Fréttablaðið - 06.05.2004, Blaðsíða 18

Fréttablaðið - 06.05.2004, Blaðsíða 18
18 6. maí 2004 FIMMTUDAGUR KOSIÐ TIL ÞINGS Indversku þingkosningarnar héldu áfram í gær en þær dreifast yfir hálfs mánaðar langt tímabil. Til að koma í veg fyrir að kjósendur greiði atkvæði oftar en einu sinni eru fingur þeirra merktir þannig að starfsmenn kosninganna sjái hvort við- komandi hafi kosið áður eða ekki. Formaður allsherjarnefndar um fjölmiðlafrumvarpið: Á ekki von á þverpólitískri sátt ALÞINGIS „Ég er ekkert sérstaklega vongóður um að þverpólitísk sátt náist um efnisatriði þessa frum- varps, miðað við þá umræðu sem fram hefur farið um málið hingað til. Hins vegar vonast ég til þess að það verði sátt um þá meðferð sem málið fær í nefndinni, en á það á eftir að reyna innan hennar,“ segir Bjarni Benediktsson, for- maður allsherjarnefndar Alþingis, um það hvort hann telji að sátt ná- ist um frumvarp forsætisráðherra um eignarhald á fjölmiðlum. Frumvarpinu hefur verið vísað til allsherjarnefndar og að sögn Bjarna verður leitað umsagnar hjá öllum helstu hagsmunaaðil- um, þar á meðal Blaðamanna- félagi Íslands. Nefndin hafnaði beiðni Samfylkingarinnar um að umsagnar yrði leitað um málið hjá Evrópuráðinu, en Bjarni segir ekki fordæmi fyrir því að mál fari til umsagnar hjá ráðinu. Hann segir enga ástæðu til að ætla að frumvarpið geti ekki tekið breyt- ingum innan nefndar. „Á þessu stigi liggur þó ekkert fyrir sem gefur til kynna að málið taki einhverjum ákveðnum breyt- ingum,“ segir hann. ■ Ríkisútvarpið er með Austur-Evrópusniði Ríkisútvarpið er með svipuðu sniði og tíðkast í löndum Austur-Evrópu segir lögfræðingur hjá Evrópuráðinu. Stjórnmálaöfl ættu ekki að geta náð meirihluta í yfirstjórn ríkisútvarps. Gjalda verði varhuga á að yfirfæra módel fjölmiðlalaga milljónaþjóða á lítið þjóðfélag. FJÖLMIÐLALÖG Staða Ríkisútvarps- ins á Íslandi er sú sama og í mörg- um löndum Austur-Evrópu sem Evrópuráðið hefur verið að reyna að færa til betri vegar. Þetta segir Páll Þórhallsson, lögfræðingur í fjölmiðladeild Evrópuráðsins. Hann segir að tryggja þurfi sjálfstæði Ríkisútvarpsins hér á landi og koma ætti á fót sjálfstæðri stofnun sem sjái um að úthluta út- varpsleyfum og hafa eftirlit með starfsemi útvarpsstöðva. „Í þeim löndum Austur-Evrópu þar sem þetta er ekki í lagi hefur Evrópuráðið reynt að hvetja til þess að komið verði á fót fyrir- komulagi á útvarpsráði þar sem ríkisstjórnarmeirihlutinn er ekki með meirihluta. Fremur ættu frjáls félagasamtök að skipa þriðj- ung meðlima til að tryggja að eitt stjórnmálaafl eða ríkisstjórnar- meirihluti geti ekki ráðið ferðinni í slíku ráði,“ segir Páll. Varðandi lög um eignarhald á fjölmiðlum segir Páll að það verði að gjalda varhuga við því að yfir- færa módel milljónaþjóða á eign- arhaldi á fjölmiðlum á lítið þjóðfé- lag. „Einnig mætti spyrja að því hvað fyrirtæki þurfi að vera stór til að geta haldið velli og hvaðan fjármagnið eigi þá að koma. Auð- vitað þarf að skoða aðstæður á markaðnum og tilmæli Evrópu- ráðsins viðurkenna það,“ segir Páll. Hann segir að almennt sé talið að einkasjónvarpsstöðvar eigi erfitt uppdráttar, jafnvel á Norður- löndum þar sem ekki hefur gengið vel að halda úti einkastöðvum með alhliða dagskrárgerð. „Ein leið sem fara hefði mátt í frumvarpinu er sú að fela útvarps- réttarnefnd eða sambærilegri stofnun að meta stöðuna á mark- aðnum við veitingu leyfa. Það ætti að vera í höndum þess sem fer með stjórnsýsluna að meta stöðuna hverju sinni í stað þess að setja um það lög,“ segir hann. Hann bendir á að upp gæti komið sú staða að enginn sæki um útvarpsleyfi vegna þess hve skilyrðin séu ströng. „Er það ekki dálítið slæm staða? Væri ekki betra að hafa úr fáein- um umsóknum að spila og geta þá eftir atvikum valið á grundvelli ýmissa sjónarmiða, til dæmis um fjölbreytni?“ spyr Páll. sda@frettabladid.is Morðrannsókn: Ákærðu prest fyrir morð BANDARÍKIN, AP Kaþólskur prestur hefur verið ákærður fyrir morð sem framið var í páskavikunni árið 1980. Þá fannst lík nunnu í kapellu. Hún hafði verið kyrkt og stungin mörgum sinnum. Lögreglumenn sem rannsökuðu málið segja morðið helst minna á hefðir djöfladýrkenda og hefur málið orðið til þess að ásakanir um kynferðisbrot presta voru teknar til rannsóknar. Lögmaður prestsins segir að hann muni lýsa sig saklausan af ákærum. Rannsókn málsins hófst eftir að kona sagði lögreglu að presturinn væri í hópi klerka sem hefðu misþyrmt sér og beitt kyn- ferðisofbeldi sem barn. ■ Storsjön: Skrímsli í útrýmingar- hættu STOKKHÓLMUR, AP Umboðsmaður sænska þingsins hefur krafið yfir- völd í Jämtland um útskýringar á því að skrímslið í Storsjön er komið á lista yfir dýr í útrýmingarhættu. Starfsmenn umboðsmanns komust að því að athafnamanni hefði verið bannað að safna eggjum skrímslisins með það í huga að koma upp skrímslum sem gætu orð- ið aðdráttarafl fyrir ferðamenn. Í fyrstu töldu starfsmenn að beiðn- inni hefði verið hafnað þar sem dómurinn hefði álitið hann grín en svo kom í ljós að 1986 var skrímsl- inu bætt á lista yfir dýr í útrýming- arhættu. Skrímslinu svipar til Loch Ness- skrímslisins að því leyti að tilvist þess hefur aldrei fengist staðfest þó um 500 manns segist hafa séð það. ■ GOLF „Við erum alvanir hráslaga- legum hretum eins og því sem gengið hefur yfir Norðurland að undanförnu,“ segir Þórhallur Pálsson, framkvæmdastjóri Golf- klúbbs Akureyrar. Hann hefur ekki sérstakar áhyggjur af gangi mála enda sé staðreyndin sú að Jaðarsvöllur sé opnaður mun síðar en golfvellir fyrir sunnan land þar sem kylfingar hafa þegar hafið leik víðast hvar. „Það stendur til að opna völl- inn um miðjan maí eins og yfir- leitt og snjómugga á flötum breytir því ekki nema þetta verði viðvarandi í einhvern tíma. Það er þá helst frostið sem við höfum áhyggjur af en ég hef enga trú á að þetta hret standi lengi yfir.“ ■ Meðal annars: sófasett, hornsófar, svefnsófar, stakir sófar, stakir stólar, borðst.borð og stólar, skápar, skenkir og margt fleira. Opið virka daga 10-18 og laugardaga 11-16 gæða húsgögn Bæjarhrauni 12, Hf., sími 565-1234 Ú T S A L A - Ú T S A L A - Ú T S A L A Rýmum fyrir nýjum vörum... ...mikill afsláttur í örfáa daga. BJARNI BENEDIKTSSON Formaður Allsherjarnefndar Alþingis vonast til þess að sátt verði um þá meðferð sem fjöl- miðlafrumvarpið fær innan allsherjarnefndar, en á það eigi eftir að reyna innan hennar. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /G VA RÍKISÚTVARPIÐ „Í þeim löndum Austur-Evrópu þar sem þetta er ekki í lagi hefur Evrópuráðið reynt að hvetja til þess að komið verði á fót fyrirkomulagi á útvarpsráði þar sem ríkisstjórnarmeirihlutinn er ekki með meirihluta. Fremur ættu frjáls félagasamtök að skipa þriðjung meðlima til að tryggja að eitt stjórnmálaafl eða ríkisstjórnarmeirihluti geti ekki ráðið ferðinni í slíku ráði,“ segir Páll Þórhallsson. Jaðarsvöllur á Akureyri opnaður á tilsettum tíma: Alvanir hráslaga- legum hretum BIÐIN BRÁTT Á ENDA Kylfingar á Akureyri eru fullir eftirvæntingar en rúm vika er þar til Jaðarsvöllur verður opnaður.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.