upp á eigin spýtur og öðlast reynslu. Ég ráðlegg öllum á mín- um aldri sem hafa áhuga á rekstri fyrirtækja að fara á svona nám- skeið.“ Jón Hreinsson, rekstrarstjóri Frumkvöðlasetursins hjá Iðn- tæknistofnun, sem jafnframt var formaður dómnefndar hjá Fyrir- tækjasmiðjunni, segir að margar hugmyndirnar á námskeiðinu hafi verið mjög góðar. „Við veitum verðlaun í fjórum flokkum; fyrir besta fyrirtækið, frumlegustu hugmyndina, bestu fjárhagsáætl- unina og bestu markaðs- og sölu- herferðina.“ Jón segir hugmyndir þátttak- enda hafa verið raunhæfar enda leikurinn til þess gerður: „Nám- skeiðið er byggt á raunverulegum forsemdum þar sem gerð er við- skiptaáætlun og henni hrint í framkvæmd. Að lokum er fyrir- tækið gert upp og það látið borga hluthöfum arð og að mínu mati er það raunhæft.“ ■ HLUTI STJÓRNAR LIPS Stofnuðu fyrirtækið um markaðssetningu og sölu á einföldum partíleik sem þau nefna Spilið. Fyrirtækið var valið besta fyrirtækið í Fyrirtækjasmiðju Junior Achievement á dögunum en Lips skilaði 660% hagnaði, sem verður að teljast býsna gott. Bullandi gróði af drykkjuspili MADONNA Madonna heldur á bók sinni The English Roses. Söngkonan vinsæla segir að móð- urhlutverkið hafi breytt sér til hins betra. J.K Rowling, höfundur bók-anna um Harry Potter, varð á dögunum fyrst til þess að afþakka boð um að skrifa sögu- þráð eins þátt- ar í bresku gamanseríunni Dr. Who. Þátt- urinn er geysi- vinsæll en það skipti Rowling engu máli. Hún er önnum kafin við að skrifa sjöttu bókina um galdrastrákinn unga og má ekk- ert vera að því að eyða tíma sínum í annað. Jack-Ass hetjurnar Steve-Oog Chris Pontius lentu illa í því er þeir voru í svaðilför í regnskógum Brasilíu á dögun- um og enduðu á spítala. Þar voru þeir við tökur á nýjum sjónvarpsþætti sem heitir Wild Boyz. Þeir voru bitnir af rauðum maur- um sem eru baneitraðir, eftir að þeir tóku þátt í trú- arathöfn hjá ættbálki ein- um í skógin- um. Auðvitað þurftu þeir að fá stífkrampa- sprautur í rassinn. Fréttiraf fólki
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.