Fréttablaðið - 06.05.2004, Síða 41

Fréttablaðið - 06.05.2004, Síða 41
FIMMTUDAGUR 6. maí 2004 Skip Eimskipafélagsinshafa frá upphafi verið nefnd eftir íslenskum foss- um og er það nýjasta í flotan- um engin undantekning. Skipið, sem er 130 metra langt og 10.740 brúttótonn við fulla lestun, hefur verið nefnt Lagarfoss og það sjötta í röðinni sem ber þetta nafn. Fyrsti Lagarfossinn var smíðaður árið 1917 en þessi er aðeins nýrri, smíðaður 1995. Lagarfoss mun sigla suður- leið frá Reykjavík til Vest- mannaeyja, Immingham og Rotterdam og láta úr höfn í Reykjavík á miðvikudögum. ■ Nýr Lagarfoss bætist við Rún Ingvarsdóttir hefur ný-lega bæst í hóp þriggja Ís- lendinga sem hafa hlotið styrk alþjóðlegu Rótarýhreyfingar- innar til framhaldsnáms í al- þjóðasamskiptum. „Það eru sjö- tíu manns í heiminum sem hljó- ta styrkinn á hverju ári en að- eins einn úr hverju Rótarý- umdæmi,“ segir Rún, sem hefur lokið BA-prófi í mannfræði við Háskóla Íslands. „Ég var að vinna hjá UNI- FEM á Íslandi þegar ég sá styrk- inn auglýstan og í framhaldi af því fór ég að afla mér upplýs- inga um námið. Aðaláhersla er á lögð á friðarumleitanir og ég komst að því að í bland við frið- arferlið get ég tekið kúrsa úr ólíkum greinum allt frá stjórn- málafræði, mannfræði og í heimildarmyndargerð.“ Rún segir að leitin í lífinu hafi aðstoðað hana við að finna sér hentugt framhaldsnám. „Leiðin lá einhvern veginn alltaf til útlanda eftir menntaskóla. Ég hef dvalið við nám og störf í Japan, Kosta Ríka og í Madríd. Eitt leiddi af öðru og þegar ég kom heim lauk ég BA-prófi í mannfræði og vann með ungum innflytjendum hjá ÍTR. Þar kviknaði áhuginn á alþjóðasam- skiptum og mig langar meðal annars að leggja áherslu á mál- efni innflytjenda í framtíðinni.“ Styrkþegum gefst kostur á að sækja um sjö virta háskóla um allan heim. „Ég valdi University of Berkeley í Kaliforníu og komst þar inn. Sá skóli leggur áherslu á menningu ólíkra þjóð- ernishópa og ég kem til með að búa á 600 manna vist þar sem um helmingur íbúa eru útlend- ingar. Það er einnig spennandi við námið að mér ber skylda til að nota sumrin í rannsóknar- vinnu sem má fara fram hvar sem er í heiminum en ég stefni á að vinna einhvers staðar í Suður-Ameríku.“ Rún segist afar þakklát fyrir Rótarýstyrkinn. „Ég tel mig ótrúlega heppna því styrkurinn borgar ekki einungis himinhá skólagjöld heldur einnig hús- næði, uppihald og ferðagjöld. Skólinn er rétt fyrir utan San Francisco og ég hlakka til að eyða næstu tveimur árum í ná- lægð við þessa spennandi borg.“ Rótarýstyrkurinn er veittur ár- lega og geta allir sem lokið hafa grunnámi í háskóla sótt um styrkinn. ■ Hlýtur styrk til náms í friðarferli Styrkir RÚN INGVARSDÓTTIR ■ Hefur hlotið námsstyrk alþjóðlegu Rótarýhreyfingarinnar til að læra alþjóða- samskipti með áherslu á eflingu friðar í heiminum við Háskólann í Berkeley í Kaliforníu. RÚN INGVARSDÓTTIR Segist vilja vinna að málefnum innflytjenda í framtíðinni en hún hefur hlotið fullan styrk frá alþjóðlegu Rótarýhreyfingunni til náms í alþjóðasamstarfi með áherslu á friðarferli.

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.