Fréttablaðið - 06.05.2004, Blaðsíða 45

Fréttablaðið - 06.05.2004, Blaðsíða 45
FIMMTUDAGUR 6. maí 2004 FÓTBOLTI „Þetta er algjörlega óásættanlegt,“ sagði Karl-Heinz Rummenigge, stjórnarformaður Bayern München. „Þetta á ekkert skylt við háttvísi.“ „Það væri áfall ef þetta fær að viðgangast,“ sagði Uli Höness, framkvæmdastjóri Bayern. Leikmenn og forráðamenn Bayern eru afar ósáttir við fram- göngu Hamburger SV í 6-0 tapi fyrir Werder Bremen á laugar- dag. Werder Bremen stendur vel að vígi í baráttunni við Bayern um meistaratitilinn eftir leiki helgar- innar. Klaus Toppmöller, þjálfari Hamborgar, var auðmjúkur. „Ég get aðeins beðið Bayern og fót- boltaáhugamenn afsökunar á því sem gerðist í Bremen.“ sagði Toppmöller en Karl-Heinz Rummenigge tók ekki afsökunar- beiðnina til greina. „Þetta er hneyksli og algjörlega óafsakan- legt.“ Ekki voru allir Hamborgarar til í að beygja sig í duftið fyrir Bæjurum. „Þeir ættu að huga að eigin vandamálum. Við vitum að við lékum illa,“ sagði Dietmar Beiersdorfer, íþróttastjóri Ham- borgara. „Það er ekki okkur að kenna að Bayern er sex stigum á eftir Bremen eftir 31 umferð,“ bætti Bernd Hoffmann, forseti fé- lagsins, við. ■ HANDBOLTI Eftir naumt tap gegn ÍBV í fyrsta leik lokaúrslita RE/MAX-deildar kvenna í fyrra- kvöld í Vestmannaeyjum er stóra spurningin sú hvort Valsstelpur hafi náð að jafna sig og haldi þessu einvígi lifandi. Guðríður Guðjónsdóttir, þjálf- ari þeirra, er á því: „Auðvitað verður erfitt að leggja þær að velli en við vorum nú ansi nálægt því á þriðjudagskvöldið og ég hef fulla trú á að við getum gert það á heimavelli.“ Aðspurð segist Guðríður ekki trúa öðru en að liðið mæti tilbúið til leiks og með fulla trú á verk- efninu: „Ég bara neita að trúa öðru, stelpurnar hljóta að mæta alveg dýrvitlausar til leiks því viljinn hjá þeim er alveg gríðar- legur enda er Valur í fyrsta sinn í þessum sporum. Þó maður eigi aldrei að segja aldrei er líklega úti um þetta einvígi ef við töpum þessum leik – það er einfaldlega að duga eða drepast. Við förum í hvern leik til að vinna og það er engin breyting á því núna og ljóst er að til að vinna þetta einvígi verður við að landa einum sigri í Eyjum. Það átti að vera leikurinn í fyrradag,“ segir Guðríður og brosir. „Við áttum að vinna þann leik í venjulegum leiktíma en spiluðum ekki nægilega vel sem liðsheild síðustu fimmtán mínúturnar en þá var einstaklingsframtakið of ráðandi. Dómgæslan var okkur síðan ekki í hag í blálokin en við vorum með boltann þegar ein mínúta var eftir og einu marki yfir. Það var alveg greinilega brotið á Gerði en ekkert dæmt og þær jafna í kjölfarið. En hafa ber í huga að við erum að spila á móti atvinnumannaliði því sex leik- menn ÍBV gera ekkert annað en að spila handbolta, þó reyndar sé ein þeirra meidd núna, og ég tel að við séum að standa okkur mjög vel miðað við það. Það vantar góða leikmenn í okkar lið og við höfum verið væg- ast sagt óheppnar í vetur en sem betur fer erum við með breiðan hóp og höfum getað dreift álaginu þrátt fyrir þessi áföll,“ sagði Guð- ríður og var hvergi bangin. ■ FÓTBOLTI Ríkissjónvarpið hefur tryggt sér sýningarrétt á ís- lenskri knattspyrnu næstu tvö árin. Nýr samningur Ríkissjón- varpsins og rétthafans þýska, Sportfive, kveður á um einka- rétt Ríkissjónvarpsins á lands- leikjum Íslendinga í knatt- spyrnu karla á Íslandi sem og einkarétt á Bikarkeppni Knatt- spyrnusambands Íslands og VISA. Þá var samið um rétt Ríkissjónvarpsins til að gera samantektarþætti um allar um- ferðir mótsins og er það ekki lítill áfangi fyrir knattspyrnu- áhugamenn. Fyrir höfðu Ríkissjónvarpið og Knattspyrnusamband Ís- lands samið um sýningarrétt á íslenskri kvennaknattspyrnu og vonandi verður henni gert hátt undir höfði enda hafa stelpurn- ar tekið miklum framförum síð- astliðin ár. Góðar fréttir þetta og væntanlegt er knattspyrnu- sumar af dýrari gerðinni. Það verður því allt troðfullt af íslenskum fótbolta og bein- um útsendingum frá Evrópu- keppninni í knattspyrnu sem fram fer í Portúgal í júní. Ís- lenskir knattspyrnuáhugamenn geta því farið að hlakka til veislu í sumar. ■ Bæjarar bálillir: Óásættanlegt! BÆJARAR ÓSÁTTIR Leikmenn og forráða- menn Bayern München eru afar ósáttir við leik Hamburger SV gegn Werder Bremen á laugardag. Gott og sýnilegt fótboltasumar í vændum: Íslenski boltinn í Sjónvarpinu Nú er að duga eða drepast Verða Valsstelpur tilbúnar í slaginn í kvöld þegar þær mæta liði ÍBV í öðrum leik liðanna í úrslitaeinvíginu um Íslandsmeistaratitilinn? ANNAR LEIKUR VALS OG ÍBV FER FRAM Á HLÍÐARENDA Í KVÖLD Guðríður Guðjónsdóttir, þjálfari Vals, er hvergi bangin og segist ekki trúa öðru en lið hennar mæti tilbúið til leiks í kvöld gegn Eyjastúlkum enda er að duga eða drepast fyrir Val..
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.