Fréttablaðið - 06.05.2004, Blaðsíða 26

Fréttablaðið - 06.05.2004, Blaðsíða 26
Það er kvöld, himinninn virðist flæktur í trjágreinunum, þarna flýgur tjaldur og ég hugsa um Davíð Oddsson. Einu sinni var hann bara íslenskur strákur sem lék sér með tindáta og heyrði rödd Jóns Múla í útvarpinu. Það er svolítið falleg tilhugsun. En hver er Davíð í dag? Davíð er for- sætisráðherra, hefur verið það lengi og er örugglega áhrifamesti stjórnmálamaður síðustu áratuga, hann kemst á topp tíu yfir þá áhrifamestu. Hann er eitursnjall, styrkur hans hefur allt til þessa komið andstæðingum niður á hnén, það hefur enginn ráðið við hann, enginn. Nema kannski Ingi- björg Sólrún, en hún er óheppin með flokk, það er erfitt að vera fulltrúi flokks sem enginn botnar í og glíma um leið við sterkan andstæðing, ókrýndan konung ís- lenskra stjórnmála. Eða getur ein- hver sagt mér hvað Samfylkingin er? Er hún slitur, er hún heild, er hún kokteill sem glaðhlakkalegur barþjónn hristir svo mikið að allt bragð fer af? Davíð þarf ekki að hafa áhyggjur af sjálfsmynd flokks síns, hann þarf ekki að berjast fyrir sínu plássi, þegar Davíð brosir hlær Sjálfstæðisflokkur- inn. Þegar Davíð er reiður, stapp- ar Sjálfstæðisflokkurinn niður fæti og bollastellin glamra í skáp- um landsmanna. Davíð Oddsson hefur einhvern innri mátt, út- geislun, maður finnur bókstaflega á hörundinu að þarna er leiðtogi á ferð. Og Davíð hefur gert góða hluti, fingraför hans eru á þjóðfé- laginu, hann er kominn í sögu- bækurnar, heill áratugur og rúm- lega það verður kenndur við hann, stærsti stjórnmálaflokkur lands- ins er honum svo fylgispakur og hlýðinn að manni verður ósjálf- rátt hugsað til bestu smalahund- anna í sveitinni, hvað þeir gátu hlaupið fyrir bóndann, ein bend- ing og fjallið tekið í einum sprett. Og leiðarahöfundar Morgunblaðs- ins, þessir sjálfskipuðu sið- gæðispostular landsins, skrifa ekki öðruvísi um hann en með gylltum penna, og snúa blinda auganu að honum þegar hann sést ekki fyrir í ófyrirleitninni. Það hefur stundum verið hjartnæmt að fylgjast með sambandi leiðara- höfunda Morgunblaðsins við Dav- íð, svo sjaldgæft að vera vitni að slíkri tryggð á þessum órólegu tímum, eini gallinn er sá að þessi tryggð hefur farið býsna langt með að dæma Morgunblaðið úr leik sem hlutlausan aðila í um- ræðunni um íslenska pólitík, og það er vont. En leiðarahöfundum Morgun- blaðsins er vorkunn, styrkur Dav- íðs hefur slævt dómgreindina hjá ófáum síðustu árin og hann hefur vissulega gert góða hluti, en Dav- íð er hinsvegar með skapbrest, sá brestur hamlar honum að komast í hóp þeirra stærstu, bresturinn smækkar hann, þessi brestur á sér nafn og nafnið er dramb. Ég veit ekki hversu drambsamur Davíð var á sínum yngri árum, þegar Jón Múli og Pétur Pétursson voru ungir menn í útvarpinu og lýstu Esjunni í beinni útsendingu, en ég geri ráð fyrir að það hafi vaxið talsvert með árunum. Ég geri ráð fyrir að Davíð hafi miklast svo af yfirburðum sínum að smám sam- an hafi hann farið að trúa því að hann væri hafinn yfir tillitssemi, kurteisi, að sýna öðrum virðingu. Með tímanum hefur hann misst þá tilfinningu sem segir okkur hvenær við göngum of langt. Af þeim ótal andstæðingum sem Davíð hefur glímt við, er drambið sá mesti, og jafnframt sá eini sem hann hefur algjörlega gefist upp fyrir. Drambið hefur hægt og bít- andi gert hann þröngsýnan og fyllt hann viðþolslausu óþoli gagnvart skoðunum andstæðinga sinna. Drambið hefur áhrif á dag- lega hegðun hans og birtist meðal annars í því sem áður hét skortur á háttvísi. Þetta er dapurlegt. Því Davíð Oddsson er enginn meðalmaður, það býr eitthvað stórt í honum, hann hafði máttinn og hann hafði möguleik- ana að víkka ís- lenskt samfé- lag, og hann hefði getað vísað okkur fram á veg- inn. En það gerðist ekki. Það erfiðasta hér í heimi er að sigra sjálfan s i g , þeim sem ætlar sér stóra hluti verður að takast það. Davíð Odds- son er skólabókardæmi um mann sem bíður ósigur fyrir sjálfum sér, fyrir brestum sínum. Þess vegna höfum við ár eftir ár setið uppi með forsætisráðherra sem er farinn að trúa því að ríkið sé hann, mann sem er hættur að gera greinarmun á persónu sinni og því embætti sem hann sinnir. Við erum með forsætisráðherra sem hefur ríka tilhneigingu til að laga lögin að sinni persónu, sínum skoðunum. Það sem hentar hon- um, hentar þjóðinni, og öll hegðun hans ber svip af því. Það er ekki beinlínis tilhlökk- unarefni að fá Halldór Ásgríms- son í stól forsætisráðherra, fátt er jafn skelfilegt og húmorsleysi og mér sýnist á stirðri andlitsgrímu Halldórs að honum sé ekki brosið í blóð borið, það kveður jafnvel svo rammt við að dagsbirtan virð- ist daufari í kringum Halldór Ágrímsson en annað fólk. En hon- um er vorkunn, það getur ekki verið upplífgandi að vera formað- ur Framsóknarflokksins, flokks- ins sem ráfar um dægrin eins og grár misskilningur og hefði átt að hverfa með brúsapöllunum. En það verður samt gott að skipta Davíð út, gott fyrir samfélagið, gott fyrir hann, hann getur bráð- um snúið sér að öðru, ég mæli með því að hann rati um tíma í ógæfu, tvær koníaksflöskur á dag, villtar nætur, setjist að því loknu niður og skrifi sjálfsævi- söguna, 1000 síður fullar af reiði. Og hver verða síðan eftirmæli Davíðs Odssonar, hvað mun standa í kennslubókum eftir 100 ár? Það veit sem betur fer enginn, en ég spái því að þar muni meðal annars standa að Davíð Oddsson hafi verið framhald af gamalli hefð. Valdaseta Davíðs, eiga sagn- fræðingar eftir að skrifa, vísaði aftur fyrir sig. Hún var gömul í sér, hún byggði of mikið á vald- beitingu, ofsa og óþarflega ákafri fylgispekt samstarfsfólks. Þetta var gömul og gróin hrepp- stjórapólitík og Davíð Odds- son vísaði því ekki veginn heldur hægði á vegferð okkar til betri tíma, valda- seta hans var ekki góð fyr- ir lýðræðið. Sem var synd, það var vísir að stórmenni í honum. Þessi grein birtist fyrst á bjartur.is Athugasemd við forsíðufrétt Guðmundur Sigurðsson, forstöðumaður samkeppnissviðs Samkeppnisstofnunar, skrifar: Vegna fullyrðinga sem vitnað er til í frétt á forsíðu Fréttablaðsins 5. maí og hafðar eru eftir undirrituðum starfsmanni Samkeppn- isstofnunar er þess óskað að eftirfarandi verði birt: Ég fékk fyrirspurn um það frá blaðamanni Fréttablaðsins þriðjudaginn 4. maí hvort stofnunin ætti til lista yfir markaðsráðandi fyrirtæki hér á landi. Benti blaðamaðurinn á að fyrirspurnin tengdist umræðu um fjöl- miðlafrumvarpið. Ég sagði að Samkeppnis- stofnun ætti ekki til slíkan lista og hann væri ekki unnt að búa til. Ástæða þess væri sú að nauðsynlegt væri í hverju máli sem samkeppnisyfirvöld tækju til rannsóknar að skilgreina þann markað sem máli skipti og stöðu fyrirtækja á honum. Oft væri tekist á um það í málum sem rekin væru fyrir sam- keppnisyfirvöldum hver markaðurinn væri sem um væri að tefla og hver staða ein- stakra fyrirtækja á honum væri. Í sam- keppnisrétti væri markaðsráðandi staða ákveðið, skilgreint, lögfræðilegt hugtak. Það gæti því verið breytilegt hvort sama fyrir- tæki væri skilgreint markaðsráðandi í ólík- um málum. Þá var ég spurður að því hvort ég gæti nefnt dæmi um fyrirtæki sem hefðu verið skilgreind markaðsráðandi. Ég nefndi eftir minni dæmi um fjögur fyrirtæki sem einhvern tíma hefðu verið talin markaðs- ráðandi. Til að upplýsa blaðamanninn og útskýra nánar fyrir honum að það gæti ver- ið nokkuð flókið að fjalla um markaðsráð- andi stöðu samkvæmt samkeppnislögum benti ég á að í samkeppnisrétti væri til hug- tak sem kallaðist sameiginleg markaðsráð- andi staða fyrirtækja. Þá væru tvö eða fleiri fyrirtæki á sama markaði úrskurðuð mark- aðsráðandi. Þetta væri þegar ákveðin skil- yrði á markaðnum væru uppfyllt. Til að taka dæmi nefndi ég að það væri hugsanlegt að viðskiptabankarnir þrír gætu, vegna að- stæðna á þeim mörkuðum sem þeir starfa á, verið í sameiginlegri markaðsráðandi stöðu. Um það hefði hins vegar ekki verið fjallað hjá samkeppnisyfirvöldum. Það er ófrávíkjanleg regla að samkeppnis- yfirvöld skilgreina ekki samkeppnismarkað í skilningi samkeppnislaga í málum sem þau fást við og stöðu einstakra fyrirtækja á við- komandi markaði nema að undangenginni rannsókn og eftir að hafa kallað eftir at- hugasemdum málsaðila. Þess vegna eru þær fullyrðingar sem ætlaðar eru undirrit- uðum í umræddri frétt mjög bagalegar. Elsa B. Friðfinnsdóttir skrifar mjög harða ádeilu á oddvita ríkis- stjórnarflokkanna í sunnudagsút- gáfu Fréttablaðsins og er ekki síð- ur harðorð í garð Halldórs Ás- grímssonar en Davíðs Oddssonar, en Elsa er sem kunnugt er fyrr- verandi aðstoðarmaður Jóns Kristjánssonar Framsóknarráð- herra. Gagnrýni Elsu er reyndar fyrst og fremst gagnrýni á Hall- dór Ásgrímsson fyrir að sýna Davíð Oddssyni undirgefni. Hún segir m.a.: „Formaður Sjálfstæð- isflokksins ákveður hlutina og formaður Framsóknarflokksins tekur síðan undir, því ekki má styggja þann fyrrnefnda, það er stór stóll í veði.“ Hér er að sjálf- sögðu vísað til þess að Halldóri er ætlað að setjast í stól forsætisráð- herra 15. september í haust. Elsa segir aumkunarvert að horfa upp á ungliða Sjálfstæðis- flokksins koðna niður undan skip- unarvaldi flokksforingjans: „Það örlar ekki á sjálfstæðri skoðun, á gagnrýnni hugsun, á virðingu fyr- ir þeim sem kusu viðkomandi vegna orðræðu í kosningabarátt- unni. ... Í Framsóknarflokknum er staðan sú að formaðurinn heldur öllum ráðherrunum í heljargreip- um vegna stólaskiptanna í haust. ... Hver og einn ráðherra á því stól sinn undir því að styggja ekki for- manninn ... Auk þess ganga ein- hverjir hinna óbreyttu með ráð- herrann í maganum og þeir gera sér jafnvel vonir um að haust- hrókeringarnar færi þeim stól. Ekki geta þeir tekið áhættuna að styggja formanninn!“ Ég hef reyndar þá trú að Sjálf- stæðisflokkurinn sé orðinn þreyttur á samstarfinu við Fram- sókn og gæti alveg hugsað sér að slíta því, hvort sem það væri á grundvelli fjölmiðlafrumvarps eða annars. Þetta veit Halldór og þess vegna er staðhæfing Elsu rétt. Halldór er reiðubúinn að borða hvað sem er úr lófa Davíðs af ótta við að ella kynni hann að missa af því að verða forsætisráð- herra. Vilji Davíð slíta stjórnar- samstarfinu má hann því vita að það mun aldrei ganga upp svo lengi sem Halldór getur farið sínu fram innan Framsóknarflokksins. Mér fannst hressandi og að sumu leyti frelsandi að lesa grein Elsu. Hún afsannaði nefnilega að allt stjórnarliðið væri viljalaust verk- færi í höndum formanna ríkis- stjórnarflokkanna. Glúmur Baldvinsson, sem skrifaði grein í DV fyrir fáeinum dögum, hefur nokkuð til síns máls þegar hann hafnar því að Ísland sé orðið að einhverju einræðisríki þótt við búum við yfirgangssama stjórnarherra. Glúmur tekur þann pól í hæðina að beina spjótum sín- um að já-mönnum og viðhlæjend- um meintra einræðisherra. Ef við búum við einræðisstjórnarfar, þá sé þeim um að kenna. Í grein Glúms segir m.a.: „Í hvert sinn sem geðvonska Davíðs er lögbundin á Íslandi tala sumir um að hér ríki einræði eða jafnvel ógnarstjórn. Það er fjarri sanni. Á Íslandi ríkir lýðræði þar sem einn stjórnmálamaður drottnar yfir öðrum kjarklitlum og sannfær- ingarsnauðum stjórnmálamönn- um með hugann fullan af hetju- draumum en hjartað lamað af ótta“. Ekki verður annað sagt en þetta sé hrikalegur áfellisdómur yfir stjórnarmeirihlutanum á Al- þingi. Sjálfum finnst mér þetta vera mjög umhugsunarverð kenn- ing hjá Glúmi Baldvinssyni. Prýðilegt og óvenju beinskeytt innlegg Elsu B. Friðfinnsdóttur væri þá undantekningin sem sannar þessa reglu. ■ 6. maí 2004 FIMMTUDAGUR26 Ýmislegt um smalahunda, villtar nætur og forsætisráðherrann ÖGMUNDUR JÓNASSON ÞINGFLOKKSFORMAÐUR VG UMRÆÐAN Stjórnarmeirihlutinn á Alþingi Það þarf stjórnun á fjölmiðlamarkað en þetta er bara svo klaufalega sérsniðið að Norðurljósum. Atlaga að frelsi fjölmiðla Það eru allir hlynntir einhvers kon- ar stjórnun á viðskiptaumhverfi fjölmiðla. Nú, í hinu nýja frum- varpi um eignarhald á fjölmiðlum, birtist hins vegar fálmkennd sveifla frá Sjálfstæðisflokknum og skugga hans í átt að Norðurljósum. Þetta vindhögg er reitt fram í horni fílabeinsturnsins þar sem stjórn- endur hafa setið of lengi við völd og sjá samsærisrottur skríða úr öll- um veggjum. Það þarf ekki nema í meðallagi viti borinn mann til að sjá hina aug- ljósu árás á hendur Jóni Ásgeiri Jó- hannessyni og fyrirtækjum hans í hinu nýja fjölmiðlafrumvarpi. Undirrituðum var fyrirmunað að skilja hvað hæstvirtum forsætis- ráðherra gekk til með þessu. Ég segi var, en hef nú gert mér það ljóst að þarna er skýringin augljós og alls ekki flókin. Vissulega hafa stjórnarflokk- arnir gert margt ágætt á undan- förnum árum. Ekki skal úr því draga á neinn hátt. Það eru allir hlynntir einhvers konar mark- aðsstjórnun. Framsetningin á þessu tiltekna frumvarpi er þó helber árás á Norðurljós, og öllu verra, illa falin. Ofan í þessa skömm tyggja ráðherrarnir ofan í okkar að þarna sé engin árás, þetta sé aðeins forræðishyggja sem forðar Jóni Ásgeiri frá því að breytast í einhvers konar Berlusconi. Menntamálaráðherra notaði þesssa samlíkingu í spjall- þætti á Stöð 2, ég minni hana kurt- eislega á að Berlusconi er forsæt- isráðherra Ítalíu. Hver er forsæt- isráðherra okkar? Kraftur frumvarpsmanna verð- ur þó að teljast með afbrigðum góður. Ég hef sjaldan orðið vitni að annarri eins ástríðu fyrir einu mál- efni. Af hverju er ekki sami kraft- ur þegar kemur að málefnum Rík- issjónvarpsins? Nei, það er „Stopp- um Jón Ásgeir, fattiði, hann ætlar að fremja valdarán“. Hvaða vit- leysa er þetta? Jón Ásgeir er sterkasti sonur þess kerfis sem Davíð Oddsson skapaði, það er fá- ránlegt að ætla að framkvæma ein- hvers konar fóstureyðingu þegar maðurinn er byrjaður að labba, tja eða hlaupa. Að sjálfsögðu er þetta mál hvorki svart né hvítt. Sjálf- stæðisflokknum gengur eflaust gott eitt til með þessu. Reyndar hafa mikil illvirki verið unnin und- ir feldi góðviljans, eins og til dæm- is að brenna nornir. Það þarf stjórnun á fjölmiðlamarkað en þetta er bara svo klaufalega sér- sniðið að Norðurljósum. Ég fer fram á það við Davíð að hann end- urskoði þetta eitthvað. Þetta er ekki eitthvað „Mikka mús“ mál sem á að sníða eftir eigin geðþótta. Ég styð Norðurljós heilshugar í þessu máli og hvet þá til að fara alla leið gegn ríkinu. Þarna er farið langt yfir strikið. Ég minni ríkisstjórn Íslands á að fara með vald sitt af virðingu og munið að stöður ykkar eru komnar til af fólkinu en ekki öfugt. ■ ÓLAFUR JÓHANNESSON KVIKMYNDAGERÐARMAÐUR UMRÆÐAN Fjölmiðlafrumvarpið ,, Hrikalegur áfellisdómur BRÉF TIL BLAÐSINS Þessi tryggð hefur farið býsna langt með að dæma Morgun- blaðið úr leik sem hlutlaus- an aðila í umræðunni um íslenska pólitík, og það er vont. ,,JÓN KALMANN STEFÁNSSONRITHÖFUNDUR UMRÆÐAN Dramb forsætis- ráðherra
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.