Fréttablaðið - 06.05.2004, Blaðsíða 41

Fréttablaðið - 06.05.2004, Blaðsíða 41
FIMMTUDAGUR 6. maí 2004 Skip Eimskipafélagsinshafa frá upphafi verið nefnd eftir íslenskum foss- um og er það nýjasta í flotan- um engin undantekning. Skipið, sem er 130 metra langt og 10.740 brúttótonn við fulla lestun, hefur verið nefnt Lagarfoss og það sjötta í röðinni sem ber þetta nafn. Fyrsti Lagarfossinn var smíðaður árið 1917 en þessi er aðeins nýrri, smíðaður 1995. Lagarfoss mun sigla suður- leið frá Reykjavík til Vest- mannaeyja, Immingham og Rotterdam og láta úr höfn í Reykjavík á miðvikudögum. ■ Nýr Lagarfoss bætist við Rún Ingvarsdóttir hefur ný-lega bæst í hóp þriggja Ís- lendinga sem hafa hlotið styrk alþjóðlegu Rótarýhreyfingar- innar til framhaldsnáms í al- þjóðasamskiptum. „Það eru sjö- tíu manns í heiminum sem hljó- ta styrkinn á hverju ári en að- eins einn úr hverju Rótarý- umdæmi,“ segir Rún, sem hefur lokið BA-prófi í mannfræði við Háskóla Íslands. „Ég var að vinna hjá UNI- FEM á Íslandi þegar ég sá styrk- inn auglýstan og í framhaldi af því fór ég að afla mér upplýs- inga um námið. Aðaláhersla er á lögð á friðarumleitanir og ég komst að því að í bland við frið- arferlið get ég tekið kúrsa úr ólíkum greinum allt frá stjórn- málafræði, mannfræði og í heimildarmyndargerð.“ Rún segir að leitin í lífinu hafi aðstoðað hana við að finna sér hentugt framhaldsnám. „Leiðin lá einhvern veginn alltaf til útlanda eftir menntaskóla. Ég hef dvalið við nám og störf í Japan, Kosta Ríka og í Madríd. Eitt leiddi af öðru og þegar ég kom heim lauk ég BA-prófi í mannfræði og vann með ungum innflytjendum hjá ÍTR. Þar kviknaði áhuginn á alþjóðasam- skiptum og mig langar meðal annars að leggja áherslu á mál- efni innflytjenda í framtíðinni.“ Styrkþegum gefst kostur á að sækja um sjö virta háskóla um allan heim. „Ég valdi University of Berkeley í Kaliforníu og komst þar inn. Sá skóli leggur áherslu á menningu ólíkra þjóð- ernishópa og ég kem til með að búa á 600 manna vist þar sem um helmingur íbúa eru útlend- ingar. Það er einnig spennandi við námið að mér ber skylda til að nota sumrin í rannsóknar- vinnu sem má fara fram hvar sem er í heiminum en ég stefni á að vinna einhvers staðar í Suður-Ameríku.“ Rún segist afar þakklát fyrir Rótarýstyrkinn. „Ég tel mig ótrúlega heppna því styrkurinn borgar ekki einungis himinhá skólagjöld heldur einnig hús- næði, uppihald og ferðagjöld. Skólinn er rétt fyrir utan San Francisco og ég hlakka til að eyða næstu tveimur árum í ná- lægð við þessa spennandi borg.“ Rótarýstyrkurinn er veittur ár- lega og geta allir sem lokið hafa grunnámi í háskóla sótt um styrkinn. ■ Hlýtur styrk til náms í friðarferli Styrkir RÚN INGVARSDÓTTIR ■ Hefur hlotið námsstyrk alþjóðlegu Rótarýhreyfingarinnar til að læra alþjóða- samskipti með áherslu á eflingu friðar í heiminum við Háskólann í Berkeley í Kaliforníu. RÚN INGVARSDÓTTIR Segist vilja vinna að málefnum innflytjenda í framtíðinni en hún hefur hlotið fullan styrk frá alþjóðlegu Rótarýhreyfingunni til náms í alþjóðasamstarfi með áherslu á friðarferli.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.