Fréttablaðið - 06.05.2004, Blaðsíða 51

Fréttablaðið - 06.05.2004, Blaðsíða 51
■ Tónlist FIMMTUDAGUR 6. maí 2004 Liam Gallagher, söngvari Oasis,var ölvaður og í kókaínvímu þeg- ar hann réðst á þýskan lögregluþjón fyrir utan næturklúbb í München fyrir sautján mánuðum. Þetta kemur fram í niðurstöðum úr blóðprufu sem var tekin úr Gallagher eftir atvikið. Svo gæti farið að kappinn verði ákærður vegna niðurstöðunnar en hann hefur þegar greitt um tólf milljón króna sekt fyrir að ráðast á lögregluna. Liðsmenn Oasis voru að skemmta sér á næturklúbbnum þegar einn úr hópi þeirra stökk upp á borð þar sem nokkrir fínir viðskiptajöfrar sátu í rólegheitum. Upphófust þá mikil slagsmál þar sem Gallagher missti meðal annars báðar framtennur sín- ar. Áttatíu lögregluþjónar voru kall- aðir á staðinn og var Gallagher sá eini sem var handtekinn. Réðst hann á einn lögregluþjónanna fyrir utan klúbbinn og kallaði nærstadda öllum illum nöfnum. ■ Þrjátíu sekúndna auglýsing ílokaþætti Friends-seríunnar sem sýndur verður í Bandaríkjun- um annað kvöld kostar allt að 150 milljónum króna. Slær hann þar með met sem lokaþáttur Seinfeld setti á sínum tíma þegar auglýsingaplássið kostaði um 125 milljónir. Auglýs- ingaplássið fyrir úrslitaleikinn í bandarísku NFL-deildinni, Super Bowl, er það eina sem hefur kost- að meira á þessu ári. Talið er að Friends-þátturinn, sem er klukku- tíma langur, muni laða að sér að minnsta kosti 50 milljónir áhorf- enda og því um tilvalið tækifæri að ræða fyrir auglýsendur að ná athygli neytenda sinna. „Þetta er einn af þessum sjald- gæfu fjölmiðlaatburðum,“ sagði Charlie Rutman, sem kaupir aug- lýsingapláss fyrir stærstu fyrir- tæki Bandaríkjanna. „Þetta eru þættir sem hafa fangað heila kyn- slóð og haft áhrif á lífsstíl fólks undanfarin tíu ár. Þeir eru orðnir miklu meira en bara sjónvaps- þættir.“ ■ LIAM GALLAGHER Lét öllum illum látum í München fyrir sautján mánuðum síðan. Ölvaður og í kókaínvímu FRIENDS Þættirnir hafa notið mikilla vinsælda síðan þeir voru frumsýndir 1994. Mikil eftirvænt- ing ríkir í Bandaríkjunum fyrir lokaþáttinn. Friends-auglýsing á 150 milljónir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.