Fréttablaðið - 06.05.2004, Blaðsíða 39

Fréttablaðið - 06.05.2004, Blaðsíða 39
Nú, þegar 10 ný ríki hafa fengið að- ild að Evrópusambandinu, vaknar spurningin: Á Ísland að ganga í Evr- ópusambandið? Á Ísland ekki sam- leið með ríkjum Evrópu? Vissulega á Ísland samleið með ríkjum Evr- ópu. Ísland er í Fríverslunarsam- tökum Evrópu, EFTA, Ísland er aðili að Evrópska efnahagssvæðinu, EES, Ísland er í OECD, Efnahags-og framfarastofnuninni og Ísland er aðili að NATO, varnarsamtökum vestrænna ríkja. Ísland hefur því tvímælalaust tekið sér stöðu með Evrópuríkjum. Þróun Evrópusambandsins er nú sú, að óðfluga stefnir í þá átt að öll Evrópuríki verði aðilar að sam- bandinu. Í dag eru það einkum EFTA-ríkin, Ísland, Noregur, Sviss og Liechtenstein, sem standa utan ESB svo og fyrrum Sovetlýðveld- in, Rússland, Úkraína, Hvíta-Rúss- land o.fl. Nokkur önnur ríki standa einnig fyrir utan. Hvers vegna standa EFTA-ríkin utan við ESB? Noregur hefur tvívegis fellt í þjóð- aratkvæðagreiðslu að gerast aðili að ESB. Það var af þjóðernisástæð- um og vegna þess að Norðmönnum fannst sjávarútvegssamningurinn við ESB ekki nógu hagstæður. Sviss felldi einnig aðild að Evrópu- sambandinu og raunar einnig aðild að EES. Ísland hefur hins vegar aldrei sótt um aðild að ESB og ekki látið reyna á málið í þjóðar- atkvæði. Hvers vegna ekki? Jú, það er vegna sjávarútvegsstefnu ESB. Ísland hefur ekki viljað af- sala sér yfirráðum yfir fiskveiði- lögsögu sinni en ef Ísland gengur í ESB verða ákvarðanir um fisk- veiðar í fiskveiðilögsögu Íslands teknar í Brussel. Rómarsáttmálinn, sem lagði grundvöllinn að stofnun Efnahags- bandalags Evrópu (Evrópusam- bandsins), var undirritaður í Róm 25. mars 1957. Bandalagið tók til starfa 1. janúar 1958. Stofnendur voru Þýskaland, Frakkland, Ítalía, Holland, Belgía og Lúxemborg. Lönd þessi höfðu áður haft með sér náið efnahagssamstarf og staðið að stofnun Kola- og stálsamsteypu Evrópu. Þeir, sem áttu hugmyndina að stofnun Efnahagsbandalags Evrópu áttu sér þann draum, að bandalagið mundi leiða til mjög náins sam- starfs Evrópuríkja og sumir þeirra hugsuðu sér þetta upphaf að stofn- un eins ríkis, Bandaríkja Evrópu. Það hefur tekist að þróa mjög náið samstarf aðildarríkjanna með sam- eiginlegri mynt þeirrra flestra og sameiginlegri stefnu í nær öllum málum nema utanríkismálum og er þó verið að þróa samstarf í öryggis- málum. Ólíklegt er þó, að Evrópu- sambandið þróist í eitt ríki. Evrópu- sambandið er þó þegar ótrúleg, öfl- ug stofnun. Tekist hefur að þróa mjög mikið samstarf og koma upp stofnunum, sem starfa vel en skrif- finnska er að vísu mikil. Evrópusambandið er í dag 450 millj. manna markaður 25 aðildar- ríkja. Það er ein stærsta viðskipta- heild í heimi. ESB er tollabandalag. Felldir hafa verið niður innbyrðis tollar á iðnaðarvörum og ytri tollar hafa verið samræmdir. Höft á við- skiptum með iðnaðarvörur hafa verið afnumin. En ESB er mikið meira en tollabandalag. Það er efna- hagsbandalag með sameiginlegum innri markaði, ekki aðeins fyrir frjálst vöruflæði heldur fyrir frjálsa flutninga fjármagns, vinnu- afls og þjónustu. Strangar reglur gilda um frjálsa samkeppni, sem tryggja eiga jöfn samkeppnisskil- yrði. Óheimilt er að raska sam- keppnisskilyrðum, t.d. með skaðleg- um samkeppnishömlum. Megin- reglan er sú, að ríkisstyrkir eru bannaðir. En ESB tekur til mikið fleiri þátta. Það tekur til umhverfis- mála, neytendaverndar, samgöngu- mála, þar á meðal fjarskipta, orku- mála, félags- og vinnumála o.fl. Fríverslun ESB tekur fyrst og fremst til iðnaðarvara en ekki til landbúnaðar- og sjávarafurða. Þess vegna þurfti Ísland að semja sérstaklega um fríverslun fyrir fiskafurðir. En enda þótt fríversl- unin taki ekki til landbúnaðar- og sjávarafurða er það markmið ESB að koma á frjálsum viðskiptum á sem flestum sviðum. ESB hefur reynt að jafna lífskjörin innan ESB, milli svæða og landa. Í því skyni hafa verið veittir háir byggðastyrkir og flokkast þeir ekki sem ríkisstyrkir í skilningi ESB. Byggðastyrkirnir hafa farið til svæða, sem dregist hafa aftur úr í hagþróun. Alls ver ESB 213 milljörðum evra til byggðaþróun- ar á tímabilinu 2000-2006. Er þetta 30% af öllum útgjöldum ESB. 40- 50% af heildarútgjöldum ESB fara til hinnar sameiginlegu land- búnaðarstefnu (þar á meðal fisk- veiða). Aðeins aðildarríki ESB fá byggðastyrki en ekki EFTA-ríki, sem eru aðilar að EES. Samningurinn um EES, sem Ís- land gerðist aðili að 1. janúar 1994, er mjög hagstæður fyrir Ísland. Ís- land fékk þá tollfríðindi fyrir ýmsar sjávarafurðir, sem höfðu orðið út- undan, þegar Ísland gerði fríversl- unarsamning við Efnahagsbanda- lagið 1972, t.d. fyrir fersk flök, sem gleymdust 1972, saltfisk, heilan ferskan og frystan fisk o.fl. Aðeins fáar sjávarafurðir urðu útundan svo sem saltsíld, humar og lax. Ísland er í dag með hagstæðari fríverslunar- samninga við ESB en Norðmenn, þar eð fríverslun samkvæmt samn- ingnum frá 1972 hélst. Það yrði því mjög lítill ávinning- ur fyrir Ísland í viðskiptamálum, við aðild að ESB. Við erum einnig aðilar að innri markaði sambands- ins og höfum samþykkt frelsin fjögur, þ.e. frjálsa flutninga fjár- magns, vinnuafls, þjónustu og vara. Við tökum reglulega við miklum fjölda tilskipana ESB á sviði um- hverfismála, félags- og vinnumála, opinberra styrkja, orkumála, opin- berra innkaupa, samgöngumála, neytendamála o.fl. Er þá ekki allt í lagi? Nei, við erum ekki með við fyrsta undirbúning mála og ákvarð- anatöku. Við sitjum ekki í stjórn ESB eins og t.d. Danir, Finnar og Svíar gera. Þegar Íslendingar sækja fundi í Brussel finna þeir sárlega til þess að fá ekki að vera með á öllum stigum. Þeir fá ekki að vera með í Evrópuþinginu, ekki í sérfræðinganefndum ráðherra- ráðsins, ekki í sveitarstjórnarráð- inu og þannig mætti áfram telja. Þeir fá að sækja fundi sérfræðinga- nefnda framkvæmdastjórnarinnar en það er ekki nóg. Mundi Ísland fá undanþágu frá sjávarútvegsstefnu ESB, ef sótt yrði um aðild í dag? Ég held ekki. Hins vegar er hugsanlegt,að Evr- ópusambandið breytist á næstu 5-10 árum vegna tilkomu nýju ríkjanna. Ef það gerist, ef Ísland fær að halda fullu sjálfsforrræði í sjávarútvegs- málum við aðild að ESB, þá á Ísland að ganga inn en fyrr ekki. Það er mín skoðun. ■ Á Ísland að ganga í Evrópusambandið? 27FIMMTUDAGUR 6. maí 2004 Um varnirnar Pétur Tryggvi Hjálmarsson skrifar: Í Sviss, sem er fjallavæddur skíðastaður í Mið-Evrópu, hefur verið fundin upp aðferð til að koma í veg fyrir eyðileggjandi snjó- flóð. Þess vegna byggja þeir ekki fleiri snjó- flóðavarnargarða. Þessi vísindi hafa borist til Austurríkis og Noregs og þar verða heldur ekki gerðir snjóflóðavarnargarðar í framtíðinni nema þá ef til vill í atvinnubótaskyni. Svissneska aðferðin byggir á þeirri staðreynd, að ef hreyft er við snjósöfnun í litlu magni í einu, þá skapast engin hætta. Þetta gera þeir með því að koma fyrir litlum sprengikúlum þar sem hættan hefur verið mest metin og leysa vandamálið niður með sprengikúlun- um fjarstýrðum. Þannig er litlum snjóspýj- um komið af stað hvenær sem hentar til að losa um snjósöfnunina jafnóðum. Af þessari ástæðu eru svissneskir snjóflóða- varnargarðaverkfræðingar atvinnulausir. Þeir standa í röð til að fá verkefni á Íslandi, því að staðreyndir í þeirra heimalandi eru hafnar yfir verkfræðilega skynsemi. BRÉF TIL BLAÐSINS SNJÓFLÓÐ Er hægt að verjast snjóflóðum án varnargarða? Við hvetjum lesendur til að senda okkur línu og segja skoðun sína á fréttum blaðsins, viðhorfum sem birtast í blaðinu eða leggja orð í belg um málefni líðandi stundar. Bréf skulu vera stutt og gagnorð, 50–200 orð að lengd. Ritsjórn áskilur sér rétt til að stytta aðsent efni. Vinsamlega sendið efnið í tölvupósti á netfangið greinar@frettabladid.is. Mundi Ísland fá undanþágu frá sjáv- arútvegsstefnu ESB, ef sótt yrði um aðild í dag? ,, BJÖRGVIN GUÐMUNDSSON VIÐSKIPTAFRÆÐINGUR UMRÆÐAN Ísland og ESB
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.