Fréttablaðið - 06.05.2004, Síða 40

Fréttablaðið - 06.05.2004, Síða 40
Ég ætla að byrja á því að njótaþess að vera fertugur,“ segir Gylfi D. Aðalsteinsson vinnu- markaðsfræðingur, sem er fer- tugur í dag. „Ég er búinn að taka mér frí þennan dag frá annasöm- um störfum Háskólans og ætla að bjóða vinum og kunningjum til veislu í Skólabæ.“ Hann segir að reyndar hafi konan hans ætlað að halda þessari veislu leyndri fyrir honum en hann sé bara þannig úr garði gerð- ur að það hafi ekki verið hægt. „Allir afmælisdagar mínir hafa verið eftirminnilegir. Ég hef tekið þann pól í hæðina að gera alltaf eitthvað eftirminnilegt á þessum degi enda er það bara jákvætt að eldast.“ Gylfi er í rannsóknarleyfi frá Háskólanum þetta misserið og því ekki að kenna. Hann heldur sig samt nálægt skrifstofu sinni í Odda enda nóg að gera. „Ég var að undirbúa og skila inn tveimur abströktum fyrir ráðstefnu í félagsfræði í haust og að undirbúa rannsóknarferð til Minnesota. Auk þessa hef ég verið að fara yfir umsóknir í meistaranámið í viðskiptafræði þar sem ég sit í nefnd og það voru margar góðar umsóknir sem komu fram. Síðan er maður alltaf á kaffistofunni að taka púlsinn á þjóðmálaumræð- unni, þessi heitu mál eru mikið rædd þar.“ Margir góðir menn eiga af- mæli sama dag og Gylfi og má þar á meðal nefna George Clooney og Tony Blair en einnig Guðmund Pétursson, fyrrum landsliðsmarkmann í fótbolta en hann þjálfaði Gylfa um tíma. „Ég á nokkra leiki með meist- araliði KR og spila nú með old boys. Því hef ég spilað með öll- um flokkum KR í fótbolta, nema með lávarðadeildinni. Þar spila fjörutíu ára og eldri og því ætti það að nást í sumar að ég spili með þeim. Kannski eftir einhver ár fæ ég svo að fara inn á völlinn með þeim.“ ■ Þennan dag árið 1966 hlutu IanBrady og kærasta hans Myra Hindley lífstíðardóm fyrir hrotta- leg morð sem vöktu ugg meðal bresku þjóðarinnar. Parið var sakað um morð á þremur börnum, þeim Edward Evans, 17 ára, Lesley Ann Downey, 10 ára, og hinum 12 ára John Kilbride. Hindley, sem var 23 ára, hlaut tvo lífstíðardóma fyrir morðin á Ed- ward Evans og Lesley Ann Downey en var ekki fundin sek um morðið á John Kilbride. Morðin voru framin í Manchester en lík barnanna þriggja fundust sjö mánuðum áður en dóm- ur var kveðinn upp í málinu á stað sem kallast Saddleworth Moor eða Saddleworth-mýrlendið. Brady var frá Glasgow og starf- aði sem lagerafgreiðslumaður en Hindley var frá Manchester og vann við hraðritun. Þau lokkuðu börnin þrjú inn á heimili sitt í Manchester þar sem þau píndu þau og drápu. Það var 17 ára gamall mágur Hindley, David Smith, sem hringdi á lögregluna eftir að hafa orðið vitni að hrottalegu morðinu á Edward Evans heima hjá systur sinni og mági. Smith sagði lögregl- unni að Brady hefði montað sig af því að hafa grafið lík annarra fórn- arlamba í Saddleworth-mýrlendinu. Brady hefur verið í hungurverkfalli á geðsjúkrahúsinu í Ashworth síðan í október árið 1999. 30 ára lífstíðardómur Hindley rann út árið 1996 en henni var ekki hleypt út úr fangelsi. Hún gerði lokatilraun til að fá frelsi í mars árið 2000 og dó 60 ára gömul árið 2002 af völdum brjóstsýkingar. ■ FJÖLDAMORÐINGJAR Ian Brady og Myra Hindley eru mýrlendis- morðingjarnir. 28 6. maí 2004 FIMMTUDAGUR Aðalsteinn Hjaltason, Vallargerði 4b, Akureyri, lést sunnudaginn 2. maí. Emilía K. Kristjánsdóttir lést sunnudag- inn 2. maí. Haraldur B. Guðmundsson, Fornhaga 22, lést mánudaginn 3. maí. Magnús Jónsson húsgagnasmíðameist- ari, Kirkjusandi 5, Reykjavík, lést mánu- daginn 3. maí. Sverrir Davíðsson, fv. sjómaður, Blá- hömrum 2, Reykjavík, lést þriðjudaginn 4. maí. 13.30 Jónas Svafár Einarsson skáld verður jarðsunginn frá Fossvogs- kapellu. 13.30 Þorbjörg Guðmundsdóttir, Tjarn- arlundi 10b, Akureyri, verður jarð- sungin frá Akureyrarkirkju. 15.00 Steinþóra Jóhannsdóttir, Húsa- tóftum, Grindavík, verður jarð- sungin frá Fossvogskirkju. 1889 Vígsluathöfn Eiffelturnsins haldin á alheimssýningunni í París. 1915 Babe Ruth hleypur fyrsta heimahlaupið í bandarísku hafnaboltadeildinni. 1919 Höfundur Galdrakarlsins í Oz, L. Frank Baum, deyr úr hjarta- áfalli 63 ára gamall. 1941 Jósef Stalín verður stjórnandi Sovétríkjanna. 1942 Japan nær eyjunni Corregidor frá herjum bandamanna í seinni heimsstyrjöldinni. 1957 John F. Kennedy hlýtur Pulitz- er-verðlaunin fyrir bókina Pro- files in Courage. 1960 Margrét Englandsprinsessa gift- ist ljósmyndaranum Anthony Armstrong Jones. 1996 Lík Williams E. Colby, fyrrum CIA-stjórnanda, finnst nærri húsi hans í Maryland. Einar Sigurbjörnsson, prófessor í guð- fræði, er 60 ára. Guðmundur Pétursson, lögfræðingur og fyrrum landsliðsmarkvörður, er 58 ára. Geir Svansson myndlistarmaður er 49 ára. Reinhard Reynisson, bæjarstjóri á Húsavík, er 44 ára. 6. maí 1966 IAN BRADY ■ og kærastan hans Myra Hindley hlutu lífstíðardóm fyrir hrottalegar pyntingar og morð á þremur breskum ungmennum. Afmæli GYLFI AÐALSTEINSSON ■ Ætlar að njóta þess að vera fertugur. GEORGE CLOONEY Kvikmyndasjarmörinn og hjartaknúsarinn George Clooney er 43 ára í dag. 6. maí Það er hópur innan Flugleiða semvar að hlaupa saman sem ákvað að stofna til þessa hlaups, bæði til að kynna félagið og bjóða upp á holla og skemmtilega hreyfingu,“ segir Huld Konráðsdóttir flugfreyja, sem er for- maður skokkklúbbs starfsmanna Flugleiða sem stendur fyrir hinu ár- lega Flugleiðahlaupi sem haldið verð- ur í tíunda sinn í kvöld. Hlaupið hefst klukkan 19 og er hlaupið hringinn í kringum Reykjavíkurflugvöll frá Hótel Loftleiðum. „Skokkklúbburinn hleypur þessa leið og við vildum kynna þetta fyrir öðrum.“ Flugleiðahlaupið er meðal fjöl- mennustu almenningshlaupa á land- inu og tóku um 400 manns þátt í því í fyrra. „Það er bæði almenningur og keppnisfólk sem tekur þátt í Flug- leiðahlaupinu. Við höfum sérstak- lega verið að stíla inn á almenning, meðal annars með því að hafa út- dráttarverðlaun en hver sem mætir getur unnið til þessara verðlauna. Flugleiðahlaupið er eitt af því sem hlauparar þekkja og hafa sumir tek- ið þátt í því frá upphafi. Við viljum endilega að sem flestir mæti því þetta hlaup hentar öllum, bæði þeim sem eru að byrja sem og keppnis- fólki.“ Skokkklúbburinn sjálfur er mjög virkur og heldur vikulegar æfingar með þjálfara. „Við vorum nú um helg- ina að koma úr keppni evrópskra flugfélaga þar sem okkur gekk mjög vel og unnum til að mynda kvenna- keppnina. Það eru alls um 50 manns í klúbbnum en 15 til 20 sem eru virkir. Fólk dettur inn og út.“ ■ Tímamót FLUGLEIÐAHLAUPIÐ ■ Haldið í tíunda sinn í kvöld. Hlaupið um flugvöllinn HULD KONRÁÐSDÓTTIR Formaður skokkklúbbs starfsmanna Flugleiða sem skipuleggur hið árlega Flugleiðahlaup. Frí frá annasömum störfum Mýrlendismorðingjarnir fá lífstíðardóm ■ Afmæli ■ Þetta gerðist ■ Jarðarfarir ■ Andlát Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, GUÐBJÖRG EIRÍKSDÓTTIR, andaðist á Hrafnistu þriðjudaginn 4. maí. Útförin fer fram frá Háteigskirkju þriðjudaginn 11. maí kl. 13.30. Fyrir hönd aðstandenda, Halldór Kristinsson, Guðmundur Kristinsson, Edda Kristinsdóttir. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /S TE FÁ N K AR LS SO N GYLFI AÐALSTEINSSON Vonast til að fá að spila eitthvað með lávarðadeild KR í sumar.

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.